Fyrsta verkefni hins nýstofnaða framleiðslufyrirtækis Act 4 verður alþjóðleg þáttaröð um afleiðingar eldgoss sem gerir Ísland óbyggilegt. Verkefnið er unnið í samvinnu við bandaríska og króatíska aðila.

Fyrsta verkefni hins nýstofnaða framleiðslufyrirtækis Act 4 verður alþjóðleg þáttaröð um afleiðingar eldgoss sem gerir Ísland óbyggilegt. Verkefnið er unnið í samvinnu við bandaríska og króatíska aðila.
Ólafur Darri Ólafsson, Hörður Rúnarsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Act 4 með þátttöku alþjóðlegs hóps fjárfesta. Act 4 er ætlað að framleiða norrænt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað….
Þessa dagana standa tökur yfir á spennumyndinni Napóleonsskjölin, sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir handriti Marteins Þórissonar.
Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiði…
Lokaþætti Ráðherrans tókst að gera vel það sem hafði ávallt misheppnast fram að þessu: þátturinn virkaði þegar Benedikt var fjarverandi. Björgunaraðgerðirnar voru helvíti sannfærandi og náðu bæði að fanga ákveðna spennu en koma því samt um leið vel til skila að aðstæður væru ekki það slæmar, en svona er samt alltaf taugastrekkjandi fyrir aðstandendur sem […]
Eitt algengasta vandamálið við sjónvarpsseríur er að þær eru iðullega of langar. Að teygja lopann í marga klukkutíma, heila átta þætti, þýðir ósjaldan að það koma djúpar dýfur. Sem hefur sannarlega átt við um Ráðherrann. Fyrstu tveir þættirnir voru forvitnilegir, næstu tveir meingallaðir, áður en landið tók að rísa aftur í næstu tveimur – og […]
Næstsíðasti þáttur Ráðherranns endar á því að Benedikt er mættur í réttirnar, orðinn snarbilaður, og er að leita að týndu sauðunum. Og þar sem hann ráfar á milli fjalla með ímyndaða hundinum sínum fer hann að syngja „Hærra minn Guð, til þín.“ Inn í þetta fléttast útgáfa Megasar af sálminum, þeir félagar Megas og Ólafur […]
Það verður sífellt sjaldgæfara að stór hluti fólks horfi á sama sjónvarpsefnið samtímis eða með örstuttu millibili – en það gerist nú samt. Og kannski einmitt það er sportið við efni eins og Eurovision, Ófærð og Ráðherrann – oft frekar en gæði efnisins. Þessi stemning er lífæð línulegrar dagskrár, sem þýðir líklega að hún gæti […]
Þessi umfjöllun er um fimmta þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. „Ráðherrann í sjónvarpsþáttunum er einskonar Anti-Trump. Allt sem honum dettur í hug að gera væri eitur í beinum Trumps. En þeir eru líkir í því að þeir gera og segja hvað sem þeim dettur í hug á hverri stundu, hundsa alla aðra enda hafi þeir […]
Þessi umfjöllun er um fjórða þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. Guð í vélinni, deus ex machina, var skáldskapartrix sem var svo ofnotað í Grikklandi til forna að hugtakið varð fljótlega að hinu mesta hnjóðsyrði og til marks um letileg skrif. Samt dúkkar það alltaf við og við upp kollinum ennþá – og sjaldnast til bóta. […]
Þessi umfjöllun er um þriðja þátt Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. Ég átti nokkrar forvitnilegar samræður eftir fyrstu rýnina um Ráðherrann. Einn benti á að lingóið og orðræða bæði Benedikts og aðstoðarkonu hans, sérstaklega Twitter-dæmið (sem virðist svona að mestu gleymt í þriðja þættinum) hafi verið afskaplega í ætt við Bjarta framtíð sáluga. Sem er hárrétt […]
Þessi umfjöllun er um fyrstu tvo þætti Ráðherrans. Alls verða þættirnir átta. Það er hægt að fara ýmsar leiðir að því að gera skáldskap um stjórnmál. Það er hægt að reyna að gera hann raunsæan – sem kallar vitaskuld alltaf á að sumum flokkum mun finnast skáldskapurinn raunsær og öðrum ekki, eftir hversu vel þeir […]
Fagmiðillinn C21 Media ræðir við teymið á bakvið þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust. Ólafur Darri Ólafsson sem fer með aðalhlutverkið, Nanna Kristín Magnusdóttir annar leikstjóranna og Jónas Margeir Ingólfsson einn handritshöfunda ræð…
Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust….