Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki. Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur […]
Rakel Helmsdal
Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese
Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á […]
Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!
Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – […]
Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese
Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú […]
Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark
Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard. Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr […]
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 | Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards
Tilnefning: Þann 31. mars var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 með athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Skrímslaleikur eftir Áslaug Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal var tilnefnd til verðlaunanna […]
Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway
Skrímsli í heimsókn! Stóra skrímslið, litla skrímslið og loðna skrímslið hittu norskar fjölskyldur um síðustu helgi þegar Adele Duus frumsýndi leikþáttinn „Monsterbesøk“ sem byggður er á samnefndri bók, eftir okkur þríeykið sem höfum í sameiningu samið bókaflokkinn um skrímslin svörtu. Leikritið var flutt utandyra og skrímslin stóðu sig með prýði, þrátt fyrir óveðrið sem gekk yfir […]
Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews
Skrímsli á bak við grímur: Á vef Bókmenntaborgarinnar er ljómandi fínn bókadómur um Skrímslaleik. Þar fjallar Kristín Lilja um myndabækur sem koma út hjá Forlaginu, Dimmu og AM forlagi og lesa má hér með því að fara á síðuna Bókmenntaumfjöllun. „Myndir Áslaugar Jónsdóttur eru, eins og hinum bókunum, litríkar og skemmtilegar. Persónueinkenni hverrar persónu kjarnast […]
Skrímslin á skjánum | Monster-zoom!
Skrímslaþing: Norræna skrímslabandalagið hittist á skjánum á dögunum en auðvitað nýtum við tæknina til fulls og virðum ströngustu sóttvarnir á tímum heimsfaraldurs. Þó það nú væri. Við fögnuðum góðum umsögnum um nýju bókina okkar, Skrímslaleik, og spáðum jafnvel aðeins í framtíðina … Litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið höfðu líka eitt og annað til […]
Skrímslaleikur – bókadómur í Morgunblaði | Monster Act – a four star review
Bókadómur: Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu dómur um Skrímslaleik, nýjustu bókina í bókaflokknum um skrímslin. Þar fer Sólrún Lilja Ragnarsdóttir lofsamlegum orðum um efni og innihald: „Dularfull skrímsli. … Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Myndirnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í […]
Í leikhús með skrímslum
Lengi hefur verið beðið eftir nýrri skrímslabók á mínu heimili. Sögur af litla skrímsli og stóra skrímsli hafa farið oftar með okkur heim af bókasafninu en ég þori að telja (og lent í vanskilum eins oft…). Í haust kom út ný bók eftir samstarfsþrí…