Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]
Svetlana Aleksíevítsj

Ferðin til Tsjernobyl
3. mars 2022
Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]
Hljóðskrá ekki tengd.
“Skýið var kolsvart… Svo kom steypiregn…”
1. mars 2022
„Kjarnorkuváin eyðilagði æsku mína“ segir þýðandinn Gunnar Þorri Pétursson í viðtali við Kristján Guðjónsson á Rúv. Kjarnorkuváin var líka altumlykjandi í minni bernsku. Ég var þrettán ára árið 1986 og man í apríl þegar Evrópa og heimurinn allur fór á…
Hljóðskrá ekki tengd.