9. kafli – Pabbi fer á kostum Brot úr bókinni Háski, lífshætta á Spáni eftir Árna Árnason. Kemur út hjá Bjarti. Birt með leyfi höfundar. Eftir morgunmat daginn eftir var stefnan tekin á Waterworld sem er ótrúlega skemmtilegur vatnsrennibrautaga…
Rithornið
Sýnishornið: Kallmerkin
Kallmerkin Eftir Sigrúnu Björnsdóttur alla ævi hef ég horft til þín hálfan eða heilan beðið eftir að þú kastaðir til mín logandi himinbolta einu uppljómuðu orði á meðan dundu þau á mér kallmerkin veik og sterk í beljandi staðreyndahríð og ég breytti …
Rithornið: Brúnn Volvo
BRÚNN VOLVO Eftir Stefaníu dóttur Páls við geystumst áfram á gömlum Laplander sætin voru hrjúf eins og gæran af kind eða eldhúsbekkurinn hennar ömmu þú sperrtir dúk yfir stálgrind hver þarf stálboddí og bílbelti þegar við höfum hvort anna…
Rithornið: Frost
Frost Eftir Láru Magnúsdóttur Ég er með frosinn heila, Því verð ég að deila, Öllu sem kemur, Áður en það lemur, Mig í beint trýnið, Það er sko grínið, Að þóknast öllum, Konum og köllum, Að vera eitthvað annað, Því annað er bannað. A…
Rithornið: Glæpasaga í vinnslu
Kafli 1 (Úr glæpasögu í vinnslu eftir Hugrúnu Björnsdóttur) Elísabet hrekkur við. Hún heyrir einhvern segja nafnið sitt og er samstundis toguð upp úr djúpum hugsunum sínum. Það rennur upp fyrir henni að hún er búin að stara út um gluggann við hl…
Krakkahornið: Geimveran
Geimveran Eftir Katrínu Lilju Jónsdóttur „Hvað í…“ tautaði Elías við sjálfan sig á meðan hann prófaði að stinga símanum aftur í samband. Hann vildi ekki hlaða sig og batteríið var næstum alveg tómt. Af einhverri ástæðu hafði síminn ekkert …
Krakkahornið: Ein heima
EIN HEIMA eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur Ég er í fyrsta skipti ein heima. ALEIN. Engin mamma. Enginn pabbi. Bara ég og húsið. Ég er búin að bíða tækifæris í svo langan tíma, bíða og bíða. En loksins er stundin komin, ég er ein heima í heilan da…
Rithornið: Sjálfsmynd
Sjálfsmynd ég lýt höfði þunglega eins og hár mín tilheyrðu tröllkonu í dögun og vorstormur þessi arfur vetrarmyrksins hvílir yfir mér á úlnliðnum klofnar ísúr í tvennt glerhaf tímans með óblasnar leifar af uppeldissvörfum ný…
Rithornið: Dóttir hafsins
Kona um nótt Forkafli úr Dóttir hafsins sem kemur út í september 2020 hjá útgáfunni Björt. Eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur Rannveig gat ekki verið þarna stundinni lengur. Hún varð að komast burt og það strax. Hún tók á rás út úr stofunni…
Krakkahornið: Pippa og rykhnoðrarnir
Pippa og rykhnoðrarnir Eftir Ellen Ragnarsdóttur Pippa nennti ekki að taka til. Jafnvel þótt varla sæist í gólfið í herberginu hennar fyrir skítugum fötum og leikföngum sem lágu eins og hráviði út um allt. Satt best að segja leið henni ágætlega í öllu …

Krakkahornið: Amma Engill
Amma Engill Eftir Sigríði Örnólfsdóttur Amma var orðin gömul og líkaminn hennar lasinn. Hún gat ekki lengur gert jafn margt og áður. Eins og að fara í göngutúr í góðu veðri af því henni var svo illt í fótunum. Svo einn góðan veðurdag dó hún bara. Áður var hún búin að segja öllum börnunum sem […]

Rithornið: Óreiða
Óreiða Eftir Rakel Þórhallsdóttur Ég blikkaði augunum og virti fyrir mér áhyggjufullan vangasvip hennar á meðan hún talaði. Hún leit til skiptis á svartan kaffibollann og mig. Um hvað var hún eiginlega að tala? Alveg síðan ég man eftir mér hafði samband okkar tveggja verið mitt helsta forgangsatriði. Ég vissi vel hvað ég hafði […]
Krakkahornið: Soffía kynnist nýju fólki
SOFFÍA KYNNIST NÝJU FÓLKI Eftir Guðbjörgu Árnadóttur og Járngerði Þórgnýsdóttur. STELPAN Í LYFTUNNI Soffía er nýflutt í risastórt hús með mömmu sinni og pabba. Þetta er blokk með 12 hæðum, segir pabbi. Soffía horfir upp eftir þessu húsi sem er fullt af gluggum með alls kyns gardínum og blómum í gluggakistunum. Dálítið yfirþyrmandi finnst henni. Hún fær […]

Rithornið: Legolas í Hellisgerði
Legolas í Hellisgerði Eftir Val Áka Svansson „Er ekki Legolas álfur?“ spurði Elísa, tvíburasystir Nonna, mig þegar ég kom í heimsókn til hans einn dag eftir skóla. Áður en ég gat svarað spurningunni sagði hún: „Komdu aðeins inn í herbergi. Þú veist svo mikið um allskonar, ég á að gera ritgerð um álfa og […]

Rithornið: Heimsóknin
Heimsóknin Byrjun á lengra verki Eftir Vigni Árnason Vindurinn feykir hettunni minni niður um leið og ég stíg út úr bílnum. Ég þori ekki að leggja bílnum fyrir framan hjá honum Kára því mér líður eins og að Jón gæti komist að því. Í stað þess legg ég á yfirgefnu bílastæði skammt frá húsinu […]

Rithornið: Grár og Þvottur
Grár Ég hef setið ótal sinnum og beðið eftir þér Heiðin speglast í tjörninni Óðinshanar dugga sér til og frá Stundum er eins og þeir ruglist, stefnulaust dugga dugg í enga átt ég sé gárur á vatninu sem eru óútskýrðar Líkt og þar undir sértu velta þér í uppstreyminu frá lindunum Mér finnst […]

Rithornið: Klemma
Klemma Eftir Sigríði Helgu Jónasdóttur Það var eins og hjartað í mér væri að springa. Lungun réðu engan veginn við áreynsluna og mér leið eins og ég væri að kafna en ég hljóp samt áfram. Ég var óstöðvandi þrátt fyrir að vera ekki mikill hlaupari og feitari en hinir krakkarnir í bekknum. Ég hafði […]

Rithornið: Staðgengill
Staðgengill Gýtur augum á útsaumaðan hjörtinn efst í stigaganginum tignarleg krónan fylgir henni álútri en einbeittri upp rósalögð þrepin þar sem hún dregur á eftir sér fagursveigða hlyngrein í blóma sem óvænt illviðrið braut frá stofni býr um kvistinn sinn í rökkrinu undir fiðri og dún kúrir svo vængjuð laufin umfaðma hana […]

Rithornið: Úthverfablús
Brot úr ljóðabókinni Úthverfablús Eftir Sjöfn Hauksdóttur 1. maí Skvísaður upp á nýjum sumardekkjum, umhverfisvænni en rétt áðan, þó tæplega, keyrir nettur fólksbíllinn niður ólétta konu og kolefnisjafnar þannig tilvist sína Sumar Það er ekki einu sinni sól en henni var spáð fjandinn hafi það og það er næstum 11 stiga hiti svo við sitjum […]

Rithornið: Ferðalag vorlaukanna
Ferðalag vorlaukanna Eftir Tómas Zoëga Einn áhugaverðasti viðburður ársins á sér stað á vorin. Þetta er viðburður sem margir kannast við en flestir missa af; ferðalag vorlaukanna. Þegar apríl gengur í garð er sólin komin svo hátt á loft að svellbunkar vetrarins eru horfnir. Víðast hvar er frost farið úr jörðu og rigning tekin […]

Rithornið: Eftir flóðið
Eftir flóðið Eftir Janus Christiansen Vegna stöðugra stríðserja mannkyns og ótal annarra synda ákváðu guðirnir að halda guðaþing á himnum og gera eitthvað í málunum í eitt skipti fyrir öllu. Ýmsar hugmyndir voru reifaðar. Þór hóf hamarinn sinn á loft og sagðist geta greitt Jörðinni eitt bylmingshögg og þyrlað mannkyninu upp í loft eins […]

Rithornið: Þykjustuást
Þykjustuást Eftir Gunnhildi Jónatansdóttur I Nóttin er hvít og ilmar af fögrum fyrirheitum um viðþolslausa hamingju og glænýja eftirsjá. Þær eru tvær í slagtogi gegn heiminum og skora á hann að skemmta þeim. Þær eru ungar, enn hefur veröldin ekki valdið þeim varanlegum vonbrigðum, enn hafa þær ekki verið fjötraðar af lífinu. Einhvers staðar […]

Rithornið: Verslunarmannahelgin
Verslunarmannahelgin Eftir Ísak Örn Regal Mamma hans og pabbi voru löngu farin að sofa. En strákurinn var ekki þreyttur. Hann sat glaðvakandi uppí jeppa pabba síns og hlustaði á tónlist dynja úr græjunum. Þetta var á Verslunarmannahelgi, og það örlaði allt af lífi á tjaldsvæðinu. Það voru allir uppteknir við eitthvað, nema strákurinn. En […]

Rithornið: Eyja
Eyja Eftir Jennýju Kolsöe Hún hét Eyja, konan sem fikraði sig eftir illa lýstri götunni í átt að bryggjunni. Það var haustnótt, dimmt yfir bænum og tunglið óð í skýjum. Hún var klædd svartri ökklasíðri ullarkápu með svarta leðurhanska og svartan ullarklút bundin þétt um höfuðið með stórum hnút undir hökunni. Höfuð hennar ofurlítið […]

Rithornið: Unglingaherbergið
unglingaherbergið manstu þegar ég sagði þér að ég hefði heimsótt nektarströnd í Berlín að ég hefði baðað mig í sólinni […]

Rithornið: Vetrarkvöld í Reykjavík
Vetrarkvöld í Reykjavík Eftir Einar Leif Nielsen Skólavörðustígur var tómur. Þar var ekki að sjá manneskju eða bíl frekar en hund eða kött. Það var eins og að allt kvikt hefði ákveðið að yfirgefa Reykjavík sem var skiljanlegt. Hvers vegna að hanga í skafrenningi og hagléli þegar að sólarströnd var einungis í nokkra metra í […]

Rithornið: Sumardagurinn fyrsti & Söluturn
Sumardagurinn fyrsti Gul innkaupakerra tekur á rás yfir bílaplanið við Bónus einhvern veginn skröltir hún af stað í tilviljanakenndri gjólunni og nemur loks staðar með tilþrifalitlum dynk á algengum smábíl Líkast ljóði stendur tíminn í stað eitt stundarkorn meðan tilveran riðlast á hanskaklæddri konu sem í örvinglaðri tilraun til að hafa áhrif á gang sögunnar […]
Rithornið: Ferðin
Ferðin Tvö börn lögðu af stað í ferð glöð og eftirvæntingarfull leið okkar lá um grösuga dali og gróðursnauð fjöll í góðviðri, stormi og glórulausri þoku við sátum veislur og sultum dönsuðum, dottuðum og duttum í lukkupott áttum lífíð í hvort öðru með hvort öðru og það var stundum gott áttum börn og buru 1, […]