„Heyrirðu tónlistina?“ spyr Niels Bohr hinn unga J. Robert Oppenheimer snemma í Oppenheimer – og þótt stráksi finni sig ekki í verklegu námi þá getur hann svarað þessu játandi með góðri samvisku. Og fyrsti klukkutími Oppenheimer er kröftugasti hluti myndarinnar einmitt af því þá einbeitir Christopher Nolan sér að því að hjálpa okkur að heyra […]
Tenet

Óvenju margar Íslandstengingar í Óskarnum í ár
Óskarsverðlaunin verða afhent annað kvöld og mun RÚV sýna frá útsendingunni sem hefst kl. 22:30 og stendur langt fram á nótt. Óvenju margir Íslendingar eru ýmist tilnefndir eða tengjast náið tilnefningum í ár.

TENET og THE MIDNIGHT SKY tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd og sjónrænar brellur, fjöldi Íslendinga kom að þessum verkum
Tenet eftir Christopher Nolan hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd í ár og The Midnight Sky eftir George Clooney er einnig tilnefnd fyrir sjónrænar brellur. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna kom að þessum verkum.

Lærð hasarmynd um tímaóreiðu og eitraða karlmennsku
Tenet er mynd um tímaóreiðu og því er kannski eðlileg fyrsta spurning fyrir rýni: hvar á ég að byrja? Byrjum hér: Við erum stödd í bíóhúsi, á fyrstu Hollywood-stórmyndinni eftir kóf, og ein aðalpersónan þarf að vera með grímu – af því skyndilega er heimurinn orðinn svo öfugsnúinn að engu er hægt að treysta lengur. […]