Við ætlum að leggjast í landafundi um lendur myndasögunnar næstu vikurnar og skoða mannkynssögu síðustu 250 ára eða svo í gegnum nokkrar vel valdar myndasögur. Og við byrjum bókstaflega á landafundum sjálfum, á leitinni að Suðurálfu. Ástralía var einu sinni hulduland, óþekkt sunnanland. Meira en þúsund árum áður en vestrænir menn fundu Ástralíu voru uppi […]
San Fransisco

Hústökumenn uppavæðingarinnar
16. maí 2021
Því að tala um tónlist hefur stundum verið líkt við að dansa um arkitektúr. En það er að sumu leyti gert í myndinni Síðasti blökkumaðurinn í San Fransisco. Þetta er kvikmynd um arkiektúr, jafnvel úr arkitektúr. Strax í byrjun, löngu áður en manni vitrast umfjöllunarefni myndarinnar, tekur maður eftir hvernig myndin rammar húsin inn og […]
Hljóðskrá ekki tengd.

Ljóðahundur skoðar stórborgina
27. febrúar 2021
Þegar rigningin ber á strætunum fyrir neðan gluggann hugsa ég um Ferlinghetti. Þessa ótrúlega seiðandi kápu, sem ég finn og skoða í fyrsta skipti í mörg, mörg ár og átta mig á að þarna er engin rigning. Upplýstar byggingarnar minna mig samt á regnið, hvernig það speglar borgarljósin. Og þvílíkt nafn! Ferlinghetti! Lawrence Ferlinghetti, fæddur […]
Hljóðskrá ekki tengd.