Bækurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju eftir Martin Widmark og Helenu Willis eru núna orðnar sjö og nýjasta bókin sem hefur komið út á íslensku heitir Skólaráðgátan. Bækurnar eru gríðarlega vinsælar í heimalandinu Svíþjóð og hafa verið kvikmyndaðar og færðar yfir á leikhúsfjalirnar. Widmark er mjög afkastamikill barnabókahöfundur og Willis hefur myndlýst fjölda bóka og fengið mest […]