Í upphafi Top Gun: Maverick fréttir Tom Cruise af yfirvofandi niðurskurði í sinni flugdeild og bregst við með því að fljúga ofurflugvél, sem kostaði ameríska skattgreiðendur marga marga milljarða, ógeðslega hratt – og endar á að eyðileggja hana. Þetta er leið leikstjórans til að segja okkur að við eigum að halda með þessum gaur, um […]
Norður-Kórea

Valdarán, Norður-Kórea og geimhundurinn Laika
Árið er 1948 og við erum stödd í Vín eftirstríðsáranna. Bókin heitir Valdaránið í Prag, The Prague Coup, en titillinn er villandi að því leyti að við komumst ekki til Prag fyrr en í blálokin. Vín er ennþá í sárum eftir stríðið, skipt upp á milli bandamanna. Þar býr Elizabeth Montagu, sem er sögumaður okkar […]

Ris og fall vestrænnar siðmenningar Episode IX: Húsavík á Klausturbar
Heimildamaður Menningarsmyglsins hleraði fyrir tilviljun tal tveggja erlendra kvikmyndaframleiðanda á Klaustursbar haustið 2019. Heimildamaður taldi samt á þeim tíma að þetta væru bara tvær glaðsinna enskumælandi Miðflokksmenn sem hefðu fengið sér aðeins of hressilega af eldvatni staðarins. En atburðir liðinna missera hafa sýnt fram á að svo var ekki og því borgaraleg skylda okkar að […]
Heill sé Angústúru, lengi lifi Angústúra!
Þegar ég kom heim frá útlöndum í vikunni beið mín pakki. Ég er farin að kannast við þessa nettu hvítu pakka en þeir koma mér einhvern veginn alltaf á óvart – ég hef aldrei verið í bókaklúbbi áður og er enn óvön slíkri heimsendingarþjónustu á sérvöldum …