Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út […]
nature
Undir himni | Follow the leader!
Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á. Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been […]
Í höfn | At the harbour
Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það […]
Haustið 2022 | Autumn
Föstudagsmyndir: Fyrsta vetrardag bar upp á 22. október í ár. Þar með lauk Haustmánuði og við tók Gormánuður. Ég þakka fyrir blítt haust með myndum úr sveit og borg. Góða helgi! Friday photos: The official First Day of Winter in Iceland was October 22 (always on a Saturday, late in October). Thus the “Month of […]
Norðurljós í september | Aurora Borealis
Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport […]
Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022
Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega […]
Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August
Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og […]
Undir regnboganum | Over the rainbow – and under
Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst. Góða helgi! Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I […]
Sumarský | Variations of grey
Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein … Njótið daganna, góða helgi! Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone … Enjoy your days, have […]
Hvítt, hvítt, hvítt | Variations of white
Föstudagsblóm: Undrin eru alls staðar í grasinu, gleymd er óveðursbarinn sinan og éljagrá holtin. Veröldin er græn og þar eru faldar gersemar. Njótið sumarsins, góða helgi! Blooming and bursting in July: Although we could use more hours of sun in Iceland these days, the flowers bloom and nature stays awake all the short nights and long […]
17. júní 2022 | The National Day of Iceland
Eitt eilífðar smáblóm … Ef ég nú hugsa mig um, þá er ég sjaldan í einhverri meiriháttar þjóð-hátíðarstemmingu á 17. júní. Mér finnst dagurinn hátíðlegur en ég hef eiginlega alla tíð forðast mannmargar þjóðar-samkundur á þessum degi. Langar ekkert sérstaklega til þess að pulsa mig upp með þjóðinni og hef aldrei farið í skrúðgöngu, til […]
Höfnin | The harbour
Föstudagsmyndir: Það er kominn júní og sumarið kom á harðspretti. Ég ætti að velja einhverja sólríka mynd því vorið hefur verið bjart og blítt. En einmitt í dag hefur rignt. Þessar „votu“ myndir frá Reykjavíkurhöfn eru því myndir dagsins. (Nú heiti ég því að vera duglegri að henda einhverju út á veflogginn … meira, […]
Vor í grasagarði | Spring in the Botanic Gardens
Gleðilegt sumar! Vorið var komið í Grasagarð Reykjavíkur í Laugardag þegar ég átti þar leið um síðast. Þar gala gaukar og þar spretta laukar. Tími birtu og endalausra náttúruundra. Happy first day of summer – in Iceland! The annual public holiday, First Day of Summer, was celebrated on April 21st this year. It is celebrated […]
Vegur | Road
Dimmir dagar. Jæja, kæra dagbók… Nú loks þegar öllu minni ógn stafar af covid-heimsfaraldrinum þá datt vænisjúkum leiðtoga Rússlands að setja allt í bál og brand í Evrópu með innrás í Úkraínu og öllum þeim hryllingi sem fylgir stríði. Baráttuandi Úkraínumanna er aðdáunarverður og árásarþjóðin hefur nú þegar tapað stríðinu, hvað sem landvinningum líður. Vonandi […]
Þúfur | Snowy tussocks
Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta […]
Brim | After the storm
Ljósmynd dags. | Photo date: 7.1.2022
Ljósin í myrkrinu | Aurora Borealis
Norðurljós: Það hefur ekki veitt af því að tendra öll ljós í dumbungnum í nóvember. En áður en ég gef mig alfarið jólaljósum á vald ætla ég að birta nokkrar myndir af himnasendingu frá því 30. október, þegar segulljósin dönsuðu allt í kring og ég var svo lánsöm að vera stödd fjarri sterkum ljósum í […]