Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagur 3

26. júlí 2021

Vörubíllinn átti að koma á morgun til að sækja búslóðina en til stóð að bílstjórinn myndi hringja í dag til að segja nánar klukkan hvað hann væri á ferðinni. Hann hringdi í hádeginu og stakk upp á að mæta hingað klukkan 7 í fyrramálið. Þá hefðum við þurft að vakna klukkan fjögur til að byrja …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók – Dagur 1

24. júlí 2021

Það er alltaf hausverkur að flytja en það er ansi margfaldur hausverkur að flytja á Covid-tímum. Ekki síst þegar maður hefur ekki fengið sprautuna góðu – sem ég hef ekki fengið vegna þess að sænska og íslenska kerfið kunna ekki að tala saman og maður lendir iðulega á milli þilja í kerfum. Nema hvað. Til stendur, …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Hamingjan og Billy Childish

13. júlí 2021

Ég las fyrirsögn í vikunni, sem spurði hinnar kunnuglegu spurningar hvort peningar gætu skapað hamingjuna. Þetta var sennilega í DN – og niðurstaðan, sýndist mér á undirfyrirsögn (ég las ekki greinina), var að þeir hefðu sannarlega eitthvað með hamingjuna að gera en sambandið þarna á milli væri samt flókið. Það sem kom upp í huga mér, …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Stjórnarkreppa, hakkarar, glæpamenn og ofbeldisblús

5. júlí 2021

Í Svíþjóð er allt í hers höndum. Þannig lagað. Það er stjórnarkreppa, ein stærsta matvörukeðja landsins hefur neyðst til að loka flestum búðum sínum vegna árása nethakkara og gengjastríðin geisa sem aldrei fyrr. Stjórnarkreppan kom upp vegna þess að sósíaldemókratarnir ætluðu að þvinga vinstri-flokkinn til þess að samþykkja frjálst leiguverð – húsnæðismarkaðurinn í Svíþjóð er mér …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Plötudómur: Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál

3. júlí 2021
Endurfæddur Aron Can slær ekki slöku við á nýju plötunni. — Ljósmynd/Anna Maggý

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. júlí, 2021.

„Elskar að opna sig“

Aron Can snýr aftur með plötunni Andi, líf, hjarta, sál. Ansi

The post Plötudómur: Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál appeared first on arnareggert.is.

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Sóttkvíar, Gæska og Peps

28. júní 2021

Það er búið að aflétta hömlum á bólusetta að mestu leyti – bæði á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur og ytri landamærum Íslands. Sem þýðir að Nadja og börnin komast vandræðalítið með ferjunni frá Gautaborg til Fredrikshavn og inn í Ísland. Ég aftur á móti fæ ekki bólusetningu í þessu jävla satans rassgati – aðallega af því …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Skipulag, skógarmítlar og andsetnar konur

22. júní 2021

Ég er að reyna að koma einhverju skipulagi á líf mitt aftur. Það er sosum ekki mikið að gerast akkúrat í augnablikinu – fyrir utan flutninga, sem eru reyndar flóknir – en ég þarf skyndilega að setja hluti aftur upp í dagatal svo ég tvíbóki mig áreiðanlega ekki í haust. Ég þarf líka að sjá út haustið …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Aflýsing tónlistarmanna, helvítis bólusetningin og besta djammsessjón sögunnar

12. júní 2021

Yasin heitir sænskur rappari, fæddur undir lok síðustu aldar. Hann er uppalinn í Rinkeby-hverfi Stokkhólms en af sómölsku bergi brotinn, og raunar skyldur nokkrum frægum tónlistarmönnum (á norðurlöndunum). Hann hefur verið að gera tónlist frá því hann var um 16 ára gamall en sló fyrst í gegn 21 árs, fyrir tveimur árum, með laginu DSGIS …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bókaslátranir, höfundakjöldrættir og regnbogafólk

9. júní 2021

Það er hellings umræða um bókmenntakrítík í sænskum miðlum í vikunni eftir að Linda Skugge – sem er sennilega þekktust á Íslandi sem einn höfunda Píkutorfunnar – birti gagnrýni um nýja bók eftir Kristinu Sandberg, margverðlaunaðan metsöluhöfund hinnar svonefndu Maj-trílógíu (sem hefur ekki komið út á íslensku – en er til á ótal öðrum málum). Bókin …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Sumarið, Gæska, maraþonið og ömmurnar

30. maí 2021

Ég er farinn að halda að sumarið sé loksins komið til Svíþjóðar. Það hefur að vísu látið sjá sig nokkrum sinnum áður, en óðar flúið aftur til heitu landanna – en nú er það áreiðanlega komið til að vera. Það eru 23 gráður og sól og blíða. Á fimmtudag voru 6 gráður og rok og rigning …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Mánudagur í maí – Ísnálgun Collins

3. maí 2021

Ég hef verið að taka upp hljóðbók síðustu vikur. Illsku – loksins. Það kom til tals að gera það á sínum tíma, eða fljótlega eftir að hún kom út, en þá féllust mér hendur að dvelja lengur í þessum heimi. Hún er alveg ægilega löng líka. Mér sýnist hljóðbókin ætla að verða 25 tímar. Upptökur fara …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Greinaflokkur um stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi

2. maí 2021

  Drög að efnisyfirliti Inngangur Tímabilið 1780-1870 – Skeið Newtons (a) Skólahald – alþýðufræðsla – tíðarandi (b) Stjarneðlisfræði fyrir daga Newtons (c) Þyngdarfræði Newtons [(d) Heimsmyndin] Tímabilið 1870-1930 – Ný tækni og nýjar grundvallarkenningar [(a) Nýja stjörnufræðin, Benedikt Gröndal] [(b) … Halda áfram að lesa

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Fréttir frá Svíþjóð: Skitið upp á bak

28. apríl 2021

Í allan vetur hef ég verið að segja að allt sé um það bil við hið sama. Svíum gengur alveg jafn vel að eiga við farsóttina nú og þeim gekk í ágúst í fyrra, þegar við komum. Það er mikið álag á heilbrigðiskerfinu en bólusetningarnar eru eitthvað að hjálpa til. Annars ber nú kannski mest …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Froðufellt í farsóttinni

22. apríl 2021

Við setjumst gjarnan niður fjölskyldan á kvöldin og horfum saman á sænsku og íslensku Krakkafréttirnar. Ég hef gert grín að því að á meðan sænsku krakkafréttirnar segi ótæpilega margar fréttir af skíðaíþróttum – ekki síst skíðaskotfimi – þá séu krakkafréttirnar helst til mikið í upptalningum á því hvaða breytingar hafi orðið á samkomubanni. 20 manns …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Thorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988): a brief overview of his life and scientific work

15. apríl 2021

Thorbjörn Sigurgeirsson was born in the north-western part of Iceland on June 17th, 1917, the oldest of five brothers. After graduating from the Akureyri Gymnasium in 1937 he studied physics at the University of Copenhagen, obtaining the mag. scient. degree … Halda áfram að lesa

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Gamla Stan og Memphis Minnie

31. mars 2021

Auk þess að vera á þremur samfélagsmiðlum og skrifa blogg held ég fýsíska dagbók. Svo er ég auðvitað með nokkrar bækur í smíðum á hverjum gefnum tíma – svo ég geti gripið í þá sem ég er best stemmdur fyrir. Stundum líður mér í þessum skrifofsa öllum saman einsog manni sem hrapar til jarðar og …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Fréttir frá Svíþjóð – og Final Sessions: Sonny Boy

26. mars 2021

Per vinur minn spurði mig á dögunum hvort ég væri enn að skrifa „fréttir frá Svíþjóð“. Ég sagði að botninn væri kannski svolítið að detta úr þessu. Þegar við komum fyrst í vor vorum við til þess að gera nýbúin með fyrstu bylgju á Íslandi og það var forvitnilegt að setja sig inn í það …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Littfest, lyndið og einmana sálir

19. mars 2021

Ég er í lest á leiðinni á Littfest í Umeå. Einsog í gamla daga. Raunar eru bara þrjú ár síðan ég fór síðast og tæknilega séð á maður held ég alltaf að þurfa að bíða fimm ár milli heimsókna en af einhverjum orsökum er skortur á útlenskum rithöfundum í landinu. Hátíðin verður með „breyttu sniði“ …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Vetur, veira og Leadbelly

10. mars 2021

Hið daglega Veturinn hefur smám saman verið að smokra sér aftur inn í líf okkar. Í Västerås var komið vor. Ekki þar fyrir að snjófölin sem þekur göturnar þætti ekki merkileg á Ísafirði – klukkan er orðin níu að morgni og hún er varla sjáanleg lengur. En það er skítakuldi og hefur verið í nokkra daga. …

Hljóðskrá ekki tengd.