Orð, ekkert nema orð geymir þrenns konar orð: Ljóð, Bláar nótur og Prósa. Þrír kaflar, 64 síður – og ansi kaflaskipt þegar kemur að gæðum líka. Þetta er fimmta ljóðabók Bubba Morthens á sjö árum, fyrir utan auðvitað öll ljóðaheftin með geisladiskum og plötum rokkkóngsins. Byrjum á fyrsta kafla – Ljóð. Þetta byrjar ekkert sérstaklega vel, hálfpartinn eins […]
Orson Welles

Gauksklukkan og hin eilífa æska
Það er gaman að sjá gamlar músík-kempur koma með eitthvað splunkunýtt eftir langt hlé – og nýtt lag þeirra Kig & Husk fellur rækilega undir slík skemmtilegheit. Kig er væntanlega Frank Hall, þekktastur fyrir að spila með Ske, af því Husk er augljóslega Höskuldur Ólafsson úr Quarashi – sem einnig var með Frank í Ske […]

Valdarán, Norður-Kórea og geimhundurinn Laika
Árið er 1948 og við erum stödd í Vín eftirstríðsáranna. Bókin heitir Valdaránið í Prag, The Prague Coup, en titillinn er villandi að því leyti að við komumst ekki til Prag fyrr en í blálokin. Vín er ennþá í sárum eftir stríðið, skipt upp á milli bandamanna. Þar býr Elizabeth Montagu, sem er sögumaður okkar […]

Búktalarinn Bill Murray og brúðan sem söng Internasjónalinn
Við erum stödd í leikhúsi fáeinum árum fyrir heimsstyrjöldina og inn gengur búktalarinn Tommy Crickshaw, leikinn af Bill Murray, með brúðuna sína. Það eru erfiðir tímar, svo erfiðir að „ ég horfi á þig og sé bara eldivið,“ segir búktalarinn við skelkaða brúðuna. En í kjölfarið fer brúðan að tala um kommúnisma, sem ofbýður vitaskuld […]

Svart-hvíta gullöldin
Hvernig gerirðu bíómynd um sköpunina sjálfa? Um starf rithöfundar, sem dæmi? Sýnirðu hann fyrir framan ritvélina eða sýnirðu hvaðan hann fékk innblásturinn? Eða sýnirðu átökin við að koma verkinu út í heim? Það má finna vel heppnuð sem og misheppnuð dæmi um þetta allt, en Mank reynir að gera allt þrennt – og tekst vel […]

Smyglari vikunnar: Víetnamskar furðuverur, skilnaðir og jarðarför
Kristján Hrafn Guðmundsson gaf nýlega út sitt fyrsta smásagnasafn, Þrír skilnaðir og jarðarför, sem hafði fengið nýræktarstyrk bókmenntasjóðs í fyrra. Kristján Hrafn er bókmenntafræðingur og grunnskólakennari, sem kennir aðallega íslensku en einnig smá heimspekilega samræðu og kvikmyndalæsi í Garðaskóla í Garðabæ, auk þess að leggja stund á mastersnám í bókmenntafræði. Þá var hann menningarblaðamaður á […]