hipsumhaps

Palli var einn í heita pottinum

18. apríl 2020

Sundhöllinn, 15 mars. Það var búið að tilkynna samkomubann frá og með næsta miðnætti og ég fór í íslenska sundlaug í fyrsta skipti á þessu ári. Fór í pottana, þessa gömlu, og þar var einn kall. Samkvæmt óskrifuðum samskiptareglum fyrir kóf átti maður auðvitað að fara í sama pott – en skyndilega var orðin sjálfsögð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Leiðari

Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.

18. apríl 2020

Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ármann Jakobsson

Bókin sem kenndi mér að vera útlagi

17. apríl 2020

Mörg bókin hefur skilið eftir varanleg ummerki í lífu mínu. Þegar ég var níu var það Njála, þrettán ára bækur Agöthu Christie, fimmtán ára Hringadrottinssaga, átján ára Heimsljós og nítján ára las ég Gunnlaðar sögu Svövu Jakobsdóttur og allar bergmáluðu hátt í kollinum á sínum tíma og bergmálið dó aldrei alveg út. Upp úr tvítugu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
barnabækur

Undarlegir töfrar Dinnu

17. apríl 2020

Það er með nokkurri óþreyju sem ég hef beðið eftir annarri bók um Dinnu eftir Rose Lagercrantz með myndskreytingum eftir Evu Eriksson. Fyrri bókin, Hamingjustundir Dinnu, kom út á íslensku rétt fyrir síðasta sumar og hitti mörg íslensk börn beint í hjartastað. Hamingjustundir í huganum Dinna er sex ára stelpa sem býr með pabba sínum og marsvínunum Snjó og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Föstudagslagið

Dansaðu við reiðina

17. apríl 2020

Það eru erfiðir tímar, fordæmalausir tímar – en samt eru allir ennþá að segja þér að vera hress. Vera pródúktívur í kófinu, finna innri gildi og innri frið – þú þekkir þetta. Kannski virkar þetta meira að segja suma daga. En suma daga, suma daga verður maður bara reiður. Og verður að vera reiður, á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Astrid Saalbach

Rangar skoðanir og skoðanafrelsi

16. apríl 2020

Það gerðist í dag sem marga var farið að gruna. Fjórir meðlimir Den Danske Akademi sögðu sig úr hinni 20 manna nefnd. Að sumu leyti minnir hin danska akademía á sænsku akademíuna sem hefur verið í mikilli upplausn síðustu ár. Tilgangur hinnar dönsku akademíu er einnig að veita verðlaun, að vísu ekki nóbelsverðlaun, heldur veita […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Meiri morgunjazz

16. apríl 2020

Skyndilega mundi ég eftir öðru lagi sem Morgunvaktin hefur verið að nota, How Deep is the Ocean eftir Irving Berlin, af plötunni Explorations með tríói Bill Evans (með Scott Lafaro og Paul Motian) frá árinu 1961. Eðalplata, Explorations, og greinilega í uppáhaldi hjá tónlistarráðunautum Morgunvaktarinnar, enda er Nardis líka þaðan (sjá síðustu færslu). Annað næstum … Continue reading Meiri morgunjazz

Hljóðskrá ekki tengd.
Ásgarður

Drungalegt og illa leikið guðlast

16. apríl 2020

Goðheima-bókaflokkur Peter Madsen eru ein af perlum norrænna nútímabókmennta, drepfyndnar, spennandi og djúpar endursagnir af norrænu goðafræðinni sem eru skrifaðar og teiknaðar af manni sem hefur augljóslega djúpan skilning á efninu, og því hvað gerir þessar sögur svona magnaðar og hver kjarni þeirra er. Ekkert af þessu er hins vegar hægt að segja um Valhalla, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðin

Rithornið: Ferðin

16. apríl 2020

Ferðin Tvö börn lögðu af stað í ferð glöð og eftirvæntingarfull leið okkar lá um grösuga dali og gróðursnauð fjöll í góðviðri, stormi og glórulausri þoku við sátum veislur og sultum dönsuðum, dottuðum og duttum í lukkupott áttum lífíð í hvort öðru með hvort öðru og það var stundum gott áttum börn og buru 1, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
balsamedik

Balsambaunir

15. apríl 2020

Ég hef reynt, í þessar bráðum fimm vikur, að elda nokkuð jöfnum höndum kjötrétti, fiskrétti (eða a.m.k. rétti með einhverju fiskmeti í) og svo grænmetisrétti, sem hafa verið ýmist vegan eða ekki, en það hefur þó fremur verið tilviljun hvort svo hefur verið, ég er ekkert sérstaklega vegan þótt ég eldi oft rétti sem vill […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Morgunjazzinn

15. apríl 2020

Hér eru nokkur númer fyrir þá sem sakna Morgunvaktarinnar á Rás 1 þessa dagana, en sá þáttur er sem kunnugt er pakkaður af góðri jazztónlist. Ég man ekki í svipinn fleiri lög sem koma þar fyrir, lesendur mega gjarnan fylla í eyðurnar! Þessi „Eþíó-jazz“ Mulatu Astatke hefur fylgt morgunútvarpinu lengi, er örugglega farinn að virka … Continue reading Morgunjazzinn

Hljóðskrá ekki tengd.
Friðrik Rafnsson

“Þú heldur þó ekki að þú getir drepið hann með ljóðinu þínu?”

15. apríl 2020

Í dymbilvikunni var Friðrik Rafnsson að gramsa í tölvunni sinni og rakst þar á óbirta þýðingu sína á smásögunni „Níðvísan“ eftir fransk-marokkóska rithöfundinn Tahar Ben Jelloun. Ákvað hann í framhaldi að birta þýðinguna í þremur hlutum á facebókarsíðu sinni nú um páskanna, til að auðvelda vinum sínum og kunningjum að ferðast innanhúss, eins þeim hafði […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Akureyri

Proust-prófið: Kött Grá Pje

15. apríl 2020

Atli Sigþórsson er sagnfræðingur, rappari og rithöfundur sem býr í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1983, er alinn upp norðan heiða og gekk í Menntaskólann á Akureyri. Atli, sem er með gráður í bæði sagnfræði og í ritlist frá Háskóla Íslands, er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pje, sem mun vera vísun í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Dimmuborgir

Hver drap Felix?

15. apríl 2020

Dimmuborgir eftir Óttar Norðfjörð er skáldsaga sem daðrar við að vera glæpasaga. Dimmuborgir er tíunda skáldsaga Óttars sem skrifar einnig sjónvarps- og kvikmyndahandrit, og er aðalhöfundur Brots, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaraðarinnar sem framleidd er af Netflix og sýnd um allan heim og var sýnd á RÚV yfir jólin. Bókmenntarýnir er ónáðaður Sagan segir af bókmenntarýninum Elmari sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Skandinavískar húsgyðjur

14. apríl 2020

Glænýr skammtur frá Þórdísi Gísladóttur: Í síðasta ráðlagða dagskammti minntist ég á skandinavískar húsgyðjur og nú er ég búin að taka saman skammt með nokkrum sænskum jazzsöngkonum sem ég hef mikið hlustað á. Síðasta áratug síðustu aldar eyddi ég að mestu í Svíþjóð. Þar er enginn skortur á jazzi og ég lagði mig dálítið fram … Continue reading Skandinavískar húsgyðjur

Hljóðskrá ekki tengd.
baunir

Baunir og broddur

14. apríl 2020

Eins og ég held ég sé nú búin að sýna sjálfri mér og öðrum fram á, þá þarf einangrun án aðfanga ekkert endilega að þýða að maður lifi bara á dósabaunum og pasta og túnfiski. Ekki þar fyrir, ég á nóg af þessu öllu saman. Sérstaklega baunum (það er annað lag af dósum þarna undir). […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alice Munro

Sálarmeðal?

14. apríl 2020

Á þessum voðalegu tímum hafa ýmsir listamenn, þar á meðal rithöfundar, lagt sitt af mörkum til að hugga og hressa þá sem telja sig þjást þessa mánuði. Bandaríski rithöfundurinn Curtis Sitttenfeld hefur boðað heiminum sína aðferð til að sefa leiða og vonleysi og bendir á veg sem gæti lyft upp andanum. Hún stóð sig nefnilega […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

„Hinum ríku er alltaf hyglt“

14. apríl 2020

Tveir franskir rithöfundar, þær Leïla Slimani og Marie Darrieussecq, ákváðu að bregða sér í sumarbústað, rétt tímanlega áður en lokað var fyrir slíkt. Báðar eru nokkuð frægar í heimalandinu, nógu frægar til að fá að skrifa dagbækur úr kófinu, önnur fyrir Le Monde og hin fyrir Le Point. Prýðileg hugmynd, ekki satt, að rithöfundar noti […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Leiklist

Þú getur ekki lokað heiminn úti

14. apríl 2020

Stríðshrjáð Líbanon og umsetin Sarajevo með dassi af heimsendisstemningu. Þetta er uppskriftin að Sædýrasafninu, nýju leikriti eftir Marie Darrieussecq sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. MÆJA: Fortíðin er sorgleg nútíminn ótryggur Guði sé lof að við eigum enga framtíð Þessi kolsvarti brandari foreldra einnar aðalpersónu Sædýrasafnsins hefur tekið á sig óhugnanlegri merkingu mitt í rústum heims […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Færeyjar

Færeyska kófóperan um að vaska hendur

13. apríl 2020

Það er vissulega snúið að meta hvaða þjóðir hafa staðið sig best í að takast á við kófið mikla – en það er hins vegar alveg ljóst að Færeyingar eru að rústa Íslendingum þegar kemur að opinberum kófslögum. Íslendingar fóru útjöskuðustu og algengustu leiðina með því að semja nýjan texta við gamalt lag og safna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
beikon

Um fiska og hörpudiska

13. apríl 2020

Ég borða venjulega mikið af fiski og sjófangi, helst 3-4 daga í viku, en það hefur kannski verið minna um það þennan síðasta mánuð, að minnsta kosti fiskinn – ef ég hefði undirbúið mig sérstaklega fyrir einangrunina hefði ég áreiðanlega keypt eitthvað af fiski og fryst. Ég á frekar sjaldan fisk í frysti því að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Leïla Slimani

Tvær franskar skáldkonur fá mínus í kladdann

13. apríl 2020

Frönsku skáldkonurnar Leïla Slimani og Marie Darrieussecq flúðu báðar París og kórónaveiruna í liðnum mánuði og hreiðruðu um sig í frístundahúsum sem þær hafa aðgang að fjarri borgarglaumnum. Og þær birtu báðar dagbókarskrif úr útlegðinni, annars vegar í Le Mond og hins vegar í Le Point, þar sem þær lýstu þeim hversdagslegu raunum sem þær […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Játningar jazzelskhuga

13. apríl 2020

Rithöfundinn, ljóðskáldið og þýðandann Þórdísi Gísladóttur þarf ekki að kynna fyrir lesendum Ráðlagðs. Það er þó ekki víst að allir þekki þá hlið sem hún hefur fallist á að opinbera hér á blogginu, í nokkrum skömmtum. Hér á eftir fylgir formáli Þórdísar að því sem koma skal: Það er mjög sennilega til marks um að … Continue reading Játningar jazzelskhuga

Hljóðskrá ekki tengd.