Þessi saga hefst í lok ágúst ágúst og eftir gott upphitunarljóðakvöld í Punctum (myndir hér) kvöldið áður var tímabært að pakka og taka ljóðalestina til Kraká. Þetta var stutt helgarferð og ég reiknaði ekki með neinum tíma til lesturs – en af rælni labbaði ég fram hjá ljóðabókahillunni og sá þar Útópíu á áberandi stað, […]
Laugardagsljóðið

Hinsta ljóðinu smyglað
Þjóðlagatónlist er afleitt orð. Virkar akademískt um eitthvað sem er einmitt svo sjálfsprottið. Enda vildi Víctor Jara kalla þessa tónlist byltingartónlist – og í dag eru 50 ár síðan hann dó. „Þegar ég hitti Víctor þekkti ég bara minn litla heim, heim dansins. Og hann opnaði augu mín, tók mig út í heiminn. Hann lét […]

Erfiljóð söngvaskálda
Orð, ekkert nema orð geymir þrenns konar orð: Ljóð, Bláar nótur og Prósa. Þrír kaflar, 64 síður – og ansi kaflaskipt þegar kemur að gæðum líka. Þetta er fimmta ljóðabók Bubba Morthens á sjö árum, fyrir utan auðvitað öll ljóðaheftin með geisladiskum og plötum rokkkóngsins. Byrjum á fyrsta kafla – Ljóð. Þetta byrjar ekkert sérstaklega vel, hálfpartinn eins […]

Þegar plastpokarnir eru einir eftir
Höfundur heldur á appelsínu sem á stendur titillinn Ég brotna 100% niður. Þetta reynist góð vísbending um efni þriðju ljóðabókar Eydísar Blöndal; auglýsingaslagorð, sem á bæði við um manneskjur og ákveðnar vörur – og niðurbrotið er bæði jákvætt og neikvætt þegar kemur að manneskjum. En þetta er líka auglýsingaslagorð sem höfðar enn sem komið er […]

Svamlað í Jórvíkurlauginni
Ég hitti Ron Kolm á Medium 43, litlu kaffihúsi litlu kaffihúsi niðrí Žižkov þar sem við lásum báðir upp og gerðum svo vitaskuld heiðarlegan skiptidíl í kjölfarið eins og öll heiðarleg ljóðskáld. Hann fékk Framtíðina og ég fékk Swimming in the Shallow End. En samskiptin voru nú svosem ekki lengri en það, þannig að ég […]

Ljóðahagkerfi Vínarborgar
Jesse og Celine, aðalpersónurnar í Before Sunrise, eru nýbúnar að eiga sitt fyrsta rifrildi. Nógu meinlaust samt til að djóka með það stuttu síðar. En hvað bjargaði þeim? Jú, auðvitað ljóðskáldið! Þau eru að rölta meðfram ánni þegar dularfullur maður ávarpar þau; má bjóða þeim ljóð? Þetta er þó ekki Bjarni Bernharður, heldur leikarinn Dominik […]

Ljóðahundur skoðar stórborgina
Þegar rigningin ber á strætunum fyrir neðan gluggann hugsa ég um Ferlinghetti. Þessa ótrúlega seiðandi kápu, sem ég finn og skoða í fyrsta skipti í mörg, mörg ár og átta mig á að þarna er engin rigning. Upplýstar byggingarnar minna mig samt á regnið, hvernig það speglar borgarljósin. Og þvílíkt nafn! Ferlinghetti! Lawrence Ferlinghetti, fæddur […]

Forsetaskáldin: Frá risaeðlum til Amöndu, frá epík til hversdags
Þetta er þröngt form, pólitíska tækifærisljóðið. Af því þú þarft að finna vonina, þrátt fyrir vonleysið, þrátt fyrir loftslagsbreytingarnar, óréttlætið og allt hitt – og það getur verið erfitt að gera það og vera samt heiðarleg, einlæg og ærleg. Horfast samt í augu við stöðuna. Það var verkefni Amöndu Gorman í gær, fyrsta ung-lárviðarskálds Bandaríkjanna […]

Dagur ljóðsins, dagur Jónasar og Karels
Íslenska skáldið Jónas Hallgrímsson og tékkneska skáldið Karel Hynek Mácha eiga sama afmælisdag, þann 16. nóvember, Macha er þremur árum yngri en Jónas og báðir eru þeir lykilskáld rómantísku stefnunnar í sínu heimalandi. En þeir eiga það líka sameiginlegt að það er heilmikið húllumhæ á afmælisdaginn þeirra, þótt þeir séu báðir löngu dauðir. Afmælisdagur Jónasar […]

Herskarar innflytjendaengla trömpa Trump
Stundum semur vont fólk góð ljóð. Stundum semur fólk ljóð þar sem það talar þvert um hug sér – nema vera skyldi að hugur þeirra komi raunverulega fram í ljóðunum sem virðast þvert á meinta heimssýn þeirra. Ljóð vikunnar er nefnilega án nokkurs vafa slammljóð Paulu White, andlegs ráðgjafa Donalds Trump. Paula var líka fyrsta […]

Stjörnur himinsins og sígarettuglóðin inn í mér
Louise Glück er nýbakaður Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum. Glück er amerísk skáldkona sem fæddist í New York árið 1943, var lárviðarskáld Bandaríkjanna fyrir sextán árum og vann Pulitzer-verðlaunin árið 1993. Samt virtist koma flatt upp á flesta að hún skyldi vinna Nóbelinn. Eins og oft vill verða eru ákveðið rof á milli þess að lesa um […]

Örlög okkar bestu manna
„Ég horfði á bestu hugsuði minnar kynslóðar tortímast úr brjálæði, svelta móðursjúka nakta. Skakklappast niður negrahverfin upp úr dögun í leit að heiftugri fíkn. Engilhöfða glannar sem brunnu af löngun eftir hinni fornu himnesku tengingu við stjörnumprýddan rafal næturmaskínunnar.“ Svona hefst Ýlfur Allen Ginsberg í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl, sem nú má finna í heild […]

Bíóljóð um gleymsku og kóf
Kófið kom misvel við okkur. Fyrst var einhverjum huggum að allir væru á sama báti – en þegar á leið áttuðum við okkur á að það undirstrikaði bara hversu vel eða illa við vorum sett. Sumir bjuggu í stóru húsi með stóran garð, aðrir í litlum herbergiskytrum. Skyndilega var hvergi undankomuleið frá lífinu sem þú […]

Klukkan glymur Polly – og okkur öllum
Þið þekkið þetta vonandi, þennan bráðum 400 ára gamlan ljóðbút eftir John Donne. Enginn maður er eyland. Stefán Bjarman þýddi þetta meistaralega þar sem það birtist í formála Hverjum klukkan glymur eftir Hemingway, bókar sem notaði þessi orð sem leiðarstef. Í skáldsögu um spænsku borgarastyrjöldina, sem stundum var kölluð skáldastríðið, vegna þess hve margir rithöfundar […]

Hattie McDaniel mætir á óskarinn
Það getur verið erfitt fyrir okkur nöldrarana þegar umheimurinn fer skyndilega að taka undir með okkur, eins og til dæmis núna þegar allir þykjast alltaf hafa hatað rasísku sápuóperuna Gone With the Wind – og því vil ég bara hafa það skjalfest að ég skrifaði þetta í grein um tíu ofmetnustu bíómyndir sögunnar fyrir meira […]

Ameríka sem aldrei var, Ameríka Langstons og Matthews
Matthew McConnaughey var í viðtali við Emmanuel Acho í þættinum Uncomfortable Conversation With a Black Man. McConnaugey lauk þættinum á ljóðbroti, línum úr mögnuðu ljóði Langston Hughes, „Let America Be America Again.“ „Mig langar bara að lesa þetta eina brot sem stóð upp úr fyrir mig,“ sagði leikarinn – og las svo (á 11.35): O, […]

Dimmfjólublá draumalest
Elífðarnón er falleg bók og það er stór hluti af henni. Bókverkið kallast á við innihaldið, það kallast lauslega á við spádómsbækur og á dimmfjólublárri kápunni sjáum við tungl svífa í kringum plánetu og fyrsta ljóðið, hálfgert forljóð, er tígull með þökkum, þökkum til ónefndra. Ávarpið er þú, og þakkirnar eru fyrir óræðar gjafir – […]

Óskabarn ógæfunnar
FIMM BÖRN Í RÖÐ OG PABBI MEÐ KYLFU Þannig byrjar þetta. Við erum stödd í dönsku gettói þar sem allt er skrifað í hástöfum. Pabbinn lemur, manni finnst eins og hann sé að lemja alla bókina – og þó, þegar á líður hefur Yahya tekið við af honum. Við finnum að við sleppum aldrei úr […]

Ferðist innanlands
Ferðist innanlands. Ferðist í landi þar sem alvöru almenningssamgöngur eru varla til og þar sem bara gisting í viku kostar hálf mánaðarlaun, jafnvel ef ódýrasti kosturinn sé ávallt valinn. Ferðist innanlands til að styðja við iðnað sem fyrir tilviljun örlaganna varð sá stærsti, en fyrir aðra tilviljun örlaganna er skyndilega orðinn ör-iðnaður, frekar en að […]
Að borða stjörnur
Rebecca Elson var stjarneðlisfræðingur og skáld og dó ung – hún lifði ekki að verða fertug og hún lifði ekki aldamótin, heldur dó 39 ára gömul árið 1999. Hún kláraði doktorsnám í stjarneðlisfræði en ljóðlistin fylgdi henni allan tímann og hún talaði um að opinn og samheldinn hópur ljóðskálda Princeton væri ágætis mótefni við karllægum […]