Í nóvemberhefti tímaritsins Physics Today er mjög fróðleg grein um yfirborðsbylgjur, sem ég hafði loks tíma til að lesa í gær: N. Pizzo, L. Deike & A. Ayet, 2021: How does the wind generate waves? Strax og ég sá titilinn, … Halda áfram að lesa
Óflokkað
Bækur að teyga eða teygja
Var að ljúka við n-ta lestur á Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur. Ein af fáum bókum sem hefur fylgt mér í gegnum ótal flutninga, fram og til baka yfir hafið og allt. Lesin reglulega, stundum þegar ég hef ekkert annað en stundum þegar ég er með fullt af öðru að lesa en sem ég þarf […]

Listakona á Rolfsvej
Elín Pjet. BjarnasonSumir rithöfundar og bloggarar fá mörg símtöl, bréf og pósta frá lesendum sínum þar sem brugðist er við skrifunum með ýmsum hætti. Ég fæ lítið af slíkum viðbrögðum nema í formi þumla og einstaka skilaboða á samfélagsmiðl…

Grasasnar tækla Prine

John Prine hylltur af Vestlensku sveitinni Grasösnum
Fékk góða sendingu frá Steinari sjálfum Berg í gær, nýja plötu Grasasna sem kallast einfaldlega Prine. Innihaldið eru lög með hinu merka bandaríska söngvaskáldi John Prine …
The post Grasasnar tækla Prine appeared first on arnareggert.is.

Jarðhræringar og eldglæringar
Í gær rigndi mikið með reglulegum þrumum og eldingum hérna í Split. Það kom ekki á óvart, ég fylgist með veðurspánum. Hins vegar var ekkert sem varaði okkur við jarðskjálftanum sem dundi yfir um tíuleytið í gærkvöldi. Hann mældist eitthvað í kringum 5 …

Vígt vatn af skornum skammti
Þessa vikuna dvel ég í Króatíu. Að lenda á flugvellinum í Split er svolítið eins og að lenda á Ísafirði, stefna á fjall og taka svo skyndilega U-beygju (nú ætla ég samt ekki að reyna að ljúga því að ég hafi einhverntíma flogið til Ísafjarðar). Hér er h…

Niðurbrjótanlegir pokar
Í garðinum við húsið mitt í Kaupmannahöfn eru tunnur fyrir flokkað rusl, svona eins og gengur og gerist, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Í horni garðsins er líka kúla fyrir gler og skot fyrir storskrald; húsgögn, raftæki, innréttingar og fleira…

Dánarstaður menningarmanns
Dr. Priemes Vej 1 árið 1947Einu sinni var nítján ára stúlka sem hét Eleanor Christie. Hún bjó með móður sinni, ekkju eftir lögmann, í Bolfracks Cottage, nálægt Aberfeldy í miðjum skosku hálöndunum. Eleanor hafði gengið í einkaskóla á heimaslóðum og hei…
Litlu minningarbrotin
Þegar man hamast, fer hugurinn oft á fullt. Nú hjóla ég í vinnuna og þótt ekki þýði að vera með hugann á of miklu flugi út í buskanum þegar hjólað er í morgunumferðinni í París, næ ég stundum að fara á smá flug á leiðinni heim, enda er það oftast um miðjan dag eða hefur […]

Frú Braki og ferilsskráin
Þetta er mynd af opnu í Alt for damerne sem liggur á borðinu Á meðan ég bjó til croque madame í hádeginu rifjaðist upp fyrir mér að ég þyrfti að skrifa áfangaskýrslu og senda til Rannís og semja svo umsókn um listamannalaun. Mér finnst þeir dagar…
Föstudagur
Líklega væri sniðugt að kíkja á hvað ég bullaði síðast til að muna hvort ég hafi einhverjar fréttir að flytja, sem þið bíðið í ofvæni eftir að fá. En í staðinn opna ég bara beint nýjan póst. Sem er furðulegt því ég hef í raun ekkert sérstakt að segja, þannig. Ég hlustaði á Monu Chollet […]

Kveðjubréf látinnar móður (eða sjálfsvíg í gulli slegnu baðherbergi)
Ég hef mjög gaman af sögum um fjölskylduleyndarmál. Allskonar safaríkum og leyndardómsfullum sögum sem Íslendingabók og minningargreinar afhjúpa ekki, því fólki er svo umhugað að leyndarmálin komi ekki upp á yfirborðið. Það er oft ekki fyrr en í þriðju…

Plötudómur: Tumi Árnason – H L Ý N U N

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. september, 2021.
Heimur á heljarþröm
Í þessum pistli verður rýnt af alefli í nýjustu plötu Tuma Árnasonar, Hlýnun, auk …
The post Plötudómur: Tumi Árnason – H L Ý N U N appeared first on arnareggert.is.

Haust
Enn og aftur er komið haust, skólarnir byrjaðir og lífið að fara í skorðurnar sem sumarið riðlar alltaf til. Reyndar á ég erfitt með að tala um haust hér í París, enda þrjátíu stiga hiti og ég ekki farin að vinna neitt að ráði. Tutla við undirbúning kennslunnar sem byrjar í næstu viku og er […]

Karl skrifar bók – kona les bók
Nú er ég búin að lesa aðra bókina sem ég hef keypt hérna í Kaupmannahöfn. Það er bókin Store Kongensgade 23 eftir Søren Ulrik Thomsen (f.1956). Ég held að mér sé óhætt að segja að Søren Ulrik sé eitt þekktasta ljóðskáld Dana. Hann byrjaði sem módernist…

Aftur í Höfn
Það er komið haust og ég er aftur sest að í götu Henriks Bjelkes. Ég er ekki stödd í sömu íbúð og þegar ég var hér í vor, við fengum leigða rúmbetri og fallegri íbúð hinum megin við götuna. Ég er búin að skrifa lista yfir næstu verkefni sem liggja fyri…

Heimferðardagbók: Dagar 11 og 12
Ég skildi við ykkur í síðustu færslu um borð í Norrænu á leið til Íslands með viðkomu í Færeyjum. Einu sinni var ég á ferðalagi með Norrænu frá Íslandi til Færeyja og svaf yfir mig og endaði í Danmörku – sá hrakfallabálkur var kannibalíseraður í skáldsöguna Hugsjónadruslan fyrir 100 árum. Í þetta sinn átti ég ekki …

Heimferðardagbók: Dagar 9 og 10
Við sátum á pizzastaðnum I Love Pizza í Gautaborg, sem Aino hafði valið, þegar sms-skilaboðin bárust um að niðurstaðan í PCR-prófinu mínu væri komin í hús og ég gæti smellt á hlekkinn til að sjá hvort ég væri jákvæður eða neikvæður. Það tók óþarflega langdregnar sekúndur að hlaða síðuna en ég reyndist sem sagt laus …

Heimferðardagbók: Dagur 8
Við smöluðum krökkunum hálfsofandi út í bíl rétt fyrir sjö í morgun og keyrðum sem leið lá til Gautaborgar. Við höfðum góðan tíma fyrir okkur og vorum komin upp úr ellefu. Byrjuðum á að fá okkur hádegismat á Víetnömskum skyndibitastað, sem reyndist óvenju fínn – Vietnamhaket, ef einhver á leið hér hjá. Þá komum við bílnum …

Heimferðardagbók: Dagar 5 og 6
Ferðalagið er hafið og það bætist sífellt á listann yfir allt sem getur farið úrskeiðis. Nú er farið að rigna svo mikið í Bohuslän – þar sem Gautaborg liggur – að fólk er varað við því að vera á ferðinni. Sem betur fer á það enn sem komið er helst við minni vegi og við …

Heimferðardagbók: Dagur 3
Vörubíllinn átti að koma á morgun til að sækja búslóðina en til stóð að bílstjórinn myndi hringja í dag til að segja nánar klukkan hvað hann væri á ferðinni. Hann hringdi í hádeginu og stakk upp á að mæta hingað klukkan 7 í fyrramálið. Þá hefðum við þurft að vakna klukkan fjögur til að byrja …

Heimferðardagbók – Dagur 1
Það er alltaf hausverkur að flytja en það er ansi margfaldur hausverkur að flytja á Covid-tímum. Ekki síst þegar maður hefur ekki fengið sprautuna góðu – sem ég hef ekki fengið vegna þess að sænska og íslenska kerfið kunna ekki að tala saman og maður lendir iðulega á milli þilja í kerfum. Nema hvað. Til stendur, …

Hamingjan og Billy Childish
Ég las fyrirsögn í vikunni, sem spurði hinnar kunnuglegu spurningar hvort peningar gætu skapað hamingjuna. Þetta var sennilega í DN – og niðurstaðan, sýndist mér á undirfyrirsögn (ég las ekki greinina), var að þeir hefðu sannarlega eitthvað með hamingjuna að gera en sambandið þarna á milli væri samt flókið. Það sem kom upp í huga mér, …

Stjórnarkreppa, hakkarar, glæpamenn og ofbeldisblús
Í Svíþjóð er allt í hers höndum. Þannig lagað. Það er stjórnarkreppa, ein stærsta matvörukeðja landsins hefur neyðst til að loka flestum búðum sínum vegna árása nethakkara og gengjastríðin geisa sem aldrei fyrr. Stjórnarkreppan kom upp vegna þess að sósíaldemókratarnir ætluðu að þvinga vinstri-flokkinn til þess að samþykkja frjálst leiguverð – húsnæðismarkaðurinn í Svíþjóð er mér …
Lesa áfram „Stjórnarkreppa, hakkarar, glæpamenn og ofbeldisblús“

Plötudómur: Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. júlí, 2021.
„Elskar að opna sig“
Aron Can snýr aftur með plötunni Andi, líf, hjarta, sál. Ansi …
The post Plötudómur: Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál appeared first on arnareggert.is.

Sóttkvíar, Gæska og Peps
Það er búið að aflétta hömlum á bólusetta að mestu leyti – bæði á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur og ytri landamærum Íslands. Sem þýðir að Nadja og börnin komast vandræðalítið með ferjunni frá Gautaborg til Fredrikshavn og inn í Ísland. Ég aftur á móti fæ ekki bólusetningu í þessu jävla satans rassgati – aðallega af því …

Skipulag, skógarmítlar og andsetnar konur
Ég er að reyna að koma einhverju skipulagi á líf mitt aftur. Það er sosum ekki mikið að gerast akkúrat í augnablikinu – fyrir utan flutninga, sem eru reyndar flóknir – en ég þarf skyndilega að setja hluti aftur upp í dagatal svo ég tvíbóki mig áreiðanlega ekki í haust. Ég þarf líka að sjá út haustið …

Höll fótahvíslaranna og dauð blóm
Í Danmörku eru jafn margir fótaaðgerðafræðingar að störfum og sálfræðingar og þerapistar í Frakklandi. Í götunni minni í Kaupmannahöfn er meira að segja stór höll sem merkt er fótahvíslarastéttinni. En ég er reyndar komin til Reykjavíkur og mun ekki sj…

Aflýsing tónlistarmanna, helvítis bólusetningin og besta djammsessjón sögunnar
Yasin heitir sænskur rappari, fæddur undir lok síðustu aldar. Hann er uppalinn í Rinkeby-hverfi Stokkhólms en af sómölsku bergi brotinn, og raunar skyldur nokkrum frægum tónlistarmönnum (á norðurlöndunum). Hann hefur verið að gera tónlist frá því hann var um 16 ára gamall en sló fyrst í gegn 21 árs, fyrir tveimur árum, með laginu DSGIS …
Lesa áfram „Aflýsing tónlistarmanna, helvítis bólusetningin og besta djammsessjón sögunnar“

Bókaslátranir, höfundakjöldrættir og regnbogafólk
Það er hellings umræða um bókmenntakrítík í sænskum miðlum í vikunni eftir að Linda Skugge – sem er sennilega þekktust á Íslandi sem einn höfunda Píkutorfunnar – birti gagnrýni um nýja bók eftir Kristinu Sandberg, margverðlaunaðan metsöluhöfund hinnar svonefndu Maj-trílógíu (sem hefur ekki komið út á íslensku – en er til á ótal öðrum málum). Bókin …
Lesa áfram „Bókaslátranir, höfundakjöldrættir og regnbogafólk“