Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]
Sjónvarpsþáttur mánaðarins

Verbúðin
Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking. Við ræddum þættina til þessa, íhuguðum möguleikann á fleiri seríum og ræddum hversu sannfærandi mynd þetta væri af vestfirsku sjávarþorpi, eftir að allir […]

Survivor: Verðbúð
Frásagnarlögmál Verbúðarinnar eru hægt og rólega að skýrast. Hver þáttur er eitt ár og því útlit fyrir að þessu ljúki rétt fyrir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Svo missir einhver líkamspart í hverjum þætti og annar missir lífið – það síðara oftast vegna óhóflegrar fíknar í örvandi efni, þótt græðgin hjálpi í báðum tilfellum til. […]

Meðal róna og slordísa í Súganda
„Ef þú eyðir viku í Kína skrifarðu skáldsögu, ef þú ert í mánuð skrifarðu smásögu, ef þú ert í ár skrifarðu ljóð og ef þú ert í tíu ár skrifarðu ekki neitt.“ Þessi spakmæli gamals bókmenntakennara míns mætti kannski alveg færa yfir á Ísland með því einu að skipta Kína út fyrir landsbyggðina; hópur Reykvískra […]

Á meðan þú svafst
Lokaþætti Ráðherrans tókst að gera vel það sem hafði ávallt misheppnast fram að þessu: þátturinn virkaði þegar Benedikt var fjarverandi. Björgunaraðgerðirnar voru helvíti sannfærandi og náðu bæði að fanga ákveðna spennu en koma því samt um leið vel til skila að aðstæður væru ekki það slæmar, en svona er samt alltaf taugastrekkjandi fyrir aðstandendur sem […]

Leitin að týnda sauðnum
Eitt algengasta vandamálið við sjónvarpsseríur er að þær eru iðullega of langar. Að teygja lopann í marga klukkutíma, heila átta þætti, þýðir ósjaldan að það koma djúpar dýfur. Sem hefur sannarlega átt við um Ráðherrann. Fyrstu tveir þættirnir voru forvitnilegir, næstu tveir meingallaðir, áður en landið tók að rísa aftur í næstu tveimur – og […]

Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel
Það verður sífellt sjaldgæfara að stór hluti fólks horfi á sama sjónvarpsefnið samtímis eða með örstuttu millibili – en það gerist nú samt. Og kannski einmitt það er sportið við efni eins og Eurovision, Ófærð og Ráðherrann – oft frekar en gæði efnisins. Þessi stemning er lífæð línulegrar dagskrár, sem þýðir líklega að hún gæti […]

Forsætisráðherrann gegn kerfinu
Þessi umfjöllun er um fimmta þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. „Ráðherrann í sjónvarpsþáttunum er einskonar Anti-Trump. Allt sem honum dettur í hug að gera væri eitur í beinum Trumps. En þeir eru líkir í því að þeir gera og segja hvað sem þeim dettur í hug á hverri stundu, hundsa alla aðra enda hafi þeir […]

Gamla kærastan í vélinni
Þessi umfjöllun er um fjórða þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. Guð í vélinni, deus ex machina, var skáldskapartrix sem var svo ofnotað í Grikklandi til forna að hugtakið varð fljótlega að hinu mesta hnjóðsyrði og til marks um letileg skrif. Samt dúkkar það alltaf við og við upp kollinum ennþá – og sjaldnast til bóta. […]

Raunveruleikinn leysir fantasíuna af hólmi
Þessi umfjöllun er um þriðja þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. Ég átti nokkrar forvitnilegar samræður eftir fyrstu rýnina um Ráðherrann. Einn benti á að lingóið og orðræða bæði Benedikts og aðstoðarkonu hans, sérstaklega Twitter-dæmið (sem virðist svona að mestu gleymt í þriðja þættinum) hafi verið afskaplega í ætt við Bjarta framtíð sáluga. Sem er hárrétt […]

Fantasían í stjórnarráðinu
Þessi umfjöllun er um fyrstu tvo þætti Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. Það er hægt að fara ýmsar leiðir að því að gera skáldskap um stjórnmál. Það er hægt að reyna að gera hann raunsæan – sem kallar vitaskuld alltaf á að sumum flokkum mun finnast skáldskapurinn raunsær og öðrum ekki, eftir hversu vel þeir […]

1989-börnin gerast tímavillt
Það er 1. október 1989. Við erum stödd í gömlu Sovétríkjunum, þar sem ungur piltur blikkar unga stúlku í sundi. Það er rómans í loftinu á meðan miðaldra konur gera leikfimiæfingar í lauginni, en þegar stúlkan stingur sér til sunds fara óvæntir atburðir að gerast. Nánar tiltekið: þrátt fyrir að vera alls ekki ófrísk þá […]

Ameríski tígrisdýradraumurinn
Það eru tvöfalt fleiri tígrisdýr í einkaeign í Ameríku en ganga laus í heiminum. Það er sú sturlaða staðreynd sem liggur á bak við The Tiger King, Netflix-seríuna sem hefur gert allt brjálað í þessu kófi. Þættirnir fjalla þó miklu frekar um fólkið á bak við tígrisdýrin – og framan af væri eiginlega meira réttnefni […]