The post Klassík sem afhjúpar kokkaheiminn í New York appeared first on Lestrarklefinn.
New York

Svamlað í Jórvíkurlauginni
Ég hitti Ron Kolm á Medium 43, litlu kaffihúsi litlu kaffihúsi niðrí Žižkov þar sem við lásum báðir upp og gerðum svo vitaskuld heiðarlegan skiptidíl í kjölfarið eins og öll heiðarleg ljóðskáld. Hann fékk Framtíðina og ég fékk Swimming in the Shallow End. En samskiptin voru nú svosem ekki lengri en það, þannig að ég […]

Magnús Björn Ólafsson: Perluköfun, humardrottningin og djamm með morðingja
Magnús Björn Ólafsson gaf nýlega út sína fyrstu myndasögu, Maram, í samstarfi við franska teiknarann Addroc. Magnús hefur áður unnið við blaðamennsku, ritstýrt Stúdentablaðinu, stúderað heimspeki og skrifað sögur fyrir tölvuleiki. Hvað kveikti áhugann á að semja myndasögu? Ég hef alltaf elskað myndasögur og hef lesið þær frá því ég man eftir mér. Mér datt […]

Ljóðahundur skoðar stórborgina
Þegar rigningin ber á strætunum fyrir neðan gluggann hugsa ég um Ferlinghetti. Þessa ótrúlega seiðandi kápu, sem ég finn og skoða í fyrsta skipti í mörg, mörg ár og átta mig á að þarna er engin rigning. Upplýstar byggingarnar minna mig samt á regnið, hvernig það speglar borgarljósin. Og þvílíkt nafn! Ferlinghetti! Lawrence Ferlinghetti, fæddur […]

Kapítalismi með mennskt andlit
Það eru tvær myndlíkingar sem eru ráðandi í The White Tiger – annars vegar um manneskju sem hvítt tígrisdýr og hins vegar um manneskju sem hænsn, fastar í hænsnabúinu. Balram er af öreigaættum, hluti af þeim sem eru oft kallaðir hinir ósýnilegu í hinu indverska stéttakerfi. Þeir koma úr myrkrinu, frá myrkrinu – eins og […]

Lífið: listaverkið sem aldrei klárast
Þegar Philip Seymour Hoffman dó, aðeins 46 ára gamall, þá fór ég strax að hugsa aftur um Synecdoche, New York. Um það hvernig ég hef sjaldan fundið jafn sterkt fyrir dauðanum og eftir áhorf hennar. Og hversu fullkominn hann var í þetta hlutverk, stór og mikill en samt svo einkennilega viðkvæmur og jafnvel brothættur. Þessi […]

Litríka hetjan mín
Aleksandr Lúkasjenkó í Hvíta-Rússlandi hefur verið við völd fimm árum lengur en sjálfur Pútín og hefur gert Hvíta-Rússland eitt lokaðasta ríki Evrópu á valdatíma sínum. Það var þó ágætlega lokað strax við upphaf valdatíma hans, en árið 1996 er sögusvið hvít-rússensku myndarinnar Krystalsvansins (Khrustal). Leikstýran Darya Zhuk er uppalin í Hvíta-Rússlandi en býr og starfar […]

Ekta New York búi
New York! New York! eftir Stefán Jón Hafstein kom út árið 1993 og veitir lesendum einstaka innsýn í ys og þys í lífi Kristinns Jóns Guðmundssonar ólöglegs innflytjenda og sendils í stóra eplinu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Kristinn Jón flutti til New York árið 1986 í leit að ævintýrum og snéri ekki […]

Útskýrðu þetta fyrir mér eins og ég sé hvítur
Þegar líður að lokum Just Mercy þá kemur Matlock-senan. Þið þekkið þetta; það er búið að kynna fyrir okkur persónur og leikendur – en núna er komið að lögfræðingnum okkar að halda ræðuna sem alla sannfærir. En skyndilega áttar maður sig á að það er ekkert í heiminum hvítara en lögfræðingar. Hópur hvítra stráka og […]