Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]
Kænugarður

Ferðin til Tsjernobyl
Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]

KVIFF 10: Upphitun fyrir helför
„Það eru engir minnisvarðar við Babi Jar,“ orti Yevgeny Yevtushenko í kvæði sínu um Babi Jar, tuttugu árum eftir að 33.771 gyðingum var slátrað þar á tveimur dögum í lok september 1941. Eitthvað sem honum og öðrum þótti til marks um skeytingarleysi sovéska yfirvalda um atburðina. Babi Jar er gil nokkuð rétt hjá Kænugarði, mætti […]

Cannes úr fjarska: Dýrið og Síberíuhraðlestin
Það hafa liðið rúm tvö ár frá því stærsta kvikmyndahátíð heims var haldin síðast – sem endaði með sigri kóreska Sníkjudýrsins, sem varð svo tæpu ári síðar aðeins þriðja myndin í sögunni til að vinna bæði Gullpálmann og Óskarinn. Smyglið er ekki með fulltrúa á Cannes þetta árið – þangað kom smyglari síðast 2009 og […]