Achraf Hakimi

Hugleiðing um Katar, Messi, Kafka og Marokkó

29. janúar 2023

Árið 2022 var ár þverstæðna, allavega síðustu mánuðina. Samherji framleiddi besta áramótaskaupið í mörg ár, Twitter varð mun bærilegri staður eftir að Elon Musk tók yfir og Katar hélt besta HM í manna minnum. Og það versta. Enda eru forvitnilegustu sögurnar oft þversagnakenndar, sérstaklega þessar sönnu, tvær illsamrýmanlegar staðhæfingar geta báðir verið sannar í einu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ágúst 1968

Þegar hefndin er búmerang

28. júlí 2022

Hvenær líkur blómaskeiðum? Eða nýbylgju, eins og blómaskeið kvikmyndanna eru iðullega kölluð; franska nýbylgjan, rúmenska nýbylgjan eða tékkneska nýbylgjan. Það er oftast erfitt að festa fingur á það – en þó voru endalok tékknesku nýbylgjunnar nokkuð harkaleg; eftir að skriðdrekarnir rúlluðu inní Prag í ágúst 1968 var ljóst að tékkneska nýbylgjan myndi ekki lifa lengi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
21 öldin

Svamlað í Jórvíkurlauginni

31. október 2021

Ég hitti Ron Kolm á Medium 43, litlu kaffihúsi litlu kaffihúsi niðrí Žižkov þar sem við lásum báðir upp og gerðum svo vitaskuld heiðarlegan skiptidíl í kjölfarið eins og öll heiðarleg ljóðskáld. Hann fékk Framtíðina og ég fékk Swimming in the Shallow End. En samskiptin voru nú svosem ekki lengri en það, þannig að ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1968

Karlovy Vary 3: Þegar skriðdrekarnir komu

5. september 2021

Við sjáum svart-hvítar myndir. Af lífi, af hamingju, af sumardögum. Týndu sakleysi tíma sem aldrei koma aftur. En svo sjáum við skriðdrekana. 21. ágúst 1968 komu skriðdrekar Varsjárbandalagsins, völtuðu yfir Tékkóslóvakíu sem þá var, keyrðu inní Prag og aðrar borgir landsins og bundu endi á Vorið í Prag. Þessa sögu þekkjum við – en hálfri […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Baťa

Karlovy Vary 1: Hlauptu, Emil, hlauptu!

3. september 2021

Emil Zátopek er goðsagnakenndur hérna í Tékklandi, hefur ítrekað verið valinn besti hlaupari allra tíma hjá alþjóðlegum hlaupamiðlum og besti tékkneski íþróttamaðurinn á undan Navratílovu, Lendl, Jagr og Nedvěd. Síðarnefnda nafnbótin helgast kannski ekki hvað síst af því hann er tékkneskastur þeirra allra – nánast Svejkískur í tilsvörum og karakter – sem krystallast best í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
American Graffiti

Ástarsaga tveggja drauga

5. ágúst 2021

Eftir að hafa eytt helmingi fullorðinsáranna í útlöndum og á útlandaflakki þá er líklega tímabært að skila ábyrgðinni á réttan stað; þetta er allt Richard Linklater að kenna. Eða kannski að þakka, öllu heldur. Annars væri ég kannski bara að bölva enn einu vondu sumri á Íslandi. Ég var átján ára þegar ég sá Before […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Carl Warwick

Völuspá Ljóðamála

1. júlí 2021

Þetta byrjaði svona: allir sjónvarpsþættir þurfa sína þematónlist. Og einhvern veginn æxlaðist það þannig að við heyrðum í Carl Warwick, breskum raftónlistarmanni sem við höfum margoft spilað með og flutt ljóð með, „við“ verandi ég og Darrell og aðrir meðlimir fjöllistahópsins Urban Space Epics – list í borgarlandslagi, hugarfóstur Darrells sem við höfum ófá troðið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
64

Gauksklukkan og hin eilífa æska

29. júní 2021

Það er gaman að sjá gamlar músík-kempur koma með eitthvað splunkunýtt eftir langt hlé – og nýtt lag þeirra Kig & Husk fellur rækilega undir slík skemmtilegheit. Kig er væntanlega Frank Hall, þekktastur fyrir að spila með Ske, af því Husk er augljóslega Höskuldur Ólafsson úr Quarashi – sem einnig var með Frank í Ske […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1948 Vín

Valdarán, Norður-Kórea og geimhundurinn Laika

29. júní 2021

Árið er 1948 og við erum stödd í Vín eftirstríðsáranna. Bókin heitir Valdaránið í Prag, The Prague Coup, en titillinn er villandi að því leyti að við komumst ekki til Prag fyrr en í blálokin. Vín er ennþá í sárum eftir stríðið, skipt upp á milli bandamanna. Þar býr Elizabeth Montagu, sem er sögumaður okkar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
27-ára klúbburinn

Austurvisjón og dularfullur dauðdagi poppstjörnu

28. maí 2021

Nú þegar Evróvisjón er lokið er tímabært að rifja upp litlu systur keppninnar sem flestum eru löngu gleymdar. Fyrir 1989 voru nefnilega fæst Austantjaldslöndin í sambandi Evrópskra sjónvarpsstöðva, sem voru fyrst og fremst vestræn samtök, en hins vegar voru gerðar nokkrar skammlífar tilraunir til að halda sambærilega keppni á milli ríkja Varsjárbandalagsins. Þar ber helst […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A hora da estrela

Sigríður Larsen: Múmínálfarnir, Trump, David Attenborough og þvottavélar

29. júlí 2020

Sigríður Larsen er uppalin á Akureyri en hefur búið lengi í Danmörku og gaf nýlega út bókina CRASH KALINKA í Danmörku. Bókin fjallar um flugfreyjuna Sólveigu Kalinku Karlsdóttur og Berlingske tidende lýsir bókinni í dómi brjáluðu ferðalagi um flugbransann, kabarett og íslenska hjálendusögu. Hvernig atvikaðist að þú gafst út þína fyrstu bók á dönsku? Ef […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aðgerðapakki

Menningarsmygl og farsóttir hugmyndanna

15. júlí 2020

Þegar landamærum er lokað verður smygl mikilvægara en nokkru sinni. Vegna þess að hugmyndirnar eru veirurnar sem þurfa að ferðast á milli landa, á milli sálna, á milli okkar. Góðu veirurnar, góðu hugmyndirnar. En það er auðvitað nóg af vondum veirum líka. Á ensku kallast það að slá í gegn á internetinu að go viral, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Dorrit Moussaieff

Til varnar efnaminni ferðamönnum

30. apríl 2020

Ég hef séð auglýsingar um bækur Steinars Braga og Lilju Sigurðardóttur þegar ég líð niður rúllustigann í neðanjarðarlestinni í Prag, ég hef rekist á ljóð eftir Gerði Kristnýju á glervegg í miðbænum – og miklu, miklu fleiri íslenskir höfundar eru gefnir út á tékknesku en þessi þrjú. Íslenskar bíómyndir ganga fáránlega vel í tékkneskum bíóum […]

Hljóðskrá ekki tengd.