Heimaleikurinn, gamansöm heimildamynd í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut sérstök áhorfendaverðlaun á Nordisk Panorama, stærstu heimilda- og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum.

Heimaleikurinn, gamansöm heimildamynd í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut sérstök áhorfendaverðlaun á Nordisk Panorama, stærstu heimilda- og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum.
Heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson hlaut á dögunum verðlaun fyrir leikstjórn og klippingu á Nature Without Borders hátíðinni í Delaware í Bandaríkjunum. Hátíðin sérhæfir sig í náttúrulífs- og umhverfisverndarmyndum….
Marianne Slot framleiðandi (Kona fer í stríð), var á dögunum heiðruð fyrir framlag sitt til evrópskrar kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíðinni í Locarno.
Heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson var verðlaunuð á Montreal Independent Film Festival sem fór fram á dögunum.
Skjaldborgarhátíðinni lauk í gærkvöldi með verðlaunaafhendingu. Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson hlaut dómnefndarverðlaunin, Ljóskastarann. Heimaleikurinn eftir Smára Gunnarsson og Loga Sigursveinsson hlaut áhorfendaverðlaunin, Einarinn og Skuld eft…
Stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hlaut sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Verðlaunaafhending Sprettfisks, stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar, fór fram á lokadegi hátíðarinnar. Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands áttu rúman meirihluta þeirra verka sem tóku þátt í Sprettfisk og uppskáru verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndin…
Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar Á ferð með mömmu.
Ingvar E. Sigurðsson og Elliot Crosset Hove hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.
Kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, vann til verðlauna sem besta norræna myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í í Kaliforníu.
Stuttmyndin Hreiður og bíómyndin Volaða land, báðar eftir Hlyn Pálmason, hlutu verðlaun á dönsku Robert verðlaununum sem afhent voru um helgina.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun fyrir bestu tónlist í kvikmyndinni Tár á Critics’ Choice Awards sem fór fram í Los Angeles í nótt.
Íslenskar kvikmyndir og þáttaraðir unnu til 38 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2022. Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut flest þeirra, 14 talsins. Volaða land Hlyns Pálmasonar (dönsk/íslensk framleiðsla) hlaut 7 verðlaun….
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson hlaut aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar í gærkvöldi. Myndin hlaut einnig verðlaun fyrir bestu tónlist Tõnu Kõrvits.
Kvikmyndin Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson hlaut í dag aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar í Eistlandi.
Aftur heim? eftir Dögg Mósesdóttur var valin besta heimildamyndin á Hollywood IWAA hátíðinni sem lauk á dögunum. Dögg var einnig valin besti leikstjórinn í flokki heimildamynda.
Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut verðlaun fyrir besta handritið á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi sem lauk um helgina.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fór fram í fjórtánda sinn um síðustu helgi í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut Baltic Film Prize verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi, sem haldin var í 64. skipti þann 2.-6. nóvember.
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, sem afhent voru rétt í þessu í Helsinki í Finnlandi.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut verðlaun dómnefndar ungmenna á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem lýkur í dag.
Þáttaröðin Verbúðin hlaut sérstaka viðurkenningu í flokki leikins sjónvarpsefnis á Prix Europa verðlaunahátíðinni sem fram fór í dag.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut um helgina áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Ulaanbaatar Mongólíu (UBIFF), sem haldin var í 14. sinn í ár.
Volaða land Hlyns Pálmasonar og Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar halda áfram að sópa til sín verðlaunum.
Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut Golden Hugo, aðalverðlaun Chicago hátíðarinnar, í gær. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu myndatöku Mariu von Hausswolff. Þá hlaut teiknimyndin My Year of Dicks eftir Söru Gunnarsdóttur Silver Hugo í flokki teikn…
Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut alls þrenn verðlaun um helgina, í London annarsvegar og Ungverjalandi hinsvegar.
Norrænir kvikmyndadagar í Lübeck fara fram í 64. sinn dagana 2.-6. nóvember. Hátíðin mun sýna fjölda mynda Friðriks Þórs Friðrikssonar í ár og veita honum sérstök heiðursverðlaun.
Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason vann nýlega aðalverðlaunin á stuttmyndahátíðinni í Odense í Danmörku og er þar með komin í forvalið fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, líkt og bíómynd Hlyns Volaða land.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason vann Zabaltegi-Tabakalera verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem lauk um helgina.