Á annan veg

Skjaldborgartíminn: Mitt á milli Moskvu og Patreksfjarðar

11. september 2023

Á Skjald­borg ferð­ast mað­ur til Pat­reks­fjarð­ar og það­an til Moskvu og Mjan­mar, á sjó­inn, til Tálkna­fjarð­ar og í greni Hagaljóns­ins sjálfs. En kannski mest inn­ávið. Á þess­ari há­tíð ís­lenskra heim­ilda­mynda eru menn í sjálf­skoð­un þessa dag­ana, en finna sig auð­vit­að á Skjald­borg, und­ir vök­ulu eft­ir­liti hafs­ins og krumma. Og svo voru verð­laun­in – Heima­leik­ur­inn fékk […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Abraham Lincoln

Samsæriskenningar og menningarstríð skekja Hollywood

5. september 2023

Það eru verkfall í Hollywood og gömlu lögmálin virðast ekki virka lengur í heiminum eftir heimsfaraldur, þar sem öruggir smellir hverfa í skuggann á óvæntum sumarsmellum. Þar á meðal þeim umdeildasta, Sound of Freedom. Ef spámannlega vaxnir kvikmyndaspekúlantar hefðu verið beðnir um að spá fyrir um vinsælustu myndir seinni hluta sumarsins 2023 fyrir ári síðan […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alessandro Aniballi

List um list

22. ágúst 2023

Listamenn eru sjálfhverfir og þess vegna má treysta því að á öllum almennilegum kvikmyndahátíðum séu fleiri en ein og fleiri en tvær myndir um listina sjálfa, kvikmyndalistina eða aðrar listir. Sem er auðvitað frábært, enda fátt skemmtilegra en þegar fólk fabúlerar um það sem það elskar fyrir fólk sem elskar það sama – sjálfhverfa í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

Ögrandi fortíð og gamaldags framtíð

15. ágúst 2023

Fimm myndir, tvær úr fortíðinni, tvær um fortíðina, tvær um framtíðina. Þetta reikningsdæmi virðist kannski ekki ganga upp, en munið: myndir úr fortíðinni geta líka verið um fortíðina, já eða framtíðina Byrjum í nútíðinni í fortíðinni, það virðist orðin hefð að sýna gamla Cassavetes-mynd á Karlovy Vary og nú er komið að Minnie and Moskovitz, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aki Kaurismäki

Ást og einsemd á tölvuöld

8. ágúst 2023

Bíótími er öðruvísi en annar tími. Það er furðu sjaldgæft að bíómyndir virkilega spegli nútímann, eða yfirhöfuð reyni það, jafnvel þótt ekkert bendi til að myndin eigi að gerast á nokkrum öðrum tíma en einmitt núna. Maður horfir yfir bíósalinn fyrir mynd, þar sem flestir drepa tímann með andlitið ofan í snjallsímum, og svo förum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Sensitive Person

Bíómyndir fyrir barnamálaráðuneyti

5. ágúst 2023

Nokkr­ar bestu mynd­irn­ar á kvik­mynda­há­tíð­inni í Karlovy Vary, sem fram fór í byrj­un mán­að­ar­ins, áttu það sam­merkt að fjalla um börn – þótt þær væru alls ekki fyr­ir börn. Nauðgun og glatað sakleysi, börn í hakkavél dómstóla og gulu pressunnar, börn sem eru fangar fjölskyldutráma og alkóhólisma foreldranna, eða fórnarlömb eineltis og vanhæfra kennara eða […]

Hljóðskrá ekki tengd.
2001

Bíómyndin sem útrýmdi kynjamisrétti

1. ágúst 2023

Þetta byrjar ágætlega. Ungar stúlkur leika sér með forneskjulegar dúkkur við ströndina og sögumaðurinn okkar, hún Helen Mirren, kveður sér hljóðs og undirstrikar gáskafullan alvarleikann – 2001 vísunin er augljós en alveg ágætlega skondin. Og svo skapaði Guð Barbie. Já, eða Mattel. En svo höldum við til Barbílands og það er eins og vera komin […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Albert Einstein

Brenglað kall tímans

28. júlí 2023

„Heyrirðu tónlistina?“ spyr Niels Bohr hinn unga J. Robert Oppenheimer snemma í Oppenheimer – og þótt stráksi finni sig ekki í verklegu námi þá getur hann svarað þessu játandi með góðri samvisku. Og fyrsti klukkutími Oppenheimer er kröftugasti hluti myndarinnar einmitt af því þá einbeitir Christopher Nolan sér að því að hjálpa okkur að heyra […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ameríka

Svarti riddarinn og trúðurinn hans

28. júlí 2023

Hvað eiga George W. Bush Bandaríkjaforseti og Batman sameiginlegt? Andrew Klavan skrifar pistil íWall Street Journal þar sem hann lýsir því þegar Batman-merkið birtist á himninum: „En þetta er ekki leðurblaka, ef þú fylgir útlínunum með puttanum lítur þetta eiginlega út eins og… W.“ Og hann heldur áfram að draga línur með fingrunum á milli Blaka […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Al Pacino

Sjálfskaparvíti hefndarinnar

28. júlí 2023

Christopher Nolan hóf ferilinn með hræódýrri svart-hvítri smámynd, sló í gegn með Memento og hefur nýlokið við að frumsýna mynd um Leðurblökumann sem stefnir í að verða einhver stærsta mynd kvikmyndasögunnar. *** Hendurnar. Þetta byrjar alltaf á höndunum. Höndunum á nafnlausa þjófnum, höndunum á Leonard Shelby, höndunum á Will Dormer … en svo birtast vængir, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Air

Bíóbærinn Poznań

21. júní 2023

Árið 1958 byrjaði þrettán ára pólsk stúlka, hún Maria Makowska, að halda bíódagbók. Ég hef ekki hugmynd um hversu oft hún sótti bíóhúsin áður en hún fjárfesti í dagbókinni, ég veit bara að fyrsta myndin sem hún skráði í dagbókina var sovésk gamanmynd, Stúlka með gítar. Ég veit hins vegar að á næstu 15 árum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ali Abbasi

Villistúlka verður villikona

2. nóvember 2022

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða sífellt fjölþjóðlegri, rétt eins og myndirnar sjálfar. Núna í ár var Volaða land framlag Dana, mynd sem gerist mestöll á Íslandi og leikstjórinn er íslenskur, en þar er þó sannarlega danskur vinkill – myndin byrjar í Danmörku (inni, hefði svosem getað verið tekið upp hvar sem er) og danskar persónur eru til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Anthony Edwards

Hroðbjóður í háloftunum

13. júní 2022

Í upphafi Top Gun: Maverick fréttir Tom Cruise af yfirvofandi niðurskurði í sinni flugdeild og bregst við með því að fljúga ofurflugvél, sem kostaði ameríska skattgreiðendur marga marga milljarða, ógeðslega hratt – og endar á að eyðileggja hana. Þetta er leið leikstjórans til að segja okkur að við eigum að halda með þessum gaur, um […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adrift

Íslenskir strákar og finnskar stelpur

26. maí 2022

Fyrir okkur fastagestina á Berlinale kvikmyndahátíðinni var hátíðin í ár nett sjokk. Hið sögufræga en uppavædda Potsdamer Platz, höfuðvígi hátíðarinnar, er afskaplega draugalegt miðað við fyrri ár, ófáir staðir eru að nýta tækifærið til framkvæmda og ekkert er á sama stað og síðast. Það þarf þrjár bólusetningar og próf á hverjum degi til að komast […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

The Northman

1. maí 2022

The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk. En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Al Pacino

Skjálfti

11. apríl 2022

“Peysur eru flíkur sem börnin eru klædd í þegar mömmunni er kalt” – Guðrún Helgadóttir Í bíósmygli vikunnar fjöllum við um Skjálfta, sem er fyrsta mynd Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd og er byggð á Stóra skjálfta, skáldsögu Auðar Jónsdóttur. Þetta er mynd um þegar líf sögu fer á annan endan þegar hún fær óvænt […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíósmygl

Óskarsverðlaunin 2021

24. mars 2022

Óskarsverðlaunin verða afhent núna á sunnudaginn og við fengum þá Ívar Erik Yeoman leikstjóra og Gunnar Ragnarsson, gagnrýnanda Lestarinnar, leikara og söngvara, til að ræða ítarlega myndirnar tíu sem eru tilnefndar sem besta mynd og myndirnar fimm sem eru tilnefndar sem eru tilnefndar sem sú besta erlenda – en alls eru myndirnar þó aðeins fjórtán, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aida?

Quo Vadis, Aida?

6. mars 2022

Núna fyrr í haust fékk bosníska myndin Quo Vadis, Aida? Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd, auk þess sem Jasmila Žbanić var valin besti leikstjórinn og Jasna Đuričić besta leikkonan, auk þess sem myndin hafði áður verið tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á Óskarsverðlaununum í fyrra. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís, en þegar leikar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alfred Molina

Köngulóarmaðurinn og félagar

31. janúar 2022

„Fyrsti klukkutíminn á Endgame er bara eins og að horfa á mynd eftir Ingmar Bergman.“ Spider-Man: No Way Home er fjórfalt vinsælli en nokkur önnur bíómynd eftir að kófið skall á heimsbyggðinni. En hvað þýðir þetta fyrir heimsbíóið og fyrir Hollywood? Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað er besservisserabensín? Og er eitthvað vit í þessum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adam McKay

Bíósmygl: Horfið ekki upp

17. janúar 2022

Smyglið fagnar nýju ári með að dusta af sjónvarpstækinu og hefja nýja sjónvarpsþáttaröð. Heiða Eiríksdóttir, Benedikt Erlingsson og Gunnar Hrafn Jónsson litu við í betri stofu Menningarsmyglsins og ræddu kvikmyndina Don’t Look Up við ritstjóra Smyglsins. Þar að auki var rætt stuttlega um Himininn yfir Berlín, þáttaröðina Kalifat, makedónskar kvikmyndir á borð við Honeyland og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1386

Afbyggð #metoo riddarasaga

14. nóvember 2021

Við erum stödd í drullugum burtreiðahring rétt fyrir áramót árið 1386. Við erum í snævi þakinni París og sjáum Matt Damon og Adam Driver gera sig klára fyrir einvígi, Damon með forljóta miðaldahárgreiðslu en Driver með grunsamlega nýmóðins greiðslu. Maður með svona framtíðarlega hárgreiðslu hlýtur þar af leiðandi að vera skúrkurinn, ekki satt? 21 aldar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afganistan

Heimsvaldastefnan og ofurskúrarkarnir

19. ágúst 2021

Venjulega eru það góðu myndirnar sem fá framhöld. Góðar á Hollywood-mælikvarða, allavega. En þegar fyrsta myndin er algjört lestarslys eru kannski helst tvær leiðir færar – að byrja alveg upp á nýtt, láta eins og fyrsta myndin sé ekki til – eða byrja mynd númer tvö með því að drepa flestalla sem komu við sögu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
American Graffiti

Ástarsaga tveggja drauga

5. ágúst 2021

Eftir að hafa eytt helmingi fullorðinsáranna í útlöndum og á útlandaflakki þá er líklega tímabært að skila ábyrgðinni á réttan stað; þetta er allt Richard Linklater að kenna. Eða kannski að þakka, öllu heldur. Annars væri ég kannski bara að bölva enn einu vondu sumri á Íslandi. Ég var átján ára þegar ég sá Before […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Anders Behring Breivik

Hafði miklar efasemdir um að búa til þessa kvikmynd

22. júlí 2021

Hvar varst þú þegar skotárásin var gerð á Útey? Ég gæti sagt ykkur það – en ég var búinn að gleyma tilfinningunni, hún var grafin undir ótal fréttum og pistlum um Breivik og öllu sem hafði gerst síðan. En Útey – 22. júlí (Utøya 22. juli) færir okkur aftur þangað – og nær en við […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Þriðjudagsbíó

Episode X: The Sith of Comedy

11. júlí 2021

Adam Driver er óvenjuleg bíóstjarna. Maður kynntist honum fyrst sem lúðalega slánavini hipsteranna – svo varð hann aðal hipsterinn sjálfur, slánalegur með óreiðukenndan makka og maður vissi aldrei alveg hvar maður hafði hann. Kannski var þetta nýjasta indí-stjarnan, Nicolas Cage okkar hipsteratíma? En svo kom Stjörnustríð – og hann varð Kylo Ren. Umskiptin tóku tíma, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Seperation

Cannes úr fjarska: Dýrið og Síberíuhraðlestin

7. júlí 2021

Það hafa liðið rúm tvö ár frá því stærsta kvikmyndahátíð heims var haldin síðast – sem endaði með sigri kóreska Sníkjudýrsins, sem varð svo tæpu ári síðar aðeins þriðja myndin í sögunni til að vinna bæði Gullpálmann og Óskarinn. Smyglið er ekki með fulltrúa á Cannes þetta árið – þangað kom smyglari síðast 2009 og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
89405

Þrúgur fallins heimsveldis

6. júní 2021

Hér er örlítil tölfræði um myndirnar átta sem voru tilnefndar sem besta myndin á síðustu Óskarsverðlaunum: Í þremur þeirra búa aðalpersónurnar, allavega í upphafi myndar, í húsbíl. Til viðbótar býr þrítug aðalpersóna Promising Young Woman ennþá heima hjá foreldrunum, aðalpersóna The Father er hreinlega ekki alveg viss hvar hann býr og enn verri örlög en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Arkansas

Að velja fjölskylduna eða drauminn

1. júní 2021

Þú ert sex ára í aftursæti bíls og veist ekkert hvert förinni er heitið. Enda heimurinn að mestu óuppgötvaður þegar þú ert sex ára og hinir fullorðnu ráða ferðinni. Aðalmálið er að þú, sem áhorfandi, ert þarna í bílnum. Manst eigin sex ára barnæsku – þótt þitt bernskueitís hafi verið órafjarri ameríska Biblíubeltinu sem kóreska […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alfred Hitchcock

Tilraunaeldhús og leikbrúðan Bogi Ágústsson

26. maí 2021

Stuttmyndaprógrömm þar sem eitt land er í fókus verða stundum eins og gluggi inn í sálarástand þjóðar. Ég hélt fyrst að Sprettfiskur ársins væri mögulega tilraunaeldhús í kóf-myndum, myndum sem þarf að taka upp heima og nota einfaldlega það sem er tiltækt, af því það átti ágætlega við tvær af fyrstu myndunum sem ég sá. Bussi/Baba er […]

Hljóðskrá ekki tengd.