Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari, menningarritstjóri, rithöfundur og kennari fæddur árið 1966. Hann er búsettur í Reykjavík en ólst upp í Keflavík og gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einar fór snemma að fást við ljósmyndun og var kominn í öflugt lið ljósmyndara Morgunblaðsins um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Meðfram störfum sínum sem fréttaljósmyndari lauk Einar […]
Proust-prófið

Proust-prófið: Anna Margrét Björnsson
Anna Margrét Björnsson er menningarblaðakona, rithöfundur og tónlistarkona, fædd árið 1972 í Stokkhólmi. Hún varði fyrstu árum sínum í sænsku höfuðborginni en ólst einnig upp í Lundúnum, Bonn og í Reykjavík. Anna stundaði háskólanám við University College í Lundúnum en þaðan lauk hún prófi í enskum bókmenntum. Hún hefur starfað sem blaðakona í rúma tvo áratugi, […]

Proust-prófið: Halldór Armand
Halldór Armand Ásgeirsson er rithöfundur og pistlahöfundur sem er allajafna búsettur í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Hann er fæddur árið 1986, gekk í MH og fór í lögfræði í Háskóla Íslands að stúdentsprófi loknu. Á námsárunum starfaði hann sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og skrifaði þá einnig leikritið Vakt sem var sýnt í leikhúsinu Norðurpólnum árið 2010. […]
Proust-prófið: Guðrún Sóley Gestsdóttir
Guðrún Sóley Gestsdóttir er sjónvarpskona, menningarblaðakona og rithöfundur úr Reykjavík. Hún er fædd árið 1987, gekk í MR og tók þar þátt í ræðukeppninni Morfís. Á Háskólaárunum starfaði Guðrún sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og var einnig ritstjóri Stúdentablaðsins um veturinn 2012 til 2013. Þá um sumarið hóf hún störf hjá RÚV og hefur verið þar […]
Proust-prófið: Jakob Birgisson
Jakob Birgisson er uppistandari og handritshöfundur sem er fæddur árið 1998. Hann er alinn upp í Vesturbæ, gekk í MR og hafði vakið umtal sem efnilegur grínisti á menntaskólaárum. Hann sló síðan rækilega í gegn með sýningunni Meistari Jakob (2018) og þá hafa hann Jóhann Alfreð haldið úti sýningunni Allt í gangi (2019) í vetur […]
Proust-prófið: Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður og rithöfundur frá Reykjavík. Hún er fædd árið 1974, gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam sagnfræði og spænsku við Háskóla Íslands. Sigríður hefur einnig búið í Salamanca á Spáni þar sem hún var í skiptinámi, í New York-borg þar sem hún stundaði framhaldsnám í blaðamennsku við Columbia-háskóla, og í […]
Proust-prófið: Ásrún Magnúsdóttir
Ásrún Magnúsdóttir er fædd árið 1988 og alin upp í Reykjavík. Hún er MH-ingur sem gekk síðan í Listaháskóla Íslands, hvaðan hún útskrifaðist af samtímadansbraut sviðslistardeildar árið 2011. Ásrún hefur komið fram á á danshátíðum, á sínum eigin frumsömdu sýningum, með stærri og smærri hópum listafólks um árabil. Hún samdi til að mynda sýninguna GRRRRLS […]
Proust-prófið: Berglind María Tómasdóttir
Berglind María Tómasdóttir er tónlistarfræðingur, tónlistarkona og dósent við Listaháskóla Íslands. Hún er fædd árið 1973 og hefur búið í Reykjavík, Kaupmannahöfn og San Diego. Í síðastnefndu borginni stundaði hún nám við Kaliforníuháskóla og lauk þaðan doktorsprófi í flutningi og miðlun samtímatónlistar árið 2013. Ef það er ekki nóg, er Berglind líklega mesti sérfræðingur þjóðarinnar […]