Hrollvekjan Óráð, fyrsta bíómynd Arrós Stefánssonar, er væntanleg í bíó 31. mars. Stikla myndarinnar er komin út.

Hrollvekjan Óráð, fyrsta bíómynd Arrós Stefánssonar, er væntanleg í bíó 31. mars. Stikla myndarinnar er komin út.
Almennar sýningar á Volaða land eftir Hlyn Pálmason hefjast í kvikmyndahúsum í dag. Myndin verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka og Bíó Paradís.
Sýningar hefjast í dag á kvikmynd Hilmars Oddssonar Á ferð með mömmu.
Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson kemur í kvikmyndahús í dag. Myndin hefur þegar selst til nokkurra stærri markaða en verður kynnt kaupendum á Berlínarhátíðinni.
Heimildaþáttaröðin Stormur eftir Sævar Guðmundsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson hefst á RÚV í kvöld. Þættirnir, sem eru alls átta, lýsa því hvernig íslenskt samfélag tókst á við heimsfaraldurinn sem hófst á fyrstu vikum ársins 2020….
Heimildamyndin Atomy eftir Loga Hilmarsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 25. janúar.
Ný kvikmynd, Jólamóðir, verður frumsýnd í Sambíóunum 26. desember. Hér er stikla myndarinnar.
Ný íslensk leikin þáttaröð, Randalín og Mundi: Dagar í desember, hefur göngu sína 1. desember á RÚV. Þættirnir verða á dagskrá daglega til og með 24. desember, enda svokallað jóladagatal.
Stikla kvikmyndarinnar Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson er komin út. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason og verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári.
Anna María Bogadóttir arkitekt ræðir við Víðsjá á Rás 1 um heimildamyndina Jarðsetning sem fjallar um niðurrif Iðnaðarbankahússins við Lækjargötu 12 í Reykjavík. Myndin er nú í almennum sýningum í Bíó Paradís.
Stikla kvikmyndarinnar Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur hefur verið opinberuð. Myndin kemur í bíó 6. janúar næstkomandi.
Sýningar hefjast í dag á heimildamyndinni Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi 19. nóvember. Frumsýning á Íslandi verður í febrúar næstkomandi.
Fimmta syrpa þáttaraðarinnar Venjulegt fólk kemur í Sjónvarp Símans Premium 27. október.
Heimildamyndin Tímar tröllanna eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís 3. nóvember.
Heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson var frumsýnd á RIFF, en verður í sýningum í Bíó Paradís frá 10. október. Þetta er fyrsta verk Sigurjóns sem leikstjóra en hann hefur framleitt yfir 50 kvikmyndir og þáttaraðir á rúmlega 40…
Heimildamyndin Sundlaugasögur eftir Jón Karl Helgason verður sýnd í Bíó Paradís frá 5. október.
Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins verður lokamynd RIFF í ár. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006.
Sýningar hefjast á Abbababb! eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur í dag.
Heimildamyndin Velkominn Árni eftir Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að …
Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildamynd hans Exxtinction Emergency verður frumsýnd á RIFF sem hefst í lok september.
„Myndin upphefur þessar undarlegu hrollvekjur og B-myndir en í senn gerir grín að minnum hefðarinnar,“ segir Bent Kingo Andersen, einn framleiðenda hrollvekjugamanmyndarinnar It Hatched. Sýningar hefjast í dag.
RIFF hefur kynnt þær íslensku stuttmyndir sem sýndar verða á hátíðinni sem hefst 29. september. Myndirnar, sem flestar eru ný verk ungra og upprennandi leikstjóra, verða sýndar í tveimur hollum líkt og oft áður.
Hrollvekjukómedían It Hatched eftir Elvar Gunnarsson verður frumsýnd í Laugarásbíói 9. september.
Stikla kvikmyndarinnar Abbababb eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur er komin út. Myndin kemur í kvikmyndahús Senu 16. september.
Þáttaröðin Queen kemur á Netflix næsta fimmtudag. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Hann skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í fyrravor.
…
Glæný stikla úr kvikmyndinni Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar var afhjúpuð í dag ásamt plakati og frumsýningardegi. Kvikmyndir.is greinir frá.
Sýningar hefjast á Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson þann 22. apríl næstkomandi. Ný stikla og plakat myndarinnnar hafa verið opinberuð.
Þetta er framhald þáttanna Jarðarförin mín, sem sýndir voru fyrir tveimur árum.
Myndin miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin sem tekið hefur eigið líf og hvernig þeir hafa komist út úr myrkri og þöggun.