Við erum stödd í drullugum burtreiðahring rétt fyrir áramót árið 1386. Við erum í snævi þakinni París og sjáum Matt Damon og Adam Driver gera sig klára fyrir einvígi, Damon með forljóta miðaldahárgreiðslu en Driver með grunsamlega nýmóðins greiðslu. Maður með svona framtíðarlega hárgreiðslu hlýtur þar af leiðandi að vera skúrkurinn, ekki satt? 21 aldar […]
Paris

KVIFF 9: Ástin og prófgráðurnar
„Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu,“ söng Björgvin um árið. En þessar spurningar þvælast þó oft fyrir í samböndum, og fyrir einhverja dularfulla tilviljun sá ég þrjár myndir á stuttum tíma á Karlovy Vary – sem allar höfðu verið sýndar í aðalkeppninni í Cannes – sem áttu það sameiginlegt að fjalla fyrst og fremst […]

Ástarsaga tveggja drauga
Eftir að hafa eytt helmingi fullorðinsáranna í útlöndum og á útlandaflakki þá er líklega tímabært að skila ábyrgðinni á réttan stað; þetta er allt Richard Linklater að kenna. Eða kannski að þakka, öllu heldur. Annars væri ég kannski bara að bölva enn einu vondu sumri á Íslandi. Ég var átján ára þegar ég sá Before […]

Leitin að heimsálfum, leitin að sjálfinu
Við ætlum að leggjast í landafundi um lendur myndasögunnar næstu vikurnar og skoða mannkynssögu síðustu 250 ára eða svo í gegnum nokkrar vel valdar myndasögur. Og við byrjum bókstaflega á landafundum sjálfum, á leitinni að Suðurálfu. Ástralía var einu sinni hulduland, óþekkt sunnanland. Meira en þúsund árum áður en vestrænir menn fundu Ástralíu voru uppi […]

Þrúgur fallins heimsveldis
Hér er örlítil tölfræði um myndirnar átta sem voru tilnefndar sem besta myndin á síðustu Óskarsverðlaunum: Í þremur þeirra búa aðalpersónurnar, allavega í upphafi myndar, í húsbíl. Til viðbótar býr þrítug aðalpersóna Promising Young Woman ennþá heima hjá foreldrunum, aðalpersóna The Father er hreinlega ekki alveg viss hvar hann býr og enn verri örlög en […]

Krúnudjásn á mögnuðum ferli Anthony Hopkins
Draumar eru oft einkennilegir. Þá skortir oft og tíðum röklega framvindu. Gott dæmi er draumur sem mig dreymir stundum, þar sem ég bý í einkennilegri blöndu margra fyrrum heimila, í húsi sem er í mörgum borgum og bæjum í senn og bý jafnt með meðleigjendum fullorðinsáranna sem foreldrum og systkinum bernskunnar og persónur og leikendur […]