Akureyri

Kennarabörn, kúltúrbörn og ættlausir væringjar

30. desember 2022

Fyrst þegar við kynnumst Loga geimgengli er hann bara sveitastrákur frá Tattooine – og það breytist ekkert þegar hann lærir að virkja máttinn innra með sér og fá þar með ofurkrafta Stjörnustríðsheimsins. Þangað til auðvitað í næstu mynd, þegar Svarthöfði gengst við því að vera faðir Loga, sem kemst þar með að því að hann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aladdin

Vísundahipsterinn fer á þing

7. janúar 2021

Neró lék á fiðlu á meðan Róm brann. Ég veit ekki meira, veit ekki hvaða lag hann lék, veit ekki hvernig kviknaði í borginni, hverjar afleiðingarnar urðu, hvernig slökkvistarfið gekk. Nei, eina sem lifði af í heimsvitundinni var að hann spilaði á fiðlu. Restina þurfum við flest að gúgla. Og þegar fall ameríska heimsveldisins verður […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Auglýsingar

Ferðalög ríka fólksins og öskur frústreraða auglýsingamannsins

16. júlí 2020

Íslandsstofa frumsýndi í vikunni myndband þar sem fólk var hvatt til að senda inn öskur, sem yrðu svo geymd í hátölurum einhvers staðar á hálendinu næstu vikurnar. Af hverju? spurðu flestir. Hvernig á þetta að hjálpa túrismanum? Er þögnin ekki einmitt helstu verðmæti íslenskrar náttúru? Með öðrum orðum: auglýsingin sem slík virðist hafa misst marks. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aðgerðapakki

Menningarsmygl og farsóttir hugmyndanna

15. júlí 2020

Þegar landamærum er lokað verður smygl mikilvægara en nokkru sinni. Vegna þess að hugmyndirnar eru veirurnar sem þurfa að ferðast á milli landa, á milli sálna, á milli okkar. Góðu veirurnar, góðu hugmyndirnar. En það er auðvitað nóg af vondum veirum líka. Á ensku kallast það að slá í gegn á internetinu að go viral, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíó Paradís

Blind er bíólaus borg

11. maí 2020

Bíó Paradís er ein stór minning, þær bíómyndir sem bíóið sérhæfir sig í eru þær myndir sem takast í alvöru á við okkar sameiginlega minni, okkar persónulega minni, en ekki síður framtíðardrauma og martraðir. Ég man þegar ég gekk skjögrandi út af Blind, mynd um blindan rithöfund – á pappír gæti fátt virst jafn illa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Laugardagsljóðið

Ferðist innanlands

9. maí 2020

Ferðist innanlands. Ferðist í landi þar sem alvöru almenningssamgöngur eru varla til og þar sem bara gisting í viku kostar hálf mánaðarlaun, jafnvel ef ódýrasti kosturinn sé ávallt valinn. Ferðist innanlands til að styðja við iðnað sem fyrir tilviljun örlaganna varð sá stærsti, en fyrir aðra tilviljun örlaganna er skyndilega orðinn ör-iðnaður, frekar en að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Dorrit Moussaieff

Til varnar efnaminni ferðamönnum

30. apríl 2020

Ég hef séð auglýsingar um bækur Steinars Braga og Lilju Sigurðardóttur þegar ég líð niður rúllustigann í neðanjarðarlestinni í Prag, ég hef rekist á ljóð eftir Gerði Kristnýju á glervegg í miðbænum – og miklu, miklu fleiri íslenskir höfundar eru gefnir út á tékknesku en þessi þrjú. Íslenskar bíómyndir ganga fáránlega vel í tékkneskum bíóum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Leiðari

Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.

18. apríl 2020

Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

„Hinum ríku er alltaf hyglt“

14. apríl 2020

Tveir franskir rithöfundar, þær Leïla Slimani og Marie Darrieussecq, ákváðu að bregða sér í sumarbústað, rétt tímanlega áður en lokað var fyrir slíkt. Báðar eru nokkuð frægar í heimalandinu, nógu frægar til að fá að skrifa dagbækur úr kófinu, önnur fyrir Le Monde og hin fyrir Le Point. Prýðileg hugmynd, ekki satt, að rithöfundar noti […]

Hljóðskrá ekki tengd.