Árið 2004 gerðist nokkuð sem ætti að kallast heimssögulegur viðburður. Páfinn í Róm, leiðtogi kaþólikka, hélt sameiginlega messu með patríarkanum í Konstantínópel, leiðtoga réttrúnaðarkirkjunnar. Þar fóru þeir saman með trúarjátninguna á forngrísku. Þe…
Skáldsögur
Saga býflugnanna
Það var með nokkurri eftirvæntingu sem ég hafði beðið eftir Sögu býflugnanna eftir Maju Lunde. Lunde hefur síðustu árin unnið að því að skrifa loftslagsfjórleik og er Saga býflugnanna fyrsta bókin í þeirri seríu. Áður hefur komið út bókin Blá í íslensk…
Hvítt haf – Hið skrifaða og hið ósagða
Roy Jacobsen var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík vorið 2019 og á sama tíma kom út fyrsta bókin í þríleik hans um fjölskylduna á Barrey við strendur Noregs, Hin ósýnilegu. Erna Agnes skrifaði stutta umfjöllun um bókina á sínum tíma og endar umfjöllu…
Náttúruhamfarir, einangrunarstefna og myrk framtíðarsýn
Sendiboðinn er önnur bók Yoko Tawada sem kemur út í áskrifarseríu Angústúru. Í fyrra kom út bókin Etýður í snjó sem Lilja Magnúsdóttir rýndi í fyrir Lestrarklefann. Sendiboðinn gerist í dystópísku framtíðarsamfélagi í Japan þar sem gamall maður, Yoshir…

Stúlka, kona, öðruð
Nú hef ég lesið töluvert magn af bókum í sumar en það sem ég verð að segja að hafi verið bók sumarsins var skáldsagan Girl, Woman, Other eftir Bernardine Evaristo. Bókin vann Booker verðlaunin 2019 ásamt ógrynni annarra verðlauna. Hún er algjör metsölubók og tilnefndi meira að segja Barack Obama bókina sem bók ársins 2019. Bókina […]

Brotnir draumar sem rísa úr öskunni
Sophie Kinsella. Nafnið eitt dugir til að selja bók og þess vegna er nafn hennar sett á sem flestar bækur – sama hvort hún skrifaði þær eða ekki. Það er nær sama hvaða bók kemur út eftir hana, hún verður nær óhjákvæmilega metsölubók, þótt eflaust séu bækur hennar misgóðar eins og annara höfunda. Sophie Kinsella […]

„Þjóðarmorð er olíubrák á hafi“
Á ferðalagi um landið las ég bókina Litla land eftir Gaël Faye sem kom út í áskriftarseríu Angústúru. Bókin fjallar um ungan dreng, Gaby, sem býr í Bújúmbúra í Búrúndí. Móðir hans þurfti að flýja Rúanda þegar hún var ung, og faðir hans er franskur, en saman ákváðu þau að stofna fjölskyldu í Búrúndí. Bókin er […]

Tilfinningaþrungin og persónuleg saga
Eftir endalokin eftir Clare Mackintosh kom nýverið út í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Bókin gerist í Birmingham á Englandi og segir frá hjónunum Max og Pip Adams sem eru samhent og samkvæmt flestum mælikvörðum hamingjusamlega gift. Ungur sonur þeirra, Dylan, er þungt haldinn af langvarandi veikindum og þegar þau þurfa að taka ákvörðun um líf […]

Beðið eftir barbörunum (í vinnslu)
Nýjung hjá Unu útgáfuhúsi er bókaserían Sígild samtímaverk. Fyrsta bókin sem kemur út í seríunni er Beðið eftir barbörunum (1980) eftir nóbelskáldið J.M. Coetzee. Bókin er í þýðingu Sigurlínu Davíðsdóttur og Rúnars Helga Vignissonar. Bókin var upprunalega þýdd fyrir útvarp árið 1984 af Sigurlínu en Rúnar Helgi endurskoðaði og endurvann þýðinguna fyrir þessa prentuðu útgáfu. Bókin er hálfgjört […]

Spesdrykkir og lævseivarar
Síðustu dagar móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson kom út árið 2009 hjá Sögum útgáfu. Það sem greip í mig og færði mig að því að lesa þessa tilteknu bók var ekki sú staðreynd að höfundurinn hefur nýlega fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir nýjustu bók sína, Selta (2019), heldur var það fremur titillinn sem lét mig […]

Sumar í Finnska flóa
Ef þú ætlar að lesa eina bók í sumar þá mæli ég hiklaust með því að sú bók sé Sumarbókin eftir Tove Jansson. Bókin kemur út í fyrsta sinn á Íslandi í stórgóðri íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar, ljóðskálds. Sagan kom út á frummálinu sænsku árið 1972. Nafn bókarinnar kallar á að bókin sé lesin að sumarlagi […]

Óviljugi ferðalangurinn
Á faraldsfæti (e. The Accidental Tourist) eftir Anne Tyler kom út snemma á níunda áratugnum og vakti strax mikla athygli. Í kjölfar útgáfu var gerð samnefnd kvikmynd með William Hurt og Geenu Davis sem var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þrátt fyrir vinsældir bókarinnar og kvikmyndarinnar á níunda ártug síðustu aldar hefur bókin að miklu […]

Sitthvað um mörgæsir og menn
Í miðju samkomubanni kom út stutt skáldsaga eftir Stefán Mána hjá Sögum útgáfu. Hún ber heitið Mörgæs með brostið hjarta en hefur undirtitilinn „ástarsaga“. Stefán Máni er vinsæll rithöfundur og er þekktastur fyrir spennusögurnar sínar. Því kom svolítið á óvart að hann væri að gefa út stutta ástarsögu að vori til en hann á marga aðdáendur […]

Bókin sem vill ekki láta lesa sig – Töfrafjallið eftir Thomas Mann
Það er almennt ágæt regla að henda frá sér bókum sem manni þykja leiðinlegar. Það er allajafnan lítill tilgangur í að böðlast áfram í einhverju sem maður hefur ekki gaman af, jafnvel þótt eitthvað skemmtilegt kunni að bíða á blaðsíðu 900. Þessa reglu sveik ég þó nýlega — eða ekki svo nýlega, miðað við þann […]

Bráðsnjöll og vel skrifuð
Grikkur er önnur bókin sem Benedikt bókaútgáfa gefur út eftir Domenico Starnone, einn fremsta skáldsagnahöfund Ítala, en í fyrra kom út skáldsagan Bönd. Þetta eru bæði stutt skáldverk sem hafa notið mikilla vinsælda. Á tímabili var haldið að Starnone stæði á bakvið höfundanafnið Elena Ferrante og hefði skrifað Napolí-fjórleikinn, en einnig hefur verið haldið fram að […]

Fullt hús skemmtilegra kvenna
Mávahlátur fyrsta bók Kristínar Mörju Baldursdóttur sló í gegn þegar hún kom út árið 1995 og voru fljótlega gerð eftir henni leikrit og kvikmynd sem einnig nutu mikilla vinsælda. Ég las fyrst Mávahlátur sem unglingur en ákvað að nýta páskafríið til að endurnýja kynnin við þessa dásamlegu bók sem er alveg jafn góð, ef ekki […]

Bókamerkið: Nýlegar íslenskar skáldsögur
Hér má sjá streymið í heild sinni Fyrsti þáttur Bókamerkisins, nýs bókmenntaþáttar og samstarfsverkefni Lestrarklefans og Bókasafns Garðabæjar, fór í loftið föstudaginn 17. apríl kl. 13:00 í beinu streymi. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir penni hjá Lestrarklefanum og viðburðastjóri bókasafnsins, stjórnaði umræðum í fyrsta þættinum. Hún fékk til sín góða gesti; rithöfundinn Pedro Gunnlaug Garcia og […]
Hver drap Felix?
Dimmuborgir eftir Óttar Norðfjörð er skáldsaga sem daðrar við að vera glæpasaga. Dimmuborgir er tíunda skáldsaga Óttars sem skrifar einnig sjónvarps- og kvikmyndahandrit, og er aðalhöfundur Brots, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaraðarinnar sem framleidd er af Netflix og sýnd um allan heim og var sýnd á RÚV yfir jólin. Bókmenntarýnir er ónáðaður Sagan segir af bókmenntarýninum Elmari sem […]
Fjölbreytt mannlíf í Þingholtunum
Hús úr húsi er önnur bók Kristínar Marju Baldursdóttur og kom fyrst út árið 1997. Ég er ofboðslega hrifin af bókum Kristínar Marju og eru Mávahlátur og Karitasarbækurnar, sem við höfum áður fjallað um í Lestrarklefanum, þar fremstar í flokki. Kristínu Marju tekst alltaf að skapa áhugaverðar persónur og notalegt umhverfi. Mér líður oft eins […]