Agatha Christie

Agatha Christie fyrir byrjendur

12. apríl 2020

Agöthu Christie, drottningu glæpasagna, þarf vart að kynna. Hún er ekki bara mest seldi glæpasagnahöfundur allra tíma heldur mest seldi skáldsagnahöfundur allra tíma samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Bækur hennar hafa selst í yfir tveimur milljörðum eintaka og talið er að verk hennar séu mest seldu verk í heimi utan verka Shakespeare og Biblíunnar. Flestir glæpasagnahöfundar hafa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hindi Zahra

Stattu upp og dílaðu við kófið

12. apríl 2020

Stattu upp, á hnjánum, á fótunum. Ég er að hlusta á Stand Up með Hindi Zahra og þetta hljómar dálítið eins og morgunleikfimi, nema röddin er alveg laus við allan óþolandi hressleika, hér er miklu frekar skemmtileg blanda af leikandi léttleika, táli og sorg, með fallega módernískum austrænum takti og fallegu hummi. Morgunleikfimi fyrir okkur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Jenny Odell

Áminning um að maður er á lífi

12. apríl 2020

Við eitt af skrifborðunum á skattasérfræðingadeild endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sat ung kona og virtist bara sitja þar algerlega aðgerðarlaus. Skrifborðið var autt og þarna sat hún og starði út í loftið. Allir aðrir á deildinni virtust eiga ansi annríkt. Ef einhver kom og spurði hver hún væri eða hvað hún væri að gera sagði hún annað […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Jorge Luis Borges

Samtal um dauðann frá 1973

11. apríl 2020

Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands (sem er nýbúin að senda frá sér örsagnaúrvalið Við kvikuna), birti nýlega á facebókarsíðu sinni hnitmiðað samtal tveggja nafntogaðra skálda sem áttu mikinn þátt í að beina athygli heimsins að suður-amerískum bókmenntum. Og hún var svo liðleg að gefa leyfi fyrir því að þýðing hennar á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
xÓflokkað

Ekkert mál að búa til páskaeggjaratleik

11. apríl 2020

Páskar eru fínir og páskaeggin frábær. En það er ekkert gaman fyrir blessuð börnin að fá páskaegg afhent að morgni páskadags, leyfa þeim að opna þau og borða. Smávegis fyrirhöfn er alltaf betri. Það er miklu skemmtilegra fyrir foreldra og … Lestu meira

The post Ekkert mál að búa til páskaeggjaratleik appeared first on ullendullen.is.

Hljóðskrá ekki tengd.
Ljóðabækur

Broddgöltur með húmor

11. apríl 2020

Ég hef sjaldan beðið með eins mikilli eftirvæntingu eftir ljóðabók eins og ég beið eftir Innræti eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Hvers vegna? Jú, við mæðginin höfum skemmt okkur stórvel yfir barnabókunum hennar, Nærbuxnaverksmiðjunni og Nærbuxnanjósnurunum. Ég veit að Arndís hefur frábært vald á tungumálinu, eins og orðaleikirnir í Nærbuxna-bókunum gefa til kynna. Þess vegna var ég spennt að sjá hvað […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bannaður á Facebook

10. apríl 2020

Það er kannski táknrænt að ég er rétt nýfarinn að blogga aftur þegar Facebook ákvað að loka á mig í sólarhring. Ég hef einu sinni hlotið aðvörun þar, þegar ég vitnaði í lagatexta The Pogues („you cheap, lousy faggot“ orti hinn prúði Shane MacGowan). Ég skil að það hafi lent í síunni, en Facebook tók […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hús úr húsi

Fjölbreytt mannlíf í Þingholtunum

10. apríl 2020

Hús úr húsi er önnur bók Kristínar Marju Baldursdóttur og kom fyrst út árið 1997. Ég er ofboðslega hrifin af bókum Kristínar Marju og eru Mávahlátur og Karitasarbækurnar, sem við höfum áður fjallað um í Lestrarklefanum, þar fremstar í flokki. Kristínu Marju tekst alltaf að skapa áhugaverðar persónur og notalegt umhverfi. Mér líður oft eins […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Tíðindalaust í skotgröfum hugarfarsins

9. apríl 2020

Mér fannst lengi vel eins og sagan væri liðin, ekkert áhugavert gerðist þaðan í frá og allt myndi lulla svona einhvern veginn áfram fremur tíðindalítið. Þetta reyndist rangt í tvennum skilningi. Fyrir það fyrsta þá er sagan aldrei liðin, það er alltaf eitthvað á hverjum tíma sem segja mætti, í dvalarhorfi, að sé „að gerast“. […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Lokaskammtur: 41 – 50

9. apríl 2020

Þá hefur síðasti skammturinn – í bili – borist frá Braga Ólafssyni. Ráðlagður færir honum sínar bestu þakkir! Það er ekki lítið verkefni að velja sínar 50 uppáhalds jazzplötur (og ekki alveg áhættulaust, sbr. jazzeitrun á viku þrjú). Mér skilst reyndar að mesti höfuðverkurinn hafi verið að velja plöturnar sem komust ekki á listann. En það … Continue reading Lokaskammtur: 41 – 50

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Göngutúr í sólskyni og snjó

7. apríl 2020

Snjókoma og glampandi sól í Bakkaseli

Fórum í göngutúr í Breiðholti að loknum vinnudegi. Slatti af fólki á ferðinni, nokkrir að skokka og hjóla. Langflestir virtu tveggja metra regluna.

Gengum meðal annars framhjá Breiðholtslaug/Fjölbrau…

Hljóðskrá ekki tengd.
Covid-19

Hvaða áhrif hefur faraldurinn á mig?

7. apríl 2020

Þetta eru undarlegir tímar. Ég dró mig aðeins fyrr í hlé en aðrir af því að ég hafði áhyggjur af því að astminn minn gerði mig viðkvæmari fyrir veirunni. Lukkulega virðast þær áhyggjur ekki á rökum reistar (þó erfitt sé að vita nokkuð fyrir víst) en ég var byrjaður að fresta því að hitta fólk … Halda áfram að lesa: Hvaða áhrif hefur faraldurinn á mig?

Hljóðskrá ekki tengd.

Megas, Steinar, músagangur og Sonatorrek

7. apríl 2020

Ég er að hlusta á Arnar Jónsson flytja Sonatorrek. Blús allra blúsa. Þetta  er voðalegt. Í gær urðum við vör við músagang þegar við vorum að fara að sofa. Eða eitthvað krafs – við fundum aldrei músina og ekki heldur músafelluna sem við fórum á stúfana eftir. Þetta er ekki beinlínis músasíson svo ég veit …

Lesa áfram „Megas, Steinar, músagangur og Sonatorrek“

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Dagbók úr Kófinu

6. apríl 2020

Það er víst enginn ósnertanlegur, forsætisráðherra Bretlands kominn í gjörgæslu. Einhvern veginn hafði ég ekki einu sinni velt því fyrir mér að það væri mögulegt. Á sama tíma er víða flutt í fréttum að tígrisdýr hafi greinst með Covid-19. Ég á bágt með að trúa því og vil fá almennilega staðfestingu á því. Þessi faraldur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
xÓflokkað

Sigurbjörg: Gott fyrir börn að stunda jóga

5. apríl 2020

„Þetta var svolítið sérstakt og færði mig út fyrir þægindarammann. Tilhugsunin um að eiga jógastund án nemenda var skrýtin og undarlegt í fyrstu að tala við sjálfa sig. En þetta var undarlegt því ég hafði ekki gert það áður. En … Lestu meira

The post Sigurbjörg: Gott fyrir börn að stunda jóga appeared first on ullendullen.is.

Hljóðskrá ekki tengd.
Spil

Kasína – reglur

5. apríl 2020

Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpsþátt um sögu mannspila – hins hefðbundna spilastokks (The History of the English Language – House of Cards) fór ég að rifja upp hvernig maður spilar kasínu. Við barnabörnin spiluðum það oft við afa og ömmu. Ég hafði hins vegar aldrei spilað það við strákana sem er synd og skömm. … Halda áfram að lesa: Kasína – reglur

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Hugleiðingar í Kófinu

5. apríl 2020

Ef einhverju sinni var ástæða til að hefja bloggið aftur til vegs og virðingar, þá er það nú á tímum heimsfaraldurs. Ég hef verið að velta fyrir mér lestri og ritun undanfarið, ekki síst vegna þess að ég kenni hvort tveggja á Menntavísindasviði HÍ fólki sem mun sjálft þurfa að kenna börnum og ungmennum lestur […]

Hljóðskrá ekki tengd.