Benedikt

Bráðsnjöll og vel skrifuð

27. apríl 2020

Grikkur er önnur bókin sem Benedikt bókaútgáfa gefur út eftir Domenico Starnone, einn fremsta skáldsagnahöfund Ítala, en í fyrra kom út skáldsagan Bönd. Þetta eru bæði stutt skáldverk sem hafa notið mikilla vinsælda. Á tímabili var haldið að Starnone stæði á bakvið höfundanafnið Elena Ferrante og hefði skrifað Napolí-fjórleikinn, en einnig hefur verið haldið fram að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Haruki Murakami

„Ég tók andköf þegar ég las Brjóst og egg.“

26. apríl 2020

Í áratugi hefur Haruki Murakami verið holdgervingur japanskra bókmennta í hugum Vesturlandabúa. Allt frá því bækur hans, Norwegian Wood, The Wind Up Bird Chronicla og A Wild Sheep Chase komu út hafa bækur hans verið samnefnarar fyrir japönskar bókmenntir. Týndir kettir, jazzbarir og dularfullar, hálfójarðneskar kvenverur, það er heimur japanskra bókmennta. Murakami hefur verið alltumlykjandi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ævisögur

Innsýn í líf og hugsanir frú Vigdísar

26. apríl 2020

Á dögunum var ég úti að hjóla með fimm ára frænku minni og benti henni á Bessastaði og sagði að þarna byggi forseti Íslands. Ég spurði hana svo hvort hún vissi hvað forsetinn héti? Hún vissi það sko! Vidgís Finnbogadóttir, sagði hún hátt og skýrt. Er það kannski að furða að barnið haldi að Vigdís […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Paella á grillinu

25. apríl 2020

Ég er að verða meiri og meiri uppskriftadólgur í ellinni og fer ekki nema að hálfu leyti eftir einni uppskrift og hálfu leyti að annarri og geri svo einhver ósköp frá eigin brjósti og allt verður þetta erfitt að muna þegar maður ætlar að endurtaka snilldina. Þá er ágætt að glósa hjá sér þegar vel …

Lesa áfram „Paella á grillinu“

Hljóðskrá ekki tengd.
Fréttir

Bókamerkið: ljóðabækur

25. apríl 2020

  Bókamerkið er nýr bókmenntaþáttur í beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar. Annar þáttur var föstudaginn 24. apríl kl.13:00 og var tileinkaður ljóðabókunum. Rebekka Sif bókmenntafræðingur og gagnrýnandi hjá Lestrarklefanum stjórnaði umræðum og fékk til sín Ásdísi Ingólfsdóttur ljóðskáld og Ásdísi Helgu bókmenntafræðing til að ræða um íslenskar ljóðabækur og hughrifin við að lesa góð ljóð. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
19. öld

Vin Mariani: kókaínblandaða rauðvínið sem var eftirlæti Páfagarðs

25. apríl 2020

Á síðari hluta 19. aldar var neysla á ópíum og ópíumskyldum efnum nokkuð útbreidd meðal efri stétta í Vestur-Evrópu. Voru þau jafnan markaðssett sem verkjalyf, eða jafnvel til að róa tannverki barna þegar þau voru að fá fullorðinstennur. Um svipað leyti fór annað efni að njóta almennrar viðurkenningar, fyrst sem íblöndunarefni í heilsudrykki. Kókaín naut […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntagagnrýni

Átján af bestu bókum þessarar aldar

25. apríl 2020

Bretar eru hrifnir af bókalistum og þeir ágætu blaðamenn sem halda uppi bókmenntaumræðunni hjá breska dagblaðinu The Guardian virðast fá alveg sérstaklega mikið út úr því að setja saman lista yfir „bestu“ bækur. Við sem sinnum Bókaskápnum hennar Ástu Sóllilju í frístundum höfum stundum áður sagt af slíkum listum hér, til að mynda lista Times […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bergsveinn Birgisson

Bergsveinn Birgisson er gestapenni dagsins.

24. apríl 2020

Ta eis heauton – Til mín sjálfs eftir Marcus Aurelius Marcus Aurelius er fremstur meðal stóíkera og var uppi á þeim tímum þegar kristnir menn voru álitnir vafasamur sértrúarhópur. Hann var keisari fyrir 50 miljónir manna, barðist við Germani eða Júgóslava á daginn og skrifaði heimspeki um hið friðsamlega og náttúrulega líf á kvöldin. Hann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Föstudagslagið

Mergðir Dylans og margtugginn Kennedy

24. apríl 2020

Bob Dylan er búinn að vera afkastamikill í kófinu og gaf nýlega út sín fyrstu frumsömdu lög í átta ár, en er magnið meira en gæðin? Tónlistarlega séð eru bæði lögin sáraeinföld, ofureinfaldur hljómgangur og hann talar frekar en syngja, það væri réttast að kalla þetta sínu rétta nafni, ljóðaflutning með tónlist undir – sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Blogg

Facebook óvinátta mín

24. apríl 2020

Hatursamband mitt við Facebook virðist stundum var algengasta umræðuefni mitt hér. Mér fannst Facebook sniðugt fyrirbæri á sínum tíma. Það var sumarið 2007. Ég var í sumarskóla í Árósum og á leið í skiptinám í Cork. Facebook virtist frábær leið til að halda sambandi við samnemendur mína. Síðan var ég bara að samþykkja og bæta … Halda áfram að lesa: Facebook óvinátta mín

Hljóðskrá ekki tengd.
0-5 ára

Múmínsnáðinn og vorundrið (eða Ragnhildur og búðarferðin)

24. apríl 2020

Frá því að samkomubann vegna Covid-19 hófst hef ég reglulega ímyndað mér hvað þetta væri allt miklu auðveldara ef ég ætti ekki tveggja ára gamalt barn. Auðvitað er það tóm ímyndun og óskhyggja, ef ég þyrfti ekki að annast svona ósjálfbjarga og kröfuharðan einstakling væri ég líklega löngu hætt að sinna mínum eigin grunnþörfum. Ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Gestapenni

Kvöldverður með Margaret Atwood.

23. apríl 2020

Ég var á leið fram hjá Dómkirkjunni. Fram hjá Dómkirkjunni á ég næstum leið daglega. Ég bý ekki langt frá Dómkirkjunni. En í dag hitti ég skáldkonu með krullað hár sem stóð fyrir utan Dómkirkjuna. (Nú hefur mér tekist að nefna Dómkirkjuna 5 sinnum og ég hef skrifað 43 orð. Einungis gamlir forleggjarar geta haft […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Fréttir

Á bak við hverja bók er höfundur

23. apríl 2020

Í tilefni af Degi bókarinnar, sem er í dag, efndi Evrópska rithöfundaráðið (EWC) til herferðar til að vekja athygli á höfundum og þýðendum og framlagi þeirrra til menningar og lista. Þótt við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi menningar og lista síðustu vikur í samkomubanninu, þá er alveg vert að minna enn og aftur á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Vanhugsað sumarmisseri

23. apríl 2020

Það er áhugavert að lesa um það í fjölmiðlum að menntamálaráðherra ætli að veita fjármunum inn í skólakerfið svo að hægt verði að kenna í framhalds- og háskólum í sumar. Það að kennarar frétti þetta fyrst í fjölmiðlum gefur til kynna að ekkert samráð hafi verið við skólastjórnendur, og ég held að við séum allflest […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Stjórnmál

Ónáttúruleg náttúra Guðmundar Franklín

23. apríl 2020

Fyrirsjáanlegasti forsetaframbjóðandinn er kominn fram. Það er Guðmundur Franklín. Hann er lengi búinn að vera auglýsa hálfsamhengislausar færslur sínar á Facebook. Hann hefur líka gert margar mislukkaðar tilraunir til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Ég hef auðvitað engar áhyggjur af því að Guðmundur Franklín nái kjöri. Getur hann náð nægilega mörgum undirskriftum? Hver … Halda áfram að lesa: Ónáttúruleg náttúra Guðmundar Franklín

Hljóðskrá ekki tengd.
ljóð

Rithornið: Sumardagurinn fyrsti & Söluturn

23. apríl 2020

Sumardagurinn fyrsti Gul innkaupakerra tekur á rás yfir bílaplanið við Bónus einhvern veginn skröltir hún af stað í tilviljanakenndri gjólunni og nemur loks staðar með tilþrifalitlum dynk á algengum smábíl Líkast ljóði stendur tíminn í stað eitt stundarkorn meðan tilveran riðlast á hanskaklæddri konu sem í örvinglaðri tilraun til að hafa áhrif á gang sögunnar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt efni

„Sest ég upp í rennireið…“

23. apríl 2020

Sest ég upp í rennireiðtil Reykjavíkur brunaÞangað leggja margir leiðsvona snemma morguns. Enn er gramsað í skúffum Sérríðar frá Kraunastöðum en til hennar fór ég í morgunkaffi í gær og fékk með mér eina skúffufylli af kveðskap. Ég staldraði lengi við því Útvarp Saga var í gangi og Sérríður vildi hafa mig viðstaddan þegar hún…

Hljóðskrá ekki tengd.
Ráðlagður dansskammtur í sóttkví

Sumar með Sufjan

23. apríl 2020

Ég þori ekki að fara alla leið og setja einhverja ógurlega sumargleði hérna inn, þá verður vafalaust skrifaður harðorður pistil um smyglið í Fréttablaðið á borð við þennan, um hvernig ómögulegt verði að virða samkomubannið með slíkri gleðibombu – þannig að setjum frekar inn eitthvað lag sem er örlítið sumar í, en ekki alltof mikið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
xÓflokkað

Gleðilegt sumar á Sumardaginn fyrsta!

23. apríl 2020

Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Sólin farin að hækka talsvert á lofti og fólk farið að brosa nokkuð meira en fyrir nokkrum dögum. Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið frábær. Silkisaumað tjald? Lengi tíðkaðist að gefa sumargjafir á sumardaginn fyrsta. Þetta … Lestu meira

The post Gleðilegt sumar á Sumardaginn fyrsta! appeared first on ullendullen.is.

Hljóðskrá ekki tengd.