Bókabýtti

Bókabýtti

8. ágúst 2021

“Ég er með hugmynd,” sagði ég upp úr þurru við eiginmann minn í byrjun síðasta mánaðar. Við vorum stödd á sumarútsölu Nexus og ég stóð fyrir framan hillustæðu sem var smekkfull af bókum á afslætti og reyndi að muna hvort ég væri þegar búin …

Hljóðskrá ekki tengd.
Lestrarlífið

Að finna sér tíma

10. janúar 2021

Eitt af heitustu áramótaheitum síðustu ára er að lesa meira. „Í ár ætla ég að lesa 40 bækur.“ Og svo er það stimplað inn í Goodreads og allir læka fagrar fyrirætlanir þínar og hvetja þig áfram. Uppfullur af atorku og krafti lestu tvær bækur en dettur s…

Hljóðskrá ekki tengd.
Abby Jimenez

Abby Jimenez og Vageode goðsögnin

10. júní 2020

Í upphafi var orðið og orðið var vageode. Þetta þarfnast líklega frekari skýringa. Fyrir nokkrum vikum var ég að vafra á netinu og datt niður á stórkostlegan þráð um vageode kökuna. Í stuttu máli sagt á kakan uppruna sinn að rekja til bakarís sem sérhæfir sig í kökuskreytingum. Kakan umrædda átti að vera skreytt jarðfræðitengdu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
afi

Bókasafnið hans afa

7. júní 2020

Ég bý svo vel að því að vera umrkingd lestrarhestum, bæði í fjölskyldunni og vinahópnum, sem eru afar duglegir að mæla með frábærum bókum. Ég hef nýlega áttað mig á því að eldri lestrarhestarnir hafa samt eitt framyfir þá yngri og það er að geta kynnt mig fyrir bókum sem komu út áður en ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Lestrarlífið

Hvar er Harry Potter safnaskjan?

10. maí 2020

Vinsælustu barnabækur okkar tíma eru án efa Harry Potter bækurnar eftir J.K.K. Rowling. Bækurnar um töfrastrákinn seljast alltaf vel, sama hvernig árferðið er. Harry Potter mun halda áfram næstu ár að heilla nýja lesendur, hvort sem þeir rata á bækurnar í gegnum foreldra sína eða í gegnum bíómyndirnar, tölvuleikina, varninginn… Fyrsta bókin um Harry Potter […]

Hljóðskrá ekki tengd.
elítismi

Bókin sem vill ekki láta lesa sig – Töfrafjallið eftir Thomas Mann

3. maí 2020

Það er almennt ágæt regla að henda frá sér bókum sem manni þykja leiðinlegar. Það er allajafnan lítill tilgangur í að böðlast áfram í einhverju sem maður hefur ekki gaman af, jafnvel þótt eitthvað skemmtilegt kunni að bíða á blaðsíðu 900. Þessa reglu sveik ég þó nýlega — eða ekki svo nýlega, miðað við þann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
0-5 ára

Múmínsnáðinn og vorundrið (eða Ragnhildur og búðarferðin)

24. apríl 2020

Frá því að samkomubann vegna Covid-19 hófst hef ég reglulega ímyndað mér hvað þetta væri allt miklu auðveldara ef ég ætti ekki tveggja ára gamalt barn. Auðvitað er það tóm ímyndun og óskhyggja, ef ég þyrfti ekki að annast svona ósjálfbjarga og kröfuharðan einstakling væri ég líklega löngu hætt að sinna mínum eigin grunnþörfum. Ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
glæpasögur

Versta bókmenntagrein allra tíma

19. apríl 2020

Eitt sinn skrifaði hún Erna pistilinn sem má ekki skrifa hér á Lestrarklefanum, um hvað henni hefði þótt Halldór Laxness óbærilega leiðinlegur þegar hún las hann í menntaskóla. Nú hyggst ég einnig skrifa pistil sem ekki má skrifa, þó af öðrum ástæðum sé. Ég ætla mér nefnilega að reyna að koma í orð þeirri djúpu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Agatha Christie

Agatha Christie fyrir byrjendur

12. apríl 2020

Agöthu Christie, drottningu glæpasagna, þarf vart að kynna. Hún er ekki bara mest seldi glæpasagnahöfundur allra tíma heldur mest seldi skáldsagnahöfundur allra tíma samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Bækur hennar hafa selst í yfir tveimur milljörðum eintaka og talið er að verk hennar séu mest seldu verk í heimi utan verka Shakespeare og Biblíunnar. Flestir glæpasagnahöfundar hafa […]

Hljóðskrá ekki tengd.