Í tengslum við Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn fyrir sýningum á tilnefndum myndum í Bíó Paradís dagana 26.–30. október.

Í tengslum við Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn fyrir sýningum á tilnefndum myndum í Bíó Paradís dagana 26.–30. október.
Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut alls þrenn verðlaun um helgina, í London annarsvegar og Ungverjalandi hinsvegar.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason vann Zabaltegi-Tabakalera verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem lauk um helgina.
Gengið hefur verið frá sölum á Volaða land eftir Hlyn Pálmason víðsvegar um heiminn. Alls hefur myndin nú selst til yfir 40 landa og svæða.
Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, keppir um verðlaun sem besta myndin á BFI London Film Festival sem fer fram í Lundúnum 6.-16. október.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið seld til Bretlands. Myndin hefur sópað til sín verðlaunum á undanförnum mánuðum og hefur verið seld til Bandaríkjanna, Ungverjalands, Niðurlanda, þýskumælandi landa og mið- og austur Evrópulanda….
Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs hafa verið kynntar. Dýrið og Volaða land eru báðar tilnefndar, sú fyrrnefnda fyrir hönd Íslands en sú síðarnefnda fyrir hönd Danmerkur.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar og Volaða land Hlyns Pálmasonar eru báðar í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2022. Verðlaunahátíðin fer fram í Reykjavík 10. desember.
Volaða land Hlyns Pálmasonar er sýnd þessa dagana á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Ásgeir H. Ingólfsson er á hátíðinni og skrifar um myndina á vef sinn Menningarsmygl.
Volaða land er mynd margra titla. Danski titillinn er Vanskabte land og sá enski Godland – og sá danski er jafnrétthár þeim íslenska, þeir koma báðir fyrir með flúruðu letri í upphafi myndar og við lok hennar, og ef þú sérð myndina með enskum texta fylgja þessir kyndugu skjátextar með: „Godland (Icelandic)“ og „Godland (Danish).“ […]
Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur selst vel í Cannes. New Euope Film Sales höndlar sölu á heimsvísu.
Hlynur Pálmason leikstjóri ræðir við Nordic Film and TV News um Volaða land og vinnuaðferðir sínar.
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Cannes hátíðinni þessa dagana að Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur verið að fá afar góðar viðtökur gagnrýnenda, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Wendy Ide hjá Screen segir Volaða land Hlyns Pálmasonar afar grípandi frásögn um ferð til hinnar myrku hliðar hinnar eilífu dagsbirtu.
Áfram birtast lofsamlegir dómar um Volaða land Hlyns Pálmasonar í Cannes og hér er umsögn frá Elena Lazic hjá The Playlist.
Marc van de Klashorst gagnrýnandi ICS (International Cinephile Society) dregur hvergi af sér í fimm stjörnu dómi um Volaða land Hlyns Pálmasonar á Cannes hátíðinni.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason var heimsfrumsýnd við mikinn fögnuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes 24. maí og fengu aðstandendur hennar standandi lófaklapp að lokinni frumsýningunni.
Guð býr í smáatriðunum, segir Peter Debruge gagnrýnandi Variety í afar lofsamlegri umsögn um Volaða land Hlyns Pálmasonar.
Fyrsta umsögn um Volaða land Hlyns Pálmasonar er komin fram. Fabien Lemercier, gagnrýnandi Cineuropa, segir myndina í hæsta gæðaflokki og aðeins sé spurning hvenær Hlynur taki þátt í aðalkeppninni.
Alþjóðleg útgáfa af plakati kvikmyndarinnnar Volaða land eftir Hlyn Pálmason var opinberuð í dag og er um ýmislegt sérstök.
Kitla kvikmyndar Hlyns Pálmasonar, Volaða land, er komin út. Myndin verður frumsýnd á Cannes hátíðinni 24. maí.
New Europe Film Sales hefur þegar selt Volaða land Hlyns Pálmasonar til nokkurra landa, en myndin verður sýnd á Cannes hátíðinni í maí.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin til þátttöku í keppnisflokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Síðasta mynd Hlyns, Hvítur, hvítur dagur var einnig valin á Cannes hátíðina….
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fjórum nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.