Óflokkað

Um merkisafmæli Stefáns Björnssonar og Gísla Einarssonar á árinu 2021. Ásamt inngangi um yfirborðsbylgjur

13. nóvember 2021

Í nóvemberhefti tímaritsins Physics Today er mjög fróðleg grein um yfirborðsbylgjur, sem ég hafði loks tíma til að lesa í gær: N. Pizzo, L. Deike & A. Ayet, 2021: How does the wind generate waves? Strax og ég sá titilinn, … Halda áfram að lesa

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Grasasnar tækla Prine

30. október 2021
Ný plata Grasasna – í eldhúsinu mínu!

John Prine hylltur af Vestlensku sveitinni Grasösnum

Fékk góða sendingu frá Steinari sjálfum Berg í gær, nýja plötu Grasasna sem kallast einfaldlega Prine. Innihaldið eru lög með hinu merka bandaríska söngvaskáldi John Prine …

The post Grasasnar tækla Prine appeared first on arnareggert.is.

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Föstudagur

17. september 2021

Líklega væri sniðugt að kíkja á hvað ég bullaði síðast til að muna hvort ég hafi einhverjar fréttir að flytja, sem þið bíðið í ofvæni eftir að fá. En í staðinn opna ég bara beint nýjan póst. Sem er furðulegt því ég hef í raun ekkert sérstakt að segja, þannig. Ég hlustaði á Monu Chollet […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Kveðjubréf látinnar móður (eða sjálfsvíg í gulli slegnu baðherbergi)

16. september 2021

Ég hef mjög gaman af sögum um fjölskylduleyndarmál. Allskonar safaríkum og leyndardómsfullum sögum sem Íslendingabók og minningargreinar afhjúpa ekki, því fólki er svo umhugað að leyndarmálin komi ekki upp á yfirborðið. Það er oft ekki fyrr en í þriðju…

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Plötudómur: Tumi Árnason – H L Ý N U N

11. september 2021
Spunamenn Magnús Jóhann, Tumi Árnason, Skúli Sverrisson og Magnús Trygvason Eliassen.

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. september, 2021.

Heimur á heljarþröm

Í þessum pistli verður rýnt af alefli í nýjustu plötu Tuma Árnasonar, Hlýnun, auk

The post Plötudómur: Tumi Árnason – H L Ý N U N appeared first on arnareggert.is.

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Haust

8. september 2021

Enn og aftur er komið haust, skólarnir byrjaðir og lífið að fara í skorðurnar sem sumarið riðlar alltaf til. Reyndar á ég erfitt með að tala um haust hér í París, enda þrjátíu stiga hiti og ég ekki farin að vinna neitt að ráði. Tutla við undirbúning kennslunnar sem byrjar í næstu viku og er […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagar 11 og 12

5. ágúst 2021

Ég skildi við ykkur í síðustu færslu um borð í Norrænu á leið til Íslands með viðkomu í Færeyjum. Einu sinni var ég á ferðalagi með Norrænu frá Íslandi til Færeyja og svaf yfir mig og endaði í Danmörku – sá hrakfallabálkur var kannibalíseraður í skáldsöguna Hugsjónadruslan fyrir 100 árum. Í þetta sinn átti ég ekki …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagar 9 og 10

3. ágúst 2021

Við sátum á pizzastaðnum I Love Pizza í Gautaborg, sem Aino hafði valið, þegar sms-skilaboðin bárust um að niðurstaðan í PCR-prófinu mínu væri komin í hús og ég gæti smellt á hlekkinn til að sjá hvort ég væri jákvæður eða neikvæður. Það tók óþarflega langdregnar sekúndur að hlaða síðuna en ég reyndist sem sagt laus …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagur 8

1. ágúst 2021

Við smöluðum krökkunum hálfsofandi út í bíl rétt fyrir sjö í morgun og keyrðum sem leið lá til Gautaborgar. Við höfðum góðan tíma fyrir okkur og vorum komin upp úr ellefu. Byrjuðum á að fá okkur hádegismat á Víetnömskum skyndibitastað, sem reyndist óvenju fínn – Vietnamhaket, ef einhver á leið hér hjá. Þá komum við bílnum …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagar 5 og 6

30. júlí 2021

Ferðalagið er hafið og það bætist sífellt á listann yfir allt sem getur farið úrskeiðis. Nú er farið að rigna svo mikið í Bohuslän – þar sem Gautaborg liggur – að fólk er varað við því að vera á ferðinni. Sem betur fer á það enn sem komið er helst við minni vegi og við …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagur 3

26. júlí 2021

Vörubíllinn átti að koma á morgun til að sækja búslóðina en til stóð að bílstjórinn myndi hringja í dag til að segja nánar klukkan hvað hann væri á ferðinni. Hann hringdi í hádeginu og stakk upp á að mæta hingað klukkan 7 í fyrramálið. Þá hefðum við þurft að vakna klukkan fjögur til að byrja …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók – Dagur 1

24. júlí 2021

Það er alltaf hausverkur að flytja en það er ansi margfaldur hausverkur að flytja á Covid-tímum. Ekki síst þegar maður hefur ekki fengið sprautuna góðu – sem ég hef ekki fengið vegna þess að sænska og íslenska kerfið kunna ekki að tala saman og maður lendir iðulega á milli þilja í kerfum. Nema hvað. Til stendur, …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Hamingjan og Billy Childish

13. júlí 2021

Ég las fyrirsögn í vikunni, sem spurði hinnar kunnuglegu spurningar hvort peningar gætu skapað hamingjuna. Þetta var sennilega í DN – og niðurstaðan, sýndist mér á undirfyrirsögn (ég las ekki greinina), var að þeir hefðu sannarlega eitthvað með hamingjuna að gera en sambandið þarna á milli væri samt flókið. Það sem kom upp í huga mér, …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Stjórnarkreppa, hakkarar, glæpamenn og ofbeldisblús

5. júlí 2021

Í Svíþjóð er allt í hers höndum. Þannig lagað. Það er stjórnarkreppa, ein stærsta matvörukeðja landsins hefur neyðst til að loka flestum búðum sínum vegna árása nethakkara og gengjastríðin geisa sem aldrei fyrr. Stjórnarkreppan kom upp vegna þess að sósíaldemókratarnir ætluðu að þvinga vinstri-flokkinn til þess að samþykkja frjálst leiguverð – húsnæðismarkaðurinn í Svíþjóð er mér …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Plötudómur: Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál

3. júlí 2021
Endurfæddur Aron Can slær ekki slöku við á nýju plötunni. — Ljósmynd/Anna Maggý

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. júlí, 2021.

„Elskar að opna sig“

Aron Can snýr aftur með plötunni Andi, líf, hjarta, sál. Ansi

The post Plötudómur: Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál appeared first on arnareggert.is.

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Sóttkvíar, Gæska og Peps

28. júní 2021

Það er búið að aflétta hömlum á bólusetta að mestu leyti – bæði á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur og ytri landamærum Íslands. Sem þýðir að Nadja og börnin komast vandræðalítið með ferjunni frá Gautaborg til Fredrikshavn og inn í Ísland. Ég aftur á móti fæ ekki bólusetningu í þessu jävla satans rassgati – aðallega af því …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Skipulag, skógarmítlar og andsetnar konur

22. júní 2021

Ég er að reyna að koma einhverju skipulagi á líf mitt aftur. Það er sosum ekki mikið að gerast akkúrat í augnablikinu – fyrir utan flutninga, sem eru reyndar flóknir – en ég þarf skyndilega að setja hluti aftur upp í dagatal svo ég tvíbóki mig áreiðanlega ekki í haust. Ég þarf líka að sjá út haustið …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Aflýsing tónlistarmanna, helvítis bólusetningin og besta djammsessjón sögunnar

12. júní 2021

Yasin heitir sænskur rappari, fæddur undir lok síðustu aldar. Hann er uppalinn í Rinkeby-hverfi Stokkhólms en af sómölsku bergi brotinn, og raunar skyldur nokkrum frægum tónlistarmönnum (á norðurlöndunum). Hann hefur verið að gera tónlist frá því hann var um 16 ára gamall en sló fyrst í gegn 21 árs, fyrir tveimur árum, með laginu DSGIS …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bókaslátranir, höfundakjöldrættir og regnbogafólk

9. júní 2021

Það er hellings umræða um bókmenntakrítík í sænskum miðlum í vikunni eftir að Linda Skugge – sem er sennilega þekktust á Íslandi sem einn höfunda Píkutorfunnar – birti gagnrýni um nýja bók eftir Kristinu Sandberg, margverðlaunaðan metsöluhöfund hinnar svonefndu Maj-trílógíu (sem hefur ekki komið út á íslensku – en er til á ótal öðrum málum). Bókin …

Hljóðskrá ekki tengd.