Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, skrifar pistil dagsins: Ég var staddur í München í Þýskalandi seint á síðasta ári, kom þangað reyndar óvart í tvígang og í bæði skiptin stefndi ég á að kaupa plötu með Keith Jarrett sem á eru upptökur af tónleikum sem hann hélt í borginni árið 2016. Í bæði skiptin … Continue reading Keith Jarrett 75 ára
Óflokkað

What is Jazz?
Jazzskammtur dagsins er í boði franska bandoneonleikarans Olivier Manoury: After reading Tómas Einarsson’s post about the Gypsy singer Diego El Cigala I had a reflection on the nature of musical genres. Diego El Cigala has sung in most Latin American countries, he sang Salsa in the Caribbean, he sang Tangos in Argentina and so on, … Continue reading What is Jazz?

Ack Värmeland du sköna
Lag dagsins er hið þekkta sænska þjóðlag Ack Värmeland du sköna, sem hér fylgir í flutningi Jan Johansson og félaga hans á plötunni Musik genom fyra sekler. Þessa stórskemmtilegu og á köflum stórsérkennilegu plötu uppgötvaði ég ekki fyrr en nýlega, þegar ég tók Jan Johansson rispu eftir að hafa horft á heimildamynd um hann í … Continue reading Ack Värmeland du sköna

Lög gamla fólksins #3
Hæ, hvernig hefurðu það? Hér er þriðji þátturinn af Lögum gamla fólksins. Brak og brestir frá grárri forneskju. Lögin sem leikin eru: Little Richard – The girl can’t help it (Speciality 1956) Chuck Berry – School day (Ring! Ring! goes the bell) (Columbia 1957) Johnny Temple – Big leg woman (Decca 1938) Willie Mae “Big […]

Hal Willner – beint af fóninum
Bragi Ólafsson skrifar: Tónlistarmaðurinn og útsetjarinn Hal Willner lést úr veirunni fyrir rétt rúmum mánuði. Hans hefur verið minnst í íslenska ríkisútvarpinu, þá aðallega af Pétri Grétarssyni í Hátalaranum, en mér finnst ekki hægt að ráðleggjarar Skammtsins láti sitt eftir liggja í þeim málum, þannig að hér er bætt úr því. Ef eitthvað er hægt … Continue reading Hal Willner – beint af fóninum

Að vetri loknum
Meira sem hefur gengið á þennan veturinn! Bara síðan í janúar höfum við séð: Stórbruni í Ástralíu Snjóflóð á Flateyri og í Esju Landris við Grindavík Endalausar appelsínugular og rauðar viðvaranir Næstumþvístríð Bandaríkjanna við Íran (afstýrt, að líkindum, vegna annarrar uppákomu á þessum lista) Veiruheimsfaraldur (sem að auki kostaði Daða og Gagnamagnið sigur í Eurovision, […]

109 ára afmælið
Hann á afmæli í dag. Goðsagnakenndasta blúshetjan. Robert Johnson. 109 ára. Eiginlega allt við sögu hans – goðgerðina, markaðssetninguna – segir manni að það ætti ekki að vera neitt varið í þetta. Þetta ber öll einkennis þess að vera viralþvæla – búið …

Blár í framan
Það eru til tvær ljósmyndir af Robert Johnson. Á annarri þeirra er hann með sígarettu í munnvikinu og myndin var tekin í sjálfvirkum myndaklefa. Hann er í hvítri, einfaldri skyrtu með axlabönd, lyftir upp gítarnum og horfir beint í myndavélina. Gítarin…

Blúsmenn
Mér finnst ólíklegt að ég haldi mig við einhverja línulega frásögn hérna þótt mig langi aðeins að dvelja lengur við á þriðja áratugi tuttugustu aldarinnar – upphafsárum blússins.Diddleybogar eru heimalagaðir gítarar með einum streng – stundum voru þeir…

Diego El Cigala
Það er Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, sem skrifar upp á skammtinn á þessum sólríka degi: Söngvarinn sem mig langar að skrifa um sem gestaskríbent er Spánverji, Diego El Cigala. Þegar ég var harðkjarnadjassmaður fyrir aldarþriðjungi hefði mér ofboðið að presentera flamenkósöngvara frá Andalúsíu í jafn vönduðu djassprógrammi. En þegar aldur færist yfir verður … Continue reading Diego El Cigala

Safnarabúðin og Planet Records
Bragi Ólafsson skrifar: Það væri gaman að muna hvað ég borgaði fyrir hljómplötuna Deodato 2 í Safnarabúðinni, Laugavegi, árið 1978 eða 9, hugsanlega 1977. Ekki mjög mikilvæg vitneskja, en mig minnir að yfirleitt hafi maður borgað þetta á bilinu 500 til 1000 krónur fyrir plöturnar í Safnarabúðinni (kannski frekar 700 til 1500 krónur). Nú má … Continue reading Safnarabúðin og Planet Records

Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar
Í lok ávarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til þjóðarinnar fyrr í kvöld var leikið lagið Fósturjörð af plötu Einars Scheving, Land míns föður, sem kom út árið 2011. Ég fylgi fordæmi ráðherrans og enda mitt ávarp til þjóðarinnar einnig á lagi eftir Einar Scheving. Að betur athuguðu máli sleppi ég þó ávarpi mínu til þjóðarinnar. En … Continue reading Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar

Venjulegur jazzdagur
Þá er alþjóðlegi jazzdagurinn að baki og venjulegur jazzdagur tekinn við. Dagskráin í gær var stórvel heppnuð, mér sýnist enn hægt að nálgast eitthvað af útsendingunum á Facebook-síðu viðburðarins. Og hér er hlekkur á Víðsjárþátt gærdagsins þar sem Kristjana Stefánsdóttir og kvartett léku nokkur lög í beinni fyrir útvarpshlustendur – og örfáa gesti í Kaldalóni … Continue reading Venjulegur jazzdagur

Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe
Bragi Ólafsson skrifar: Í tilefni af alþjóðlega jazzdeginum (sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til, ekki fyrr en í byrjun vikunnar – sumir eru ekki meiri jazznördar en það), þá varð mér hugsað til trommuleikarans Joey Baron. Ég þekki ekki mikið til hans, og líklega á ég ekki nema tvær upptökur með honum … Continue reading Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe

Alþjóðlegi jazzdagurinn og íslenskur jazzgagnagrunnur
Á morgun, 30. apríl, er alþjóðlegi jazzdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi. Jazzhátíð Reykjavíkur, Jazzklúbburinn Múlinn og Jazzdeild FÍH blása af því tilefni til jazzveislu sem verður streymt á netinu frá kl. 16 og fram á kvöld. Dagskrána er að finna hér. Það er gaman að segja frá því … Continue reading Alþjóðlegi jazzdagurinn og íslenskur jazzgagnagrunnur

Bill Evans tríóið í Finnlandi
Ein af perlum internetsins er þessi fimmtíu ára gamla upptaka af heimsókn Bill Evans tríósins á heimili finnska tónskáldsins Ilkka Kuusisto í Helsinki. (Ilkka er faðir fiðluleikarans Pekka Kuusisto sem margoft hefur spilað hér á landi.) Tríóið, sem auk Bill samanstóð á þessum árum af bassaleikaranum Eddie Gomez og trommaranum Marty Morell, var á tónleikaferð … Continue reading Bill Evans tríóið í Finnlandi

Lög gamla fólksins 2
Hey! Hér er kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins. Farið er víða og það er meira að segja sérstakur ráðgjafi: Kristinn Jón Guðmundsson eys af viskubrunni sínum um Bing Crosby. https://soundcloud.com/gunnar-larus-hjalmarsson/log-gamla-folksins-2 Lögin eru: Edith Piaf – La vie en rose (Columbia 1950) Muddy Waters – Trouble no more (Chess 1955) The Charmer – Back […]

Paella á grillinu
Ég er að verða meiri og meiri uppskriftadólgur í ellinni og fer ekki nema að hálfu leyti eftir einni uppskrift og hálfu leyti að annarri og geri svo einhver ósköp frá eigin brjósti og allt verður þetta erfitt að muna þegar maður ætlar að endurtaka snilldina. Þá er ágætt að glósa hjá sér þegar vel …


Tími konunnar: sokkabönd full af snákum
Blúskonurnar áttu sviðið fyrstu ár hljómpötublússins. Crazy Blues Mamie Smith seldist í 75 þúsund eintökum á augabragði og tónlistarbransinn hafði þá, einsog æ síðan, sterka tilhneigingu til þess að vilja endurtaka frekar en endurskapa það sem áður haf…

Vanhugsað sumarmisseri
Það er áhugavert að lesa um það í fjölmiðlum að menntamálaráðherra ætli að veita fjármunum inn í skólakerfið svo að hægt verði að kenna í framhalds- og háskólum í sumar. Það að kennarar frétti þetta fyrst í fjölmiðlum gefur til kynna að ekkert samráð hafi verið við skólastjórnendur, og ég held að við séum allflest […]
LOU OG DON
Borist hefur nýtt bréf frá Braga Ólafssyni: Auðvitað er það frekt af einum einstaklingi, eins og gerðist um daginn, að banka upp á – eða tromma – með 50 jazztitla á jafn lágstemmdu bloggi sem Ráðlagður er. Að vísu komu titlarnir í nokkrum skömmtum, og ég lét að jafnaði eina viku líða á milli sendinga. … Continue reading LOU OG DON
Villti jazzmaðurinn
Ég hef bara einu sinni beðið um óskalag í útvarpsþætti. Það var í þættinum Sjónmál, þætti um samfélagsmál sem var einu sinni á dagskrá Rásar 1 eftir hádegisfréttirnar. Ég hafði sent stuttan pistil inn í þáttinn frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum þar sem ég bjó þá – pistillinn fjallaði um umhverfisglæpi – og allt í einu … Continue reading Villti jazzmaðurinn

Lög gamla fólksins 1
Hæ. Hér er „útvarpsþáttur“ með lögum af 78 snúninga plötunum mínum. Rispur og röff sánd, ekkert dolby rugl. Lögin: Doris Day – Whatever will be will be (Philips 1956) Willie Mabon and his combo – I don’t know (Chess 1952) Larry Williams – Slow down (Speciality 1958) Hank Williams with his drifting cowboys – Howlin’ […]
Bannaður á Facebook
Það er kannski táknrænt að ég er rétt nýfarinn að blogga aftur þegar Facebook ákvað að loka á mig í sólarhring. Ég hef einu sinni hlotið aðvörun þar, þegar ég vitnaði í lagatexta The Pogues („you cheap, lousy faggot“ orti hinn prúði Shane MacGowan). Ég skil að það hafi lent í síunni, en Facebook tók […]
Tíðindalaust í skotgröfum hugarfarsins
Mér fannst lengi vel eins og sagan væri liðin, ekkert áhugavert gerðist þaðan í frá og allt myndi lulla svona einhvern veginn áfram fremur tíðindalítið. Þetta reyndist rangt í tvennum skilningi. Fyrir það fyrsta þá er sagan aldrei liðin, það er alltaf eitthvað á hverjum tíma sem segja mætti, í dvalarhorfi, að sé „að gerast“. […]
Dagbók úr Kófinu
Það er víst enginn ósnertanlegur, forsætisráðherra Bretlands kominn í gjörgæslu. Einhvern veginn hafði ég ekki einu sinni velt því fyrir mér að það væri mögulegt. Á sama tíma er víða flutt í fréttum að tígrisdýr hafi greinst með Covid-19. Ég á bágt með að trúa því og vil fá almennilega staðfestingu á því. Þessi faraldur […]
Hugleiðingar í Kófinu
Ef einhverju sinni var ástæða til að hefja bloggið aftur til vegs og virðingar, þá er það nú á tímum heimsfaraldurs. Ég hef verið að velta fyrir mér lestri og ritun undanfarið, ekki síst vegna þess að ég kenni hvort tveggja á Menntavísindasviði HÍ fólki sem mun sjálft þurfa að kenna börnum og ungmennum lestur […]
Sturla Einarsson stjörnufræðiprófessor í Berkeley
Þetta stutta yfirlit var upphaflega birt í september 2018 sem hluti af færslunni Halastjörnur fyrr og nú – 3. Tuttugasta öld. Sérstök færsla um Sturlu og störf hans er í vinnslu og því verður aðeins minnst á örfá atriði hér. … Halda áfram að lesa →