(Phoca vitulina)

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

20. janúar 2023

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Undir himni | Follow the leader!

2. desember 2022

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á. Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Norðurljós í september | Aurora Borealis

23. september 2022

Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ágúst

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

26. ágúst 2022

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

19. ágúst 2022

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst. Góða helgi! Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Jónsmessa | Happy Midsummer!

24. júní 2022

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu! Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Þúfur | Snowy tussocks

18. febrúar 2022

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.