Óskarsverðlaunin verða afhent annað kvöld og mun RÚV sýna frá útsendingunni sem hefst kl. 22:30 og stendur langt fram á nótt. Óvenju margir Íslendingar eru ýmist tilnefndir eða tengjast náið tilnefningum í ár.

Óskarsverðlaunin verða afhent annað kvöld og mun RÚV sýna frá útsendingunni sem hefst kl. 22:30 og stendur langt fram á nótt. Óvenju margir Íslendingar eru ýmist tilnefndir eða tengjast náið tilnefningum í ár.
Tenet eftir Christopher Nolan hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd í ár og The Midnight Sky eftir George Clooney er einnig tilnefnd fyrir sjónrænar brellur. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna kom að þessum verkum.
Já-fólkið, teiknimynd Gísla Darra Halldórssonar, er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár.
„Mér líður stórkostlega. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið svífandi í dag,“ segir Gísli Darri Halldórsson í viðtali við RÚV. Teiknimynd hans, Já-fólkið er á meðal 10 stuttmynda í forvali til Óskarsverðlauna. Á vef RÚV segir: Óskarsakademían tilk…
Teiknimyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á stuttlista Bandarísku kvikmyndaakademíunnar yfir stuttar teiknimyndir sem til greina koma vegna Óskarsverðlauna.
Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagn…
Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum „besta alþjóðlega myndin“ (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.
The post