Árið 2022 var ár þverstæðna, allavega síðustu mánuðina. Samherji framleiddi besta áramótaskaupið í mörg ár, Twitter varð mun bærilegri staður eftir að Elon Musk tók yfir og Katar hélt besta HM í manna minnum. Og það versta. Enda eru forvitnilegustu sögurnar oft þversagnakenndar, sérstaklega þessar sönnu, tvær illsamrýmanlegar staðhæfingar geta báðir verið sannar í einu. […]
