Alessandro Aniballi

List um list

22. ágúst 2023

Listamenn eru sjálfhverfir og þess vegna má treysta því að á öllum almennilegum kvikmyndahátíðum séu fleiri en ein og fleiri en tvær myndir um listina sjálfa, kvikmyndalistina eða aðrar listir. Sem er auðvitað frábært, enda fátt skemmtilegra en þegar fólk fabúlerar um það sem það elskar fyrir fólk sem elskar það sama – sjálfhverfa í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

Ögrandi fortíð og gamaldags framtíð

15. ágúst 2023

Fimm myndir, tvær úr fortíðinni, tvær um fortíðina, tvær um framtíðina. Þetta reikningsdæmi virðist kannski ekki ganga upp, en munið: myndir úr fortíðinni geta líka verið um fortíðina, já eða framtíðina Byrjum í nútíðinni í fortíðinni, það virðist orðin hefð að sýna gamla Cassavetes-mynd á Karlovy Vary og nú er komið að Minnie and Moskovitz, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aki Kaurismäki

Ást og einsemd á tölvuöld

8. ágúst 2023

Bíótími er öðruvísi en annar tími. Það er furðu sjaldgæft að bíómyndir virkilega spegli nútímann, eða yfirhöfuð reyni það, jafnvel þótt ekkert bendi til að myndin eigi að gerast á nokkrum öðrum tíma en einmitt núna. Maður horfir yfir bíósalinn fyrir mynd, þar sem flestir drepa tímann með andlitið ofan í snjallsímum, og svo förum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Sensitive Person

Bíómyndir fyrir barnamálaráðuneyti

5. ágúst 2023

Nokkr­ar bestu mynd­irn­ar á kvik­mynda­há­tíð­inni í Karlovy Vary, sem fram fór í byrj­un mán­að­ar­ins, áttu það sam­merkt að fjalla um börn – þótt þær væru alls ekki fyr­ir börn. Nauðgun og glatað sakleysi, börn í hakkavél dómstóla og gulu pressunnar, börn sem eru fangar fjölskyldutráma og alkóhólisma foreldranna, eða fórnarlömb eineltis og vanhæfra kennara eða […]

Hljóðskrá ekki tengd.
'Ndrangheta

Morðið sem felldi ríkisstjórnina

16. ágúst 2022

Seint í febrúar árið 2018 fóru þau Ján Kuciak og Martina Kušnírová í kjörbúð nálægt heimili sínu. Það eru síðustu myndirnar sem náðust af þeim, það var verið að njósna um þau – og þann 21. febrúar 2018 voru þau myrt í íbúð sinni í Veľká Mača, smáþorpi ekki langt frá Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Þau […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ágúst 1968

Þegar hefndin er búmerang

28. júlí 2022

Hvenær líkur blómaskeiðum? Eða nýbylgju, eins og blómaskeið kvikmyndanna eru iðullega kölluð; franska nýbylgjan, rúmenska nýbylgjan eða tékkneska nýbylgjan. Það er oftast erfitt að festa fingur á það – en þó voru endalok tékknesku nýbylgjunnar nokkuð harkaleg; eftir að skriðdrekarnir rúlluðu inní Prag í ágúst 1968 var ljóst að tékkneska nýbylgjan myndi ekki lifa lengi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Abbott & Costello

Karlovy Vary 6: Af litlum bræðraneista verður stórt bál

9. september 2021

Kvöld eitt á áttunda áratugnum var John Lennon að horfa á Top of the Pops og bregður heldur betur í brún. Svo mjög að hann hringir samstundis í Ringo Starr og segir uppveðraður: „Marc Bolan er að syngja með Hitler í sjónvarpinu!“ Þessi saga hefur aldrei verið staðfest – en hún er of góð til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1968

Karlovy Vary 3: Þegar skriðdrekarnir komu

5. september 2021

Við sjáum svart-hvítar myndir. Af lífi, af hamingju, af sumardögum. Týndu sakleysi tíma sem aldrei koma aftur. En svo sjáum við skriðdrekana. 21. ágúst 1968 komu skriðdrekar Varsjárbandalagsins, völtuðu yfir Tékkóslóvakíu sem þá var, keyrðu inní Prag og aðrar borgir landsins og bundu endi á Vorið í Prag. Þessa sögu þekkjum við – en hálfri […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Baťa

Karlovy Vary 1: Hlauptu, Emil, hlauptu!

3. september 2021

Emil Zátopek er goðsagnakenndur hérna í Tékklandi, hefur ítrekað verið valinn besti hlaupari allra tíma hjá alþjóðlegum hlaupamiðlum og besti tékkneski íþróttamaðurinn á undan Navratílovu, Lendl, Jagr og Nedvěd. Síðarnefnda nafnbótin helgast kannski ekki hvað síst af því hann er tékkneskastur þeirra allra – nánast Svejkískur í tilsvörum og karakter – sem krystallast best í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
27-ára klúbburinn

Austurvisjón og dularfullur dauðdagi poppstjörnu

28. maí 2021

Nú þegar Evróvisjón er lokið er tímabært að rifja upp litlu systur keppninnar sem flestum eru löngu gleymdar. Fyrir 1989 voru nefnilega fæst Austantjaldslöndin í sambandi Evrópskra sjónvarpsstöðva, sem voru fyrst og fremst vestræn samtök, en hins vegar voru gerðar nokkrar skammlífar tilraunir til að halda sambærilega keppni á milli ríkja Varsjárbandalagsins. Þar ber helst […]

Hljóðskrá ekki tengd.
After Lucia

Hirðingjaland og fleiri stiklur frá Feneyjum

13. september 2020

Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum lauk um helgina – fyrstu stóru kvikmyndahátíðinni sem haldin var í bíó síðan Berlinale lauk, sökum kófsins mikla sem frestaði Cannes, Karlovy Vary og fleiri stórum hátíðum, eða færði á netið. Það gæti vissulega orðið langt þangað til við fáum að sjá megnið af þessum myndum – en sigurmyndin Nomadland er þó […]

Hljóðskrá ekki tengd.