Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking. Við ræddum þættina til þessa, íhuguðum möguleikann á fleiri seríum og ræddum hversu sannfærandi mynd þetta væri af vestfirsku sjávarþorpi, eftir að allir […]
Wolka

LEYNILÖGGA nálgast 38 þúsund gesti
Leynilögga er áfram í fyrsta sæti eftir fimmtu helgi.

LEYNILÖGGA yfir 35 þúsund gesti
Leynilögga er aftur í fyrsta sæti eftir fjórðu helgi.

BIRTA opnar í þriðja sæti, LEYNILÖGGA yfir 31 þúsund gesti
Birta Braga Þórs Hinrikssonar opnar í 3. sæti. Leynilögga er í 2. sæti eftir þriðju helgi.

LEYNILÖGGA með um 25 þúsund gesti eftir aðra helgi
Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson er áfram í fyrsta sætinu og aðsókn hefur verið afar góð.

Gríðarstór opnunarhelgi LEYNILÖGGU
Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson hlaut gríðarlega aðsókn á frumsýningarhelginni. Dýrið gengur áfram vel í miðasölunni.

Aðsókn eykst á DÝRIÐ, WOLKA opnar í 5. sæti
Aðsókn á Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eykst milli vikna og má telja líklegt að velgengni myndarinnar í Bandaríkjunum hafi þar áhrif á. Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson opnar í 5. sæti aðsóknarlistans.

Rappað um pólsku umferðina
Þegar maður skilar af sér útvarpspistli þá er pistillinn sjaldnast alveg fullkláraður – ósjaldan eiga þáttastjórnendur og/eða tæknimenn eftir að framkvæma einhverja galdra, stundum gróflega eftir forskrift og leiðbeiningum sem ég sendi þeim – en stundum kemur einhver óvænt snilld til viðbótar. Þannig var það í vikunni þegar ég sendi Önnu Marsý hjá Lestinni pistil […]

Marta Luiza Macuga: Ljúfsárt að sjá WOLKA loksins á hvíta tjaldinu
Pólsk-íslenska kvikmyndin Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson heitinn kemur í bíó 15. október. Menningin á RÚV ræddi við Mörtu Luizu Macuga leikmyndahönnuð myndarinnar og eiginkonu Árna og leikkonuna Olga Bołądź sem fer með aðalhlutverkið….

Lestin um WOLKA: Útlaginn Anna fer til Eyja
„Myndin undirstrikar einfaldlega hversu afskaplega mikið íslensk kvikmyndagerð missti við fráfall Árna Ólafs, hann var nefnilega rétt að byrja,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Lestinni um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar.

Screen um WOLKA: Vel gerður þriller
Allan Hunter gagnrýnandi ScreenDaily skrifar um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar sem tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Hamborg þessa dagana, en verður frumsýnd á RIFF á morgun. Hunter segir myndina bera hæfileikum Árna Ólafs vitni og kallar hana vel gerða…

WOLKA, síðasta kvikmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar, Íslandsfrumsýnd á RIFF
Wolka, síðasta mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári, verður Íslandsfrumsýnd sem opnunarmynd Icelandic Panorama á RIFF þann 6. október í Bíó Paradís.

[Stikla] WOLKA eftir Árna Ólaf Ásgeirsson sýnd á Íslandi í haust
Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar verður sýnd hér á landi í haust en myndin var frumsýnd í Póllandi þann 28. maí síðastliðinn.

Ánægja með Nordic Film Market á Gautaborgarhátíðinni, WOLKA Árna Ólafs meðal umtalaðra verka í vinnslu
Nordic Film Market, sem er hluti Gautaborgarhátíðarinnar, fór fram á netinu að þessu sinni. Metfjöldi bransafólks tók þátt, eða 734 frá 46 löndum. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið og Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson var meðal þeirra verkefna sem vöktu u…

Þessi verk eru væntanleg 2021
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgu…

Tökur standa yfir á íslensk/pólsku spennumyndinni WOLKA
Tökur standa nú yfir á íslensk/pólska spennudramanu Wolka í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Sagafilm og Film Produkcja í Póllandi framleiða.
The post Tök…

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tag…