Parísardaman 2013-06-20 00:21:25

20. júní 2013

Ég er búin að fá einkunn fyrir mastersritgerð: 9.0. Ég er fullkomlega sátt við þá einkunn. Eiginlega er ég of sátt, mér finnst þau hljóti að hafa verið of góð við mig. Líklega er hún ekki svo góð. Eða hvað? Æ, við skulum ekki dvelja við það. Það er svo margt annað svo mikilvægara í […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Skil

4. maí 2013

Mér finnst bráðnauðsynlegt að tilkynna lesendum mínum (báðum) að ég er að skila af mér Meistararitgerðinni um helgina. Þetta er heljarinnar dútl á lokasprettinum, en ég held ég geti verið nokkuð örugg um að ég fái að útskrifast í vor. Ég byrjaði í Þýðingafræðináminu árið 2008. Þegar ég innritaði mig í námið, var brjálað að […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Tau frá Tógó

12. apríl 2013

Tau frá Tógó er með facebook-síðu, tékkið á henni. Þar fást nú tveir kjólar í þessu sniði sem ég er í, og nokkrir í sniðinu sem Sólrún er í. Þeir heita eftir okkur mæðgum, „Tata Kristín“ og „Sólrún“.

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt

Bleikar stelpur og bláir strákar

10. janúar 2011

Las þennan pistil og fór einu sinni sem oftar að pæla í því hvernig við ölum Gunnstein upp – og almennt hvernig fólk elur upp börnin sín. Mér finnst svolítið merkilegt að við förum að velja stelpuleikföng og strákaleikföng eiginlega strax við fæðingu. Gunnsteinn á t.d. ekkert bleikt leikfang – flestar 17 mánaða stelpur eiga … Lesa áfram Bleikar stelpur og bláir strákar

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt

Jól 2010/2011 búin – jól 2011/2012 handan við hornið

8. janúar 2011

Þá eru jólin búin einu sinni enn – og eftir nokkra mánuði verður maður steinhissa á því að jólin séu að nálgast einu sinni enn. Tíminn líður. Við erum búin að pakka okkar jólum niður í kassa. Ég var ekkert mjög sorgmædd yfir því í þetta sinn, var bara alveg tilbúin í að pakka þeim … Lesa áfram Jól 2010/2011 búin – jól 2011/2012 handan við hornið

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt

Ruslarugl í borginni

5. janúar 2011

Þvílík endemis vitleysa hjá Reykjavíkurborg að ætla að hætta sækja sorp sem er meira en 15 metrum frá sorpbíl nema að íbúar borgi aukagjald. Hinir möguleikarnir er að dröslast sjálfur með tunnuna „uppá veg“ eða færa sorpgeymsluna. Þeir gera ráð fyrir að um helmingur sorptunna sé fjær en 15 metra. Nú bý ég í þeim enda … Lesa áfram Ruslarugl í borginni

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt

Fæðingarorlof mínus einn

30. nóvember 2009

Ég verð bara að viðurkenna það að það sýður á mér yfir því að það eigi að stytta fæðingarorlofið! Þetta er svo mikil svívirða og heimska að það er ekki nokkru lagi líkt. Eins og er lítur út fyrir að niðurstaðan verði sú að fæðingarorlofið verði stytt um einn mánuð og eftir því sem ég … Lesa áfram Fæðingarorlof mínus einn

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt

Fröken pirripú

19. nóvember 2009

Ég er fröken pirripú í dag. Gunnsteinn (btw eignaðist son 17. júlí, hef víst ekki minnst á hann áður á þessu bloggi ;-)) er búinn að eiga óvenju erfiðan dag og ég öll einhvernveginn upptrekkt og uppskrúfuð m.a. þess vegna. Stundum mætti ég reyndar alveg verið upptrekktari og uppskrúfaðari og svara fyrir mig og rífast. En … Lesa áfram Fröken pirripú

Hljóðskrá ekki tengd.