Fyrir tæpum tíu árum kynntumst við fjölskyldan Fróða sóða fyrst. Hann kom á heimilið í myndabók, þar sem Fróði sleikir hunda, pissar í blómabeð, borar í nefið og BORÐAR horið (hér þurfti alltaf að hrylla sig ægilega yfir ógeðinu). Í bókinni er endurtek…
Léttlestrarbækur
Fjölbreytt ævintýri Sombínu
Sögurnar um Sombínu, eftir Barböru Cantini, hafa nú allar fjórar komið út í framúrskarandi skemmtilegri þýðingu Heiðu Þórbergsdóttur. Rakin upp á liðamótunum Sombína er uppvakningur en hún er líka barn. Ævintýri hennar eru því nokkuð jarðbundin, en þó …
Léttlestrarbækur úr íslenskum veruleika
Það er alltaf gleðilegt þegar nýja léttlestrarbækur koma út, ekki síst þegar þær endurspegla veruleika íslenskra barna. Í nýrri seríu léttlestrabóka frá Bókabeitunni, Bekkurinn minn, er þetta einmitt raunin. Yrsa Þöll Gylfadóttir sér um textavinnuna í …
Knúsípons og Risaeðlur í léttlestrarformi
Léttlestrabækur Ævars Þórs Benediktssonar fara sigurför um hvaða skólabókasafn sem þær enda á – sem er vonandi öll skólabókasöfn landsins. Ævar Þór er einn af okkar virkustu barnabókahöfundum og sendir árlega frá sér í allra minnsta lagi eina bók…
Bókamerkið: Léttlestrarbækur og sumarútgáfa barnabóka
Í fyrsta hlaðvarpsþætti Lestrarklefans þetta haustið ræða Rebekka Sif og Katrín Lilja um sumarútgáfu barnabóka í stúdíói með Arndísi Þórarinsdóttur, rithöfundi. Í sumarútgáfunni voru léttlestrarbækur í miklum meirihluta. Hvers vegna er mikilvægt að næg…

Lalli og Maja leysa ráðgátur
Bækurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju eftir Martin Widmark og Helenu Willis eru núna orðnar sjö og nýjasta bókin sem hefur komið út á íslensku heitir Skólaráðgátan. Bækurnar eru gríðarlega vinsælar í heimalandinu Svíþjóð og hafa verið kvikmyndaðar og færðar yfir á leikhúsfjalirnar. Widmark er mjög afkastamikill barnabókahöfundur og Willis hefur myndlýst fjölda bóka og fengið mest […]

Geimverur í Mývatnssveitinni
Hjalti Halldórsson hefur áður sent frá sér þrjár bækur fyrir lesendur á aldrinum 9-12 ára, bækurnar Af hverju ég?, Draumurinn og Ys og þys út af öllu. Nú skrifar hann fyrir yngri lesendur, eða 6-9 ára og fellur bókin því inn í Ljósaseríu Bókabeitunnar. Eins og með aðrar bækur úr Ljósaseríunni þá fengu áskrifendur úr […]

Vélmáfar og horfnir snjallsímar
Fyrir þó nokkru kom út bókin Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem áskrifendur í bókaklúbbi Ljósaseríunnar fengu að njóta fyrstir. Brynhildur er þrautþjálfarður barnabókahöfundur og sendi síðast frá sér bókina Ungfrú fótbolti, fyrir síðustu jól. Dullarfulla símahvarfið fjallar um það þegar krakkar taka málin í sínar hendur, finna út úr hlutunum, sýna sjálfstæði og þor. Í Dularfulla símahvarfinu […]