Pepe the Frog

Fílhyrningur og froskurinn sem glaðvaknaði við krufningu

28. apríl 2020

Eitt af því fyrsta sem maður lærir um brandara er að þeir séu eins og froskar – um leið og þeir eru krufnir þá drepist þeir. Þessi klisja á hins vegar aðallega við vonda brandara sem eru illa fluttir. Besti brandari í heimi afsannar þessa kenningu nefnilega rækilega, í rauninni er hann ekkert sérstaklega fyndinn […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ráðlagður dansskammtur í sóttkví

Sumar með Sufjan

23. apríl 2020

Ég þori ekki að fara alla leið og setja einhverja ógurlega sumargleði hérna inn, þá verður vafalaust skrifaður harðorður pistil um smyglið í Fréttablaðið á borð við þennan, um hvernig ómögulegt verði að virða samkomubannið með slíkri gleðibombu – þannig að setjum frekar inn eitthvað lag sem er örlítið sumar í, en ekki alltof mikið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ráðlagður dansskammtur í sóttkví

Blúsbloggið og ráðlagður jazzskammtur

20. apríl 2020

Skáld þjóðarinnar virðast nú liggja umvörpum í jazz og blús, ef marka má internetið – og það er náttúrulega það eina sem er að marka þessa dagana, það er ekki eins og maður fái að hitta fólk og bréfdúfurnar eru komnar í verkfall sökum smithættu, eftir að þær fréttu af smituðu tígrisdýrunum í New York. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
hipsumhaps

Palli var einn í heita pottinum

18. apríl 2020

Sundhöllinn, 15 mars. Það var búið að tilkynna samkomubann frá og með næsta miðnætti og ég fór í íslenska sundlaug í fyrsta skipti á þessu ári. Fór í pottana, þessa gömlu, og þar var einn kall. Samkvæmt óskrifuðum samskiptareglum fyrir kóf átti maður auðvitað að fara í sama pott – en skyndilega var orðin sjálfsögð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Föstudagslagið

Dansaðu við reiðina

17. apríl 2020

Það eru erfiðir tímar, fordæmalausir tímar – en samt eru allir ennþá að segja þér að vera hress. Vera pródúktívur í kófinu, finna innri gildi og innri frið – þú þekkir þetta. Kannski virkar þetta meira að segja suma daga. En suma daga, suma daga verður maður bara reiður. Og verður að vera reiður, á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Færeyjar

Færeyska kófóperan um að vaska hendur

13. apríl 2020

Það er vissulega snúið að meta hvaða þjóðir hafa staðið sig best í að takast á við kófið mikla – en það er hins vegar alveg ljóst að Færeyingar eru að rústa Íslendingum þegar kemur að opinberum kófslögum. Íslendingar fóru útjöskuðustu og algengustu leiðina með því að semja nýjan texta við gamalt lag og safna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hindi Zahra

Stattu upp og dílaðu við kófið

12. apríl 2020

Stattu upp, á hnjánum, á fótunum. Ég er að hlusta á Stand Up með Hindi Zahra og þetta hljómar dálítið eins og morgunleikfimi, nema röddin er alveg laus við allan óþolandi hressleika, hér er miklu frekar skemmtileg blanda af leikandi léttleika, táli og sorg, með fallega módernískum austrænum takti og fallegu hummi. Morgunleikfimi fyrir okkur […]

Hljóðskrá ekki tengd.