Börkur Sigþórsson leikstýrir þáttaröðinni Insomnia fyrir Paramount+ efnisveituna. Tökur standa yfir en þættirnir, sex talsins, eru teknir upp í Bretlandi.

Börkur Sigþórsson leikstýrir þáttaröðinni Insomnia fyrir Paramount+ efnisveituna. Tökur standa yfir en þættirnir, sex talsins, eru teknir upp í Bretlandi.
Á Skjaldborg ferðast maður til Patreksfjarðar og þaðan til Moskvu og Mjanmar, á sjóinn, til Tálknafjarðar og í greni Hagaljónsins sjálfs. En kannski mest innávið. Á þessari hátíð íslenskra heimildamynda eru menn í sjálfskoðun þessa dagana, en finna sig auðvitað á Skjaldborg, undir vökulu eftirliti hafsins og krumma. Og svo voru verðlaunin – Heimaleikurinn fékk […]
Baldvin Z segir hina nýju þætti seinni hluta heildarsögu, en ekki nýja syrpu í viðtali við Screen.
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.
Vesturport fær fimm milljóna króna styrk frá ríkisstjórninni vegna verkefnisins.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur veitt kvikmyndinni Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar tæplega 19 milljón króna styrk. Þetta var tilkynnt í dag. Tökur hefjast í haust.
„Tvær konur af sitthvorri kynslóð og með ólíka sýn á lífið fara hringferð um Ísland, hver með sitt erindi og koma við á fimm kaffihúsum. Allar konurnar „leika“ sjálfar sig og fáum við að kynnast draumum þeirra og dagdraumum, lífi og áskorunum,“ segir u…
Diljá Pétursdóttir Eurovisionfari hefur verið ráðin í annað aðalhlutverk þáttaraðarinnar Gestir sem tekin verður upp í sumar og sýnd í Sjónvarpi Símans. Ásgeir Sigurðsson (Harmur) er höfundur og fer með annað aðalhlutverkið.
RÚV og Kvikmyndasafn Íslands vinna þessa dagana að þáttaröð þar sem dregið er fram áhugavert myndefni í fórum safnsins.
Kvikmyndagerðamaðurinn og ljóðskáldið Guðmundur Magnússon hyggst kvikmynda hundrað þjóðþekkta einstaklinga við áhorf á kvikmyndinni Englar alheimsins í Bæjarbíói. Hægt er að styðja við verkefnið á Karolina Fund.
Tökur á The Damned, fyrstu bíómynd Þórðar Pálssonar (Brot), fóru fram á Vestfjörðum og lauk í mars. Breska sölufyrirtækið Protagonist Pictures kynnir verkefnið á markaðnum í Cannes, en myndin er væntanleg undir lok árs.
Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.
Fyrsta verkefni hins nýstofnaða framleiðslufyrirtækis Act 4 verður alþjóðleg þáttaröð um afleiðingar eldgoss sem gerir Ísland óbyggilegt. Verkefnið er unnið í samvinnu við bandaríska og króatíska aðila.
Önnur syrpa þáttaraðarinnar Ráðherrann er í undirbúningi. RÚV og norrænu almannastöðvarnar munu sýna þættina.
Stefnt er að tökum síðsumars á þáttaröðinni Gestir fyrir Sjónvarp Símans. Ásgeir Sigurðsson (Harmur) leikstýrir, skrifar handrit og fer með aðalhlutverk ásamt því að vera einn framleiðenda.
Í Japan standa nú yfir tökur á Snertingu, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks. Vísir birtir myndasyrpu frá tökum myndarinnar.
Von er á að minnsta kosti tíu íslenskum bíómyndum og fjórum þáttaröðum á árinu 2023.
Tökur eru hafnar suður í Pýreneafjöllum á kvikmynd sem byggð er á skáldsögu Auðar Övu, Ör sem kom út 2016. Heiti bíómyndarinnar er Hotel Silence en það er einmitt heiti skáldsögunnar á ensku og fleiri tungumálum.
Bíómyndin The Damned í leikstjórn Þórðar Pálssonar hefur fengið 250 þúsund pund, eða tæpar 43 milljónir króna, frá UK Global Screen Fund sem fjármagnar evrópsk samframleiðsluverkefni.
Tökum er að ljúka á þáttaröðinni Heima er best í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur. Verkefnið hefur hlotið 500 þúsund evra styrk frá Creative Europe, kvikmynda- og sjónvarpsáætlun ESB, sem samsvarar um 73 milljónum íslenskra króna.
Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem Baldvin Z fer fyrir, hyggst leggja aukna áherslu á gerð bíómynda meðfram stærri og minni þáttaröðum. Þetta kemur fram á Nordic Film and TV News.
Focus Features mun dreifa Snertingu Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Universal mun dreifa myndinni á heimsvísu. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið, en tökur hefjast í London á sunnudag.
Tökur eru að hefjast á þáttaröðinni Heima er best. Þetta er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári í Sjónvarpi Símans.
Tökur á fjórðu syrpu þáttaraðarinnar True Detective hefjast hér á landi í október og standa í níu mánuði. True North þjónustar verkefnið, sem er langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem hér hefur verið unnið.
Þáttaröðin Afturelding hlaut á dögunum um 20 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Zik Zak framleiðir þættina sem fara í tökur í haust og verða sýndir á RÚV á næsta ári.
Þessa dagana standa tökur yfir á spennumyndinni Napóleonsskjölin, sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir handriti Marteins Þórissonar.
Leikstjórarnir Arni & Kinski vinna nú að heimildamyndinni Þetta er eðlilegt sem fjallar um fjöllistahópinn GusGus, sem þeir stofnuðu 1995. Myndinni er ætlað að fanga litríkan en dramatískan feril og innri átök hópsins.
Jón Atli Jónasson handritshöfundur er meðal fjölda kollega sem kynna nýjar þáttaraðir fyrir framleiðendum og dreifingaraðilum á Series Mania kaupstefnunni sem fram fer í Lille í Frakklandi 18.-25. mars. Verkefni Jóns Atla kallast Island of Youth….
Jón Grétar Jónasson kvikmyndagerðarmaður leitar hópfjármögnunar á Karolina Fund vegna heimildamyndar um Hauk Hilmarsson sem hann vinnur að. Haukur er talinn hafa fallið í Sýrlandi þegar hann var að berjast fyrir Kúrda árið 2018.
Tökur eru hafnar við Mývatn á Northern Comfort, fyrstu bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar á ensku. Grímar Jónsson framleiðir fyrir Netop Films. Hinn kunni breski leikari Timothy Spall fer með eitt aðalhlutverka ásamt Sverri Guðnasyni og Lydia Leona…