Eftirréttir

Punkturinn yfir i-ið

26. júlí 2020

Ég er nú ekkert oft með eftirrétti – sjaldan fyrir mig eina og ekkert alltaf þegar ég er með fjölskylduna í mat, eða hluta hennar. Dóttirin, tengdasonurinn og dótturdóttirin komu í mat áðan og ég hafði reyndar gert vanillu-döðluís sem ég bauð þeim en þau afþökkuðu öll, búin að fá ríflega fylli sína af paellunni […]

Hljóðskrá ekki tengd.
asískt

Lambahakk (fyrst ég átti ekki geitahakk)

24. júlí 2020

Ég er búin að vera í svo miklu skapi fyrir litríkan mat þessa vikuna því að litir skipta vissulega máli, bæði fyrir lundina og lystina. Ekki veitir nú af á þessu skrítna ári 2020, sem verður þó þrátt fyrir allt alls ekki alslæmt. Og af því að það er föstudagur og ég átti lambahakk sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
bökunarkartöflur

Rambó og Stilton

23. júlí 2020

Þegar mig langar í eitthvað einfalt og gott og ódýrt (oftast) sem ekki þarf að eyða miklum tíma í en má samt alveg taka sinn tíma að elda, þá baka ég mér stundum kartöflu. Eina væna bökunarkartöflu og set einhverja fyllingu í hana, létta eða matarmikla eftir því hvernig á stendur. Reyndar gerði ég þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
apríkósur

Apríkósur, camembert og basilíkusprettur

22. júlí 2020

Ég er að elda litríkan mat þessa dagana. Og fallegan, finnst mér. Af því að það skiptir mig máli að maturinn gleðji augun rétt eins og bragðlaukana. Hann verður girnilegri og maður nýtur hans betur og ég er ekki frá því að hann bragðist betur. Auðvitað er bragðið nákvæmlega það sama, maður myndi ekki finna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
graskersfræ

Sumarið er grænt

20. júlí 2020

Ég eignaðist slatta af sprettum um helgina. Ef þið eruð ekki klár á hvað það er, þá eru sprettur mjög ungar kryddjurta- og grænmetisplöntur, bara fáein lítil blöð hver, sem mér finnst mjög gaman að nota í matargerð – stundum bara sem skraut því að þær lífga sannarlega upp á flestan mat, stundum sem krydd […]

Hljóðskrá ekki tengd.