Hér má skoða fjölda stikla nýrra heimildamynda sem sýndar verða á Skjaldborg 2023. Hátíðin stendur yfir um hvítasunnuhelgina 26.-29. maí næstkomandi.
Stiklur

[Stikla] Heimildamyndin HORFINN HEIMUR frumsýnd 27. apríl í Bíó Paradís
Heimildamynd Ólafs Sveinssonar, Horfinn heimur, er um þær sláandi breytingar sem urðu á hálendinu kringum Snæfell með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar.

[Stikla] Þáttaröðin AFTURELDING hefst á páskadag á RÚV
Afturelding er ný íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Fyrsti þátturinn fer loftið á páskadag.

[Klippa] Heimildamyndin SKEGGI eftir Þorstein J. sýnd á RÚV
Fyrri hluti heimildamyndarinnar Skeggi eftir Þorstein J. Vilhjálmsson verður sýnd á RÚV sunnudaginn 26. mars. Seinni hluti verður sýndur viku síðar.

[Stikla, plakat] ÓRÁÐ væntanleg 31. mars
Hrollvekjan Óráð, fyrsta bíómynd Arrós Stefánssonar, er væntanleg í bíó 31. mars. Stikla myndarinnar er komin út.

[Stikla] ARFURINN MINN kemur í Sjónvarp Símans 5. apríl
Þáttaröðin Arfurinn minn er væntanleg í Sjónvarp Símans 5. apríl. Þetta er óbeint framhald þáttanna Jarðarförin mín og Brúðkaupið mitt.

[Klippa] Sölufyrirtækið Charades selur NORTHERN COMFORT
Franska sölufyrirtækið Charades mun selja nýjustu mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, á heimsvísu. Klippa úr myndinni hefur verið birt í tenglsum við heimsfrumsýningu myndarinnar á South by Southwest (SXSW) hátíðinni í Austin, Texas …

[Stikla] VOLAÐA LAND, íslensk stikla
Volaða land eftir Hlyn Pálmason verður sýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi frá 10. mars næstkomandi. Íslensk stikla myndarinnar er komin út.

[Stikla] VOLAÐA LAND nú í sýningum í Bandaríkjunum
Bandaríska útgáfu af stiklu kvikmyndarinnnar Volaða land eftir Hlyn Pálmason má skoða hér.

[Stikla] Heimildamyndin ATOMY frumsýnd 25. janúar
Heimildamyndin Atomy eftir Loga Hilmarsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 25. janúar.

[Stikla, plakat] Ný stikla NAPÓLEÓNSSKJALANNA
Út er komin ný stikla úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson. Myndin verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári.

[Stikla] JÓLAMÓÐIR frumsýnd 26. desember
Ný kvikmynd, Jólamóðir, verður frumsýnd í Sambíóunum 26. desember. Hér er stikla myndarinnar.

[Stikla, plakat] NAPÓLEONSSKJÖLIN frumsýnd í lok janúar
Stikla kvikmyndarinnar Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson er komin út. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason og verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári.

[Stikla] JARÐSETNING: Glæstar vonir rifnar niður í Lækjargötu
Anna María Bogadóttir arkitekt ræðir við Víðsjá á Rás 1 um heimildamyndina Jarðsetning sem fjallar um niðurrif Iðnaðarbankahússins við Lækjargötu 12 í Reykjavík. Myndin er nú í almennum sýningum í Bíó Paradís.

[Stikla, plakat] VILLLIBRÁÐ frumsýnd 6. janúar
Stikla kvikmyndarinnar Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur hefur verið opinberuð. Myndin kemur í bíó 6. janúar næstkomandi.

[Stikla, plakat] Sýningar hefjast á heimildamyndinni BAND
Sýningar hefjast í dag á heimildamyndinni Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

[Stikla] Á FERÐ MEÐ MÖMMU eftir Hilmar Oddsson heimsfrumsýnd á Tallinn hátíðinni 19. nóvember
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi 19. nóvember. Frumsýning á Íslandi verður í febrúar næstkomandi.

[Stikla] Hlátur, grátur og kulnun í fimmtu syrpu VENJULEGS FÓLKS
Fimmta syrpa þáttaraðarinnar Venjulegt fólk kemur í Sjónvarp Símans Premium 27. október.

[Stikla] Heimildamyndin TÍMAR TRÖLLANNA eftir Ásdísi Thoroddsen frumsýnd 3. nóvember
Heimildamyndin Tímar tröllanna eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís 3. nóvember.

[Stikla] SUNDLAUGASÖGUR í bíó frá 5. október
Heimildamyndin Sundlaugasögur eftir Jón Karl Helgason verður sýnd í Bíó Paradís frá 5. október.

[Stikla] SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN lokamynd RIFF
Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins verður lokamynd RIFF í ár. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006.

[Stikla] Sigurjón Sighvatsson frumsýnir leikstjórnarfrumraun sína EXXTINCTION EMERGENCY á RIFF
Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildamynd hans Exxtinction Emergency verður frumsýnd á RIFF sem hefst í lok september.

[Stikla] IT HATCHED frumsýnd 9. september
Hrollvekjukómedían It Hatched eftir Elvar Gunnarsson verður frumsýnd í Laugarásbíói 9. september.

[Stikla] ABBABABB kemur í bíó 16. september
Stikla kvikmyndarinnar Abbababb eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur er komin út. Myndin kemur í kvikmyndahús Senu 16. september.

[Stikla] SVAR VIÐ BRÉFI HELGU væntanleg í byrjun september
Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september. Stikla myndarinnar var opinberuð í dag.

[Stiklur] Karl Óskarsson stýrir myndatöku á tveimur þáttaröðum fyrir BBC og Netflix
BBC serían kallast Cheaters og fór í sýningar nýlega. Netflix þættinir heita Man vs. Bee og fer Rowan Atkinson með aðalhlutverkið. Þeir verða frumsýndir í lok vikunnar.

[Stikla] Þáttaröðin QUEEN eftir Árna Ólaf Ásgeirsson væntanleg á Netflix
Þáttaröðin Queen kemur á Netflix næsta fimmtudag. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Hann skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í fyrravor.
…

[Stikla, plakat] ÞROT frumsýnd 20. júlí
Glæný stikla úr kvikmyndinni Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar var afhjúpuð í dag ásamt plakati og frumsýningardegi. Kvikmyndir.is greinir frá.

[Stikla] BEAST eftir Baltasar Kormák með Idris Elba frumsýnd 19. ágúst
Beast, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd 19. ágúst næstkomandi. Stikla myndarinnar er komin út.

[Kitla] VOLAÐA LAND frumsýnd á Cannes 24. maí
Kitla kvikmyndar Hlyns Pálmasonar, Volaða land, er komin út. Myndin verður frumsýnd á Cannes hátíðinni 24. maí.