Donbass

Stigmögnuð koðnun

16. ágúst 2022

Klondike á ýmislegt sameiginlegt með Eldfjalli, uppáhalds úkraínsku myndinni minni. Báðar gerast í villta austrinu, báðar beita meðulum töfraraunsæis á þetta óútreiknanlega svæði og báðar bera torræð nöfn sem eiga sér fáa ef nokkra snertifleti við myndirnar – en því miður er bara önnur myndin góð. KVIFF 15 Klondike Leikstjóri: Maryna Er Gorbach Aðalhlutverk: Oxana […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

The Northman

1. maí 2022

The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk. En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

Merking

14. mars 2022

Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim  ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aida?

Quo Vadis, Aida?

6. mars 2022

Núna fyrr í haust fékk bosníska myndin Quo Vadis, Aida? Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd, auk þess sem Jasmila Žbanić var valin besti leikstjórinn og Jasna Đuričić besta leikkonan, auk þess sem myndin hafði áður verið tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á Óskarsverðlaununum í fyrra. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís, en þegar leikar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afganistan

Bjarmalönd

5. mars 2022

Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Torfadóttir

Ferðin til Tsjernobyl

3. mars 2022

Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

KVIFF 10: Upphitun fyrir helför

16. september 2021

„Það eru engir minnisvarðar við Babi Jar,“ orti Yevgeny Yevtushenko í kvæði sínu um Babi Jar, tuttugu árum eftir að 33.771 gyðingum var slátrað þar á tveimur dögum í lok september 1941. Eitthvað sem honum og öðrum þótti til marks um skeytingarleysi sovéska yfirvalda um atburðina. Babi Jar er gil nokkuð rétt hjá Kænugarði, mætti […]

Hljóðskrá ekki tengd.