Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) ræddu við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um þáttaröðina Aftureldingu, en sýningar hefjast á páskadag á RÚV.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) ræddu við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um þáttaröðina Aftureldingu, en sýningar hefjast á páskadag á RÚV.
Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2022.
Ný íslensk leikin þáttaröð, Randalín og Mundi: Dagar í desember, hefur göngu sína 1. desember á RÚV. Þættirnir verða á dagskrá daglega til og með 24. desember, enda svokallað jóladagatal.
Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðardagskrárstjóra RÚV og tekur formlega til starfa 1. september.
Þarf að hafa breiða þekkingu á dagskrárefni og framleiðslu. Um er að ræða faglega umsjón og samstarf við dagskrárstjóra um innkaup og framleiðslu á heimildaefni, fræðslu og menningarefni.
Þegar afrískt fólk var hneppt í þrældóm og sent til Ameríku var það svipt menningu sinni. Þrælahaldarar vönduðu sig við að halda fólki sem þekktist eða talaði sama tungumál aðskildu. Þannig var auðveldara að berja niður alla andspyrnu. Fólkið var svipt nöfunum sínum. Við vitum sjaldnast hvað það hét áður en því var rænt og … Halda áfram að lesa: Nafnið skiptir máli
Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hefst á RÚV á páskadag. Stikla verksins er komin út.
Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking. Við ræddum þættina til þessa, íhuguðum möguleikann á fleiri seríum og ræddum hversu sannfærandi mynd þetta væri af vestfirsku sjávarþorpi, eftir að allir […]
Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2021.
Ísland: bíóland, þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma, er nú fáanleg á streymisveitunni Uppkast.
Smyglið fagnar nýju ári með að dusta af sjónvarpstækinu og hefja nýja sjónvarpsþáttaröð. Heiða Eiríksdóttir, Benedikt Erlingsson og Gunnar Hrafn Jónsson litu við í betri stofu Menningarsmyglsins og ræddu kvikmyndina Don’t Look Up við ritstjóra Smyglsins. Þar að auki var rætt stuttlega um Himininn yfir Berlín, þáttaröðina Kalifat, makedónskar kvikmyndir á borð við Honeyland og […]
Þriðja syrpa Ófærðar hefur göngu sína á RÚV sunnudagskvöldið 17. október. Stikla þáttanna er komin út.
Ah, Karlovy Vary, hvað ég hef saknað þín! Ég hélt upp á afmælið með því að fara á kvikmyndahátíð í fyrsta skipti í meira en ár og til Karlovy Vary í fyrsta skipti í meira en tvö ár – og þetta gerðist allt fyrir sléttum tveim vikum – þetta er Karlovy Vary á plúsnum, með […]
RÚV hefur kynnt væntanlega vetrardagskrá sína í nýrri stiklu. Meðal efnis í vetur verða þrjár íslenskar þáttaraðir, Verbúð, Vitjanir og þriðja syrpa Ófærðar.
Fyrsti þáttur af Ljóðamála á almannafæri fer í loftið klukkan 20.30 á N4 í kvöld, þriðjudagskvöld. Því er rétt að kynna skáld og leikstjóra kvöldsins stuttlega til leiks. Kári Liljendal Hólmgeirsson leikstýrir fyrsta ljóðamyndbandinu á Ljóðamála þetta árið. Hann nam kvikmyndagerð í New York Film Academy og er núna tækni- og útsendingarstjóri hjá N4 og […]
Á vefnum Kvikmyndir.is má sjá hvaða íslenskar kvikmyndir eru fáanlegar innanlands á hinum ýmsu efnisveitum.
Trine Dyrholm mun fara með titilhlutverkið í sjónvarpsseríunni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem hann skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson. „Það stefnir í að upptökur geti hafist í Reykjavík næsta vor á Dön…
Sjónvarpsmyndin Sóttkví verður sýnd á páskadag, 4. apríl, á RÚV. Reynir Lyngdal leikstýrir eftir handriti Birnu Önnu Björnsdóttur og Auðar Jónsdóttur. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson fara með…
Ný stikla þáttaraðarinnar Ísland: bíóland er komin út og má skoða hér. Þættirnir hefja göngu sína á RÚV sunnudaginn 14. mars.
Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.
Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2020.
Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en Klapptré sagði fyrst frá slíkum fyrirætlunum 2014.
Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda í nýjum þjónustusamningi við RÚV lækka en skerpt er á skilgreiningu hugtaksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
T…
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Í samningnum segir meðal annars að RÚV skuli verja 12% af innheimtu útvarpsgjalds til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjál…
Gullregn Ragnars Bragasonar verður sýnd í þremur hlutum á RÚV frá nýársdegi og með ýmsu efni sem ekki var í kvikmyndinni.
The post GULLREGN sýnd í þremur hlutum á RÚV first appeared on Klapptré.
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.
The post Þrjár íslenskar kvikmyndir í sjónvarpi yfir jólin first appeared on K…
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.
The post Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3 first appeared on Klapptré….
Bára Huld Beck skrifar ítarlega fréttaskýringu í Kjarnann um ágreining Fjölmiðlanefndar og RÚV varðandi skilgreininguna á því hvað teljist sjálfstæður framleiðandi og hvað ekki hjá RÚV. Hér verður gripið niður í grein Báru.
The post Sjónarmið RÚV að sk…
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir fyrirsjáanlegt að draga þurfi saman í dagskrárgerð og fréttaþjónustu RÚV á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framlög til RÚV verði skorin niður um 6,5% í fjárlagafrumvarpinu 2021 og að auki gerir RÚV ráð fyrir minni a…
Fjölmiðlanefnd gerir alvarlegar athugasemdir við það háttalag Ríkisútvarpsins á starfsárinu 2018 að skilgreina greiðslur til verktaka sem greiðslur til sjálfstæðra verktaka. Fjallað er um þetta á mbl.is: Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið e…