Gestur nítjánda Leikstjóraspjallsins er Hlynur Pálmason, en nýjasta mynd hans Volaða land er nú í kvikmyndahúsum.
Ragnar Bragason

Erlingur Thoroddsen í Leikstjóraspjalli
Gestur átjánda Leikstjóraspjallsins er Erlingur Thoroddsen. Ragnar Bragason ræddi við hann um ferilinn, en Erlingur hefur nýlokið tökum á bíómyndinni Kulda.

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni
Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyn…

Þráinn Bertelsson í Leikstjóraspjalli
Gestur sextánda Leikstjóraspjallsins er Þráinn Bertelsson.

Ragnar um niðurskurðinn: Kallast á við tímabilið eftir hrun
Ragnar Bragason leikstjóri og formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra gerir niðurskurðinn hjá Kvikmyndasjóði að umræðuefni á Fésbókarsíðu sinni.

Ása Helga Hjörleifsdóttir í Leikstjóraspjalli
Gestur fimmtánda Leikstjóraspjallsins er Ása Helga Hjörleifsdóttir.

Lárus Ýmir Óskarsson í Leikstjóraspjalli
Nýjasti gestur í Leikstjóraspjalli er Lárus Ýmir Óskarsson.

Grímur Hákonarson um ferilinn og fagið
Í þrettánda þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Ragnar Bragason við kollega sinn Grím Hákonarson leikstjóra og handritshöfund.

Hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar, spjall um THE NORTHMAN
Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Ragnar Bragason, Hauk Valdimar Pálsson og Ásgrím Sverrisson um kvikmyndina The Northman eftir Robert Eggers í þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni.

The Northman
The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk. En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins […]

Benedikt Erlingsson og Ragnar Bragason í sjöunda þætti Leikstjóraspjallsins
Í sjöunda þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Ragnar Bragason við kollega sinn Benedikt Erlingsson um leikstjórn, samstarf, verk Benedikts og ýmsar aðrar hliðar fagsins.

Ragnar Bragason og Kristín Jóhannesdóttir í fimmta þætti Leikstjóraspjallsins
Í fimmta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Ragnar Bragason við kollega sinn Kristínu Jóhannesdóttur um verk hennar og feril sem og ýmsar hliðar fagsins, samskipti við upptökur, samband leikstjóra og framleiðenda og margt fleira.

Óskar Jónasson og Ragnar Bragason í þriðja leikstjóraspjallinu
Leikstjórarnir Ragnar Bragason og Óskar Jónasson spjalla saman um fagið, nálgunina, verkin og allt þar á milli í þriðja þætti Leikstjóraspjallsins.

HÉRAÐIÐ og GULLREGN tilnefndar til Arnarins, pólsku kvikmyndaverðlaunanna
Héraðið eftir Grím Hákonarson og Gullregn Ragnars Bragasonar fá báðar tilnefningu til pólsku kvikmyndaverðlaunanna sem veitt verða í maí.

Gríptu sólina
Sólin byrjar á rigningu. Gullfalleg rigning, glitrandi og ljóðrænir litir – maður sér strax að kvikmyndatökumaðurinn kann sitt fag. Þessi rómantíska stemmning er þó blekkjandi, aðeins örfáum andartökum síðar gerist það sem sprengir myndina í loft upp sem og heim allra þeirra aðalpersóna sem við eigum ennþá eftir að kynnast. Sólin er tævönsk mynd um […]

GULLREGN sýnd í þremur hlutum á RÚV
Gullregn Ragnars Bragasonar verður sýnd í þremur hlutum á RÚV frá nýársdegi og með ýmsu efni sem ekki var í kvikmyndinni.
The post GULLREGN sýnd í þremur hlutum á RÚV first appeared on Klapptré.

BERGMÁL og SÍÐASTA HAUSTIÐ keppa á Nordisk Panorama, GULLREGN til Toronto
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins á Nordisk Panorama. Gullregn Ragnars Bragasonar hefur verið valin á Toronto hátíðina.
The post