Óflokkað

Tepoki

25. febrúar 2021

Ég átti nokkra náðuga daga í Normandí sem er dásamlegt hérað. Það var gott fyrir höfuðið að komast aðeins niður að sjó. Mig langar dálítið mikið að flytja út í sveit og þá helst einhvers staðar frekar nærri sjó en samt með garð þar sem hægt er að rækta grænmeti. Húsið mitt yrði að vera […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Ertu að reyna að vera fyndin?

22. febrúar 2021

Iris Murdoch með kisunni sinni

 

Fyrir mörgum árum, í viðtali um einhverja bók eftir mig, spurði fjölmiðlamaður mig eftirfarandi spurningar: „Ertu að reyna að vera fyndin?“ Ég hef ekki hugmynd um hverju ég svaraði og reyndar var ég löngu búin að gleyma því að ég hefði verið spurð þegar Snæbjörn minnti mig á það einhvern tíma í fyrra, honum fannst þetta fyndin spurning.

Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.

 
Gagnrýnandinn John Self skrifaði grein í fyrra, sem birtist á vef BBC, þar sem hann hélt því fram að skáldskapurinn sem fengi okkur til að hlæja væri í raun oft sá besti og djúpstæðasti. Self var þarna að gagnrýna Booker-verðlaunalistann árið 2020, honum hefði nú oft fundist drungalegum bókmenntum troðið á þennan lista en þetta árið hlyti að hafa verið slegið met í því að hampa dapurlegum bókum. Hann veltir því reyndar sér hvort dómnefndirnar séu hreinlega með puttann á púlsinum, lesendur kjósi dapurleika fram yfir gleði og vilji ekki grín og svo vitnar hann í Martin Amis sem skrifar í nýlegri skáldsögu: … the intellectual glamour of gloom… the idea that sullen pessimism is a mark of high seriousness.

John Self telur vandamálið þó dýpra og rótgrónara, hann segir að vandinn sé ekki bara að fyndni sé ekki tekin alvarlega, heldur sé horft framhjá því þegar svokallaðir „alvarlegir höfundar“ séu fyndnir. Í því samhengi nefnir hann að hann hafi lengst af sniðgengið verk Irish Murdoch því hann hafi talið hana einn fúlu höfundanna (vegna þess sem hann hafði lesið um verk hennar) en þegar hann las bækurnar komst hann að því að Iris Murdoch er mjög fyndinn höfundur, það sé bara allt of sjaldan minnst á að í bókum hennar sé mikið grín. Irish Murdoch er þekkt fyrir að vera greindur og heimspekilegur höfundur með úfið hár, hún var bóhem í Oxford sem bjó í húsi fullu af rusli með manninum sínum, John Bailey, og svoleiðis kona hafi hreinlega ekki verið talin geta verið fyndin. Undanfarið hafa þó viðhorfin til Iris Murdoch verið að breytast og yngri lesendur hafa komið auga á kómíkina í verkum hennar. 

 
Kómedían og tragedían þurfa hvor á annarri að halda sagði einhver einhvern tíma. Já og svo er það auðvitað ekki þannig að það sem mér finnst dapurlegt geti ekki einhverjum öðrum fundist fyndið, sumt fólk sér kómísku hliðina á þunglyndinu, vanrækslunni, ofbeldinu og umhverfiskatastrófunum. En mér finnst mjög furðulegt ef höfundar eru í alvöru að reyna að halda húmor meðvitað frá verkum sínum til að vera frekar teknir alvarlega eins og mér sýnist John Self halda fram. Kannski falla temynntir efristéttar-Bretar fyrir svoleiðis stílbrögðum en varla íslenskir lesendur!

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Veganvölvan á afmæli

6. september 2020

Nú hef ég verið til útvarps í að verða þrjú ár. Fyrir utan hvað mér finnst skemmtilegt að vera til útvarps, fá að tala og tala um áhugamál mín í útvarp allra landsmanna hefur þessi viðvera mín í Efstaleiti opnað á önnur tækifæri og gleði. Endalausir fyrirlestrar fyrir félagasamtök og hópa hafa orðið til eftir … Halda áfram að lesa Veganvölvan á afmæli

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Wu Hen

29. júlí 2020

Póstur frá Konráði Bragasyni: Glæný plata með Kamaal Williams. Alls konar i gangi og lögin af ýmsu tagi. Gott eða slæmt? Mér þykir það gaman. Hlustaði á hana fyrst einn í bíl á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið. Hátt stillt. Mæli með að hlusta á alla plötuna i gegn. Mæli líka með plötunni Black Focus með Yussef… Continue Reading →

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Draumur Monks

22. júní 2020

Konráð Bragason skrifar: Til heiðurs veggjakrotinu í síðasta innleggi hér á Ráðlögðum vil ég mæla með lagi og plötu. Draumur Monks í nýlegri útgáfu hins breska Ashley Henry, af plötunni Ashley Henry’s 5ive. Hefðbundið en á sama tíma smá hiphop. Til gamans má geta að báðir meðspilarar Ashley á þessari plötu heita Sam. Alla plötuna … Continue reading Draumur Monks

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Lög gamla fólksins #6

20. júní 2020

Nýr þáttur af Lögum gamla fólksins (#6) kominn í loftið. Brakandi ferskt eldgamalt efni. Þessum spurningum verður svarað: Hvar reyndi að skjóta Gary Glitter 1968? Hvaða framúrstefnupoppari samdi titllagið á íslensku metsöluplötu Bjarkar? Hver seldi fisk og smokka áður en hann varð stórstjarna? Gene Vincent & His Blue Caps – Be-Bop-A-Lula (Capitol 1956) LaVern Baker […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bob um jazz og/eða ekki jazz

13. júní 2020

Laugardagspóstur frá Braga Ólafssyni: Eftir nokkra daga kemur út ný plata með Bob Dylan, sú fyrsta með frumsömdu efni í átta ár. Eftir að hafa heyrt þrjú lög af plötunni, sem kallast Rough and Rowdy Ways, og lesið svolítið um hana, er ég mjög spenntur. Hún fær alls staðar fimm stjörnur (eflaust sex í Danmörku). … Continue reading Bob um jazz og/eða ekki jazz

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Lög gamla fólksins #5

7. júní 2020

Hana nú! Kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins. Sérlega gaman að spila tvö lög með Hauki Morthens sem fáir hafa heyrt, enda hafa þau aldrei verið endurútgefin síðan platan kom út 1957. Lögin eru: Louis Jordan and his Tympany Five – That chick’s too young to fry (Decca 1946) Arthur “Big Boy” Cradup – […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Kinn við kinn

4. júní 2020

Halldór Guðmundsson rithöfundur skrifar pistil dagsins: Ætli ég hafi ekki verið tíu ára þegar ég byrjaði að hlusta á jazz, þannig að ég vissi af því. Þetta var í Þýskalandi og pabbi átti Blaupunkt plötuspilara, svo mikið man ég, og meðal annars safnplötu sem einhver þýskur bókaklúbbur gaf út með lögum Oscar Peterson tríósins og … Continue reading Kinn við kinn

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bremer/McCoy – Utopia

2. júní 2020

Konráð Bragason garðyrkjufræðingur á ábendingu dagsins: Þetta er svona tónlist sem gott er að hlusta á þegar maður er rólegur eða þreyttur, kannski kominn heim eftir langan vinnudag. Þegar maður vill ekki of mikið áreiti. Þegar maður er úti í garði að dunda sér við matjurtabeðin. Þegar maður er svartsýnn en langar að vera bjartsýnn. … Continue reading Bremer/McCoy – Utopia

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Trópískar lystisemdir

29. maí 2020

Fyrsta sólóplata trommuleikarans Nick Mason (úr Pink Floyd), Nick Mason’s Fictitious Sports, hefur það fram yfir aðrar sólóplötur að sólólistamaðurinn sjálfur hefur afskaplega lítið með hana að gera. Hann samdi ekki tónlistina á henni, söng ekki, kom lítið nálægt því að útsetja og eiginlega gerði hann ekki neitt. Það færi vel á því að fleiri … Continue reading Trópískar lystisemdir

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

The Embassadors

24. maí 2020

Skammtur dagsins var að detta inn um lúguna – frá Konráði Bragasyni: Í mínum huga er þetta svona tónlist sem maður hlustar á snemma um morgun, á leið í vinnuna i strætó. Það er dimmt úti, vetur og maður bara hálfvaknaður. Eða þá að komið sé kvöld og maður sé einn heima, í drungalegu og … Continue reading The Embassadors

Hljóðskrá ekki tengd.