Alessandro Aniballi

List um list

22. ágúst 2023

Listamenn eru sjálfhverfir og þess vegna má treysta því að á öllum almennilegum kvikmyndahátíðum séu fleiri en ein og fleiri en tvær myndir um listina sjálfa, kvikmyndalistina eða aðrar listir. Sem er auðvitað frábært, enda fátt skemmtilegra en þegar fólk fabúlerar um það sem það elskar fyrir fólk sem elskar það sama – sjálfhverfa í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Air

Bíóbærinn Poznań

21. júní 2023

Árið 1958 byrjaði þrettán ára pólsk stúlka, hún Maria Makowska, að halda bíódagbók. Ég hef ekki hugmynd um hversu oft hún sótti bíóhúsin áður en hún fjárfesti í dagbókinni, ég veit bara að fyrsta myndin sem hún skráði í dagbókina var sovésk gamanmynd, Stúlka með gítar. Ég veit hins vegar að á næstu 15 árum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Baltasar Kormákur

Þáttaröðin KATLA komin á Netflix, „sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira,“ segir Baltasar

17. júní 2021

Þáttaröðin Katla eftir Baltasar Kormák birtist á Netflix í dag, 17. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Netflix framleiðir alfarið íslenska þáttaröð. Í viðtali við RÚV segir Baltasar að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við …

Hljóðskrá ekki tengd.
Agatha Christie

Ljónynjan og mafíudvergurinn

3. mars 2021

Ég sá Knives Out loksins um daginn. Fíla leikstjórann Rian Johnson oftast en er á móti oftast lítið spenntur fyrir Agöthu Christie-legum sakamálasögum, sem þessi sannarlega er – þetta er Músagildran í nútímauppfærslu. Það sem fór þó á endanum mest í taugarnar á mér var nútímalega tvistið sem við fyrstu sýn leit ekkert illa út. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Sun

Gríptu sólina

23. febrúar 2021

Sólin byrjar á rigningu. Gullfalleg rigning, glitrandi og ljóðrænir litir – maður sér strax að kvikmyndatökumaðurinn kann sitt fag. Þessi rómantíska stemmning er þó blekkjandi, aðeins örfáum andartökum síðar gerist það sem sprengir myndina í loft upp sem og heim allra þeirra aðalpersóna sem við eigum ennþá eftir að kynnast. Sólin er tævönsk mynd um […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Boston

Næsti hálftími verður rúmir tveir klukkutímar

19. janúar 2021

Brot af konu, Pieces of a Woman, er brotakennd mynd í mörgum skilningi orðsins. Hún er til dæmis með fjóra ansi brotakennda ása upp í erminni, en tvo ansi slæma galla á móti. Hún er brotakennd í uppbyggingu, við fáum reglulega dagsetningar (án ártals) sem sýna okkur framrás tímans, það er eins og við grípum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Amanda Seyfried

Svart-hvíta gullöldin

29. desember 2020

Hvernig gerirðu bíómynd um sköpunina sjálfa? Um starf rithöfundar, sem dæmi? Sýnirðu hann fyrir framan ritvélina eða sýnirðu hvaðan hann fékk innblásturinn? Eða sýnirðu átökin við að koma verkinu út í heim? Það má finna vel heppnuð sem og misheppnuð dæmi um þetta allt, en Mank reynir að gera allt þrennt – og tekst vel […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afríka

Hryllingsmynd um tráma

26. nóvember 2020

Við sjáum hús, við sjáum hjón borða kvöldmatinn, við sjáum húsið hverfa – að mestu. Við sjáum hafið. Þau eru þarna ennþá, við matarborðið, og leifarnar af húsinu eru orðnar að fleka. Við erum stödd í heimi Bol og Rial, flóttamannahjóna í myndinni His House. Þau eru nýkomin til Bretlands alla leið frá Suður-Súdan – […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Cuties

Krúttin í gettóinu og amerísk hystería

25. september 2020

Krúttin (Mignonnes) er frönsk mynd sem þið finnið á Netflix undir nafninu Cuties. Og það er undir því nafni sem myndin hefur orðið alræmd, úthrópuð sem barnaklám og þaðan af verra. Það er því rétt að hafa ákveðna hluti bara á hreinu strax: Fólk sem heldur í alvörunni að Cuties sé pedófílamynd er tvenns konar; […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Arnar Jónsson

Evróvisjón og karlabörn á Húsavík

2. júlí 2020

Netflix var að frumsýna bíómynd um Evróvisjón, þetta fyrirbæri sem er svo ódrepandi að RÚV eyddi líklega fleiri klukkutímum í það á dagskránni í ár en nokkru sinni áður þótt engin keppni hafi verið þetta árið. Og myndin, hvar á ég að byrja? Plottið er einfalt: Rachel McAdams og Will Ferrell leika Húsvíkingana Sigrit og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Caroline Kepnes

Hver ert þú?

15. maí 2020

Sjónvarpsþættirnir Þú eða You sem birtust neytendum á streymisveitunni Netflix árið 2018 fjalla í stuttu máli um hinn óprúttna Joe Goldberg sem verður ástfanginn. Eða hvað? Ástarviðfang Joe er unga skáldkonan Guinevere Beck sem álpast inn í bókabúðina þar sem Joe vinnur. Joe er ekki lengi að notfæra sér veraldarvefinn og deiligleði hinnar ungu Beck […]

Hljóðskrá ekki tengd.