Þegar Elon Musk keypti Twitter sagði ég eitthvað á þá leið að versta sem gæti gerst væri að við myndum bara öll hanga þarna meðan hann gerði sitt besta til að níðast á minnihlutahópum. Á fyrsta mánuði sínum hleypti Musk aftur inn fólki sem hafði stundað allskonar hatursáróður og fór síðan að banna andfasista og … Halda áfram að lesa: Farinn af Twitter
Netið
Raspberry Pi sýnir hvernig efni fer á flug á Mastodon
Í gær gerðist það óvænt að Raspberry Pi stofnunin varð aðalpersónan á Mastodon. Það er áhugavert að mörgu leyti og kannski sérstaklega vegna þess að það sýnir hvernig þessi vettvangur er öðruvísi. Raspberry Pi er tegund af smátölvum sem hafa verið notað í ótal verkefni. Það er hægt að nota þær sem sjónvarpstölvur, vefþjóna, skrármiðlara, … Halda áfram að lesa: Raspberry Pi sýnir hvernig efni fer á flug á Mastodon

Twitter, Trump og tjáningarfrelsi
Í sjálfu sér hef ég ekki miklar áhyggjur af því að Twitter (ásamt) sparkaði Donald Trump. Það var engin árás á tjáningarfrelsið. Maðurinn er með ótrúlega öfluga maskínu á bak við sig sem getur komið boðskap hans á framfæri. En Trump virðist ekki kunna að koma sér öðruvísi á framfæri. Það er áhugavert. Hann lærði … Halda áfram að lesa: Twitter, Trump og tjáningarfrelsi

Enginn Sókrates á Twitter
Ég er búinn að vera mikið á Twitter síðastliðið ár. Allavega meira en fyrri ár. Ég hafði lengi grínast með það að ég notaði Twitter aðallega til að reyna að fá fræga fólkið til að taka eftir mér. Ég játa alveg að það er smá sannleikur í því. Mér fannst skemmtilegt þegar Neil Gaiman „endurtísti“ … Halda áfram að lesa: Enginn Sókrates á Twitter
Listi – Tækjalisti #2
Tvö blogg á tveimur dögum! Hvað er eiginlega í vatninu á Kársnesinu? Það eru mörg tæki auglýst um heim allan sem það besta síðan skorið brauð en það er ekki alltaf svo að tæknin sé eins frábær og sagt er í glanstímaritum. Snjallúr Snjallúr er eitt af þeim tækjum sem að ég hef ekki enn … Halda áfram að lesa Listi – Tækjalisti #2 →