Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]
Sovétríkin

KVIFF 10: Upphitun fyrir helför
„Það eru engir minnisvarðar við Babi Jar,“ orti Yevgeny Yevtushenko í kvæði sínu um Babi Jar, tuttugu árum eftir að 33.771 gyðingum var slátrað þar á tveimur dögum í lok september 1941. Eitthvað sem honum og öðrum þótti til marks um skeytingarleysi sovéska yfirvalda um atburðina. Babi Jar er gil nokkuð rétt hjá Kænugarði, mætti […]

Valdarán, Norður-Kórea og geimhundurinn Laika
Árið er 1948 og við erum stödd í Vín eftirstríðsáranna. Bókin heitir Valdaránið í Prag, The Prague Coup, en titillinn er villandi að því leyti að við komumst ekki til Prag fyrr en í blálokin. Vín er ennþá í sárum eftir stríðið, skipt upp á milli bandamanna. Þar býr Elizabeth Montagu, sem er sögumaður okkar […]

1989-börnin gerast tímavillt
Það er 1. október 1989. Við erum stödd í gömlu Sovétríkjunum, þar sem ungur piltur blikkar unga stúlku í sundi. Það er rómans í loftinu á meðan miðaldra konur gera leikfimiæfingar í lauginni, en þegar stúlkan stingur sér til sunds fara óvæntir atburðir að gerast. Nánar tiltekið: þrátt fyrir að vera alls ekki ófrísk þá […]