„Kjarnorkuváin eyðilagði æsku mína“ segir þýðandinn Gunnar Þorri Pétursson í viðtali við Kristján Guðjónsson á Rúv. Kjarnorkuváin var líka altumlykjandi í minni bernsku. Ég var þrettán ára árið 1986 og man í apríl þegar Evrópa og heimurinn allur fór á…
Jólabók 2021
Groddalegt morð á metsöluhöfundi
Sú bók sem reis hægt og rólega upp í síðasta jólabókaflóði var Arnaldur Indriðason deyr eftir Braga Pál Sigurðarson. Í hverju flóði er alltaf ein bók spyrst út á meðal fólks og selst betur eftir því sem umræðan um hana verður líflegri. Svo hefur að sjá…
Myndlýst geðrækt fyrir börn
Heimurinn er ansi skrýtinn þessa dagana og geðheilsa margra hefur hlotið hnekki. Það er ekki auðvelt að halda uppi dampi í stöðugum breytingum, sóttkvíum og einangrunum. Heimurinn er ófyrirsjáanlegur og óþægilegur og nokkuð víst að börnin finna mikið f…
Eftir flóðið 2021
Jólabókaflóðið í lok hvers árs er stórt. Það er engin leið fyrir nokkurn að komast yfir það að lesa allar bækurnar. Fjölmiðlar ná ekki að fjalla um allar bækurnar og þá gerist það að bækur sem hefðu ef til vill mátt fá meiri athygli sigla hljóðar hjá. …
„Við hvert orð sem ég yrki í huganum púa ég út mánaryki“ – dáleiðandi ljóðasamskynjun Jakubs Stachowiak
Ég get ekki orðið hógvær; of margt brennur á mér; gömlu lausnirnar falla í sundur; ekkert hefur enn verið gert með þeim nýju. Svo ég byrja, alls staðar í einu, eins og ég ætti öld framundan. Elias Canneti, 1943 í Vínarborg í afmælisveislu Hermanns Broc…
Sagan sögð frá sjónarhóli sterkra kvenna
Mörg okkar hafa eflaust orðið vör við teiknimyndaþættina Eldhugar sem sýndir hafa verið á RÚV í vetur. Þeir voru gerðir eftir margverðlaunaðri bók franska myndasagnahöfundarins Pénélope Bagieu. Bók Pénélope hefur nú verið gefin út í íslenskri þýðingu S…
Þegar Stúfur bjargaði jólunum
Fyrir aðventu hef ég ávallt þau fögru fyrirheit að lesa sem mest af nýútkomnum bókum, sökkva mér í allskyns fantasíur, reifara og aðra skáldsagnarheima. Stundum næ ég að lesa bók á kvöldi, stundum taka bækur lengri tíma. Þessi aðventa fór hinsvegar alg…
Jólakósýrómans af bestu gerð
Undanfarin ár hefur Bókabeitan, undir nafninu Björt bókaútgáfa, gefið út í íslenskri þýðingu jólabækur eftir breska rithöfundinn Söruh Morgan. Bókin Jólasysturnar kom út árið 2019 og Brúðkaup í desember kom út árið 2020 og nú í nóvember kom út bókin Ve…
Hasar og lífsháski í goðheimum
Loksins er kominn lokahnykkurinn á ævintýri Kötlu Þórdísar- og Ugludóttur! Í Nornasögu 3: Þrettándinn lýkur þríleiknum með hvelli þar sem Katla, Máni og síamskötturinn hans, Dreki, flækjast inn í Goðheima og lenda þar í allskyns vandræðum. Hasar og líf…
Þinn innri loddari
Berglind Ósk sendir frá sér ljóðabókina Loddaralíðan í ár undir formerkjum bókaútgáfu félags ritlistarnema, Blekfjelagsins. Áður hefur hún gefið út ljóðabókina Berorðað og birt smásögu í safninu Þægindarammagerðin og hinum ýmsu tímaritum. Orðið loddara…
Óður til unglingsáranna
StineStregen er listamannsnafn dönsku listakonunnar Stine Spedsbjerg, sem teiknar meðal annars teiknimyndasögur á baksíðu Politiken. Hún var fyrst þekkt í gegnum samfélagsmiðlareikninga sína á Twitter, Instagram og Facebook, þar sem hún hlóð á sig fylg…
Þegar bók verður fyrir því óláni að hljóta tilnefningu
Eins og eflaust fleiri lesendur og bókafólk, þá er ég alltaf frekar spennt að heyra hvaða bækur hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem Félag íslenskra bókaútgefanda veitir ár hvert. Þegar ég renndi augunum yfir hinar tilnefndu bæku…
Ástin um aldamótin
Önnur skáldsaga Júlíu Margrétar Einarsdóttur Guð leitar að Salóme kom nýlega út hjá Unu útgáfuhúsi. Júlía Margrét starfar við menningarblaðamennsku og vakti athygli fyrir þremur árum fyrir bókina Drottningin á Júpíter. Guð leitar að Salóme er samansafn…
ADHD, innflytjendur og skólakerfið – en aðallega stuð
Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja byrjar með hvelli. Lesandinn situr með Alexander í skólastofunni og kennarinn hellir sér sér yfir hann, öskrar á hann með frussi og dónaskap. Að lokum rífur kennarin af Alexander legókubbana sem …
Drepfyndin bók um vináttuna
Tilfinningar eru fyrir aumingja er nýjasta skáldsaga Kamillu Einarsdóttur sem vakti mikla athygli fyrir frumraun sína Kópavogskróniku árið 2018. Sú fyrrnefnda var á dögunum tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Metalband til að sporna við leiðin…
„Náttúran er eins og hvert annað stórfyrirtæki.“
Bókum Friðgeirs Einarssonar hefur alltaf tekist að skemmta mér konunglega, þá sérstaklega fyrsta skáldsaga hans Formaður húsfélagsins en þessi tvö smásagnasöfn sem hann hefur einnig gefið út eru virkilega fín. Fyrir þessi jól kemur út hans önnur skálds…
Jólaævintýri Þorra og Þuru í bók
Þorri og Þura eru að undirbúa jólin og leika sér í snjónum þegar afi Þorra kemur að þeim þar sem þau sitja og karpa. Afi er með jólakristal í töskunni sinni, sem hann biður Þorra og Þuru að gæta, rétt á meðan hann fer og leggur sig. Fyrir slysni slökkn…
Áfengi, kynlíf og stormasamt ástarsamband
Fíkn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur hefur fengið gott umtal bæði meðal bókaunnenda og hlustenda á Storytel. Ég ákvað að hlusta á hljóðbókina og skrifa því þennan dóm út frá henni. Lesarar voru Birna Pétursdóttir og Haraldur Ari Stefánsson. Sögur ú…
Dystópískt villta-vestur í Englandi framtíðarinnar
Fyrsta senan í bókinni Útlagarnir Scarlett og Browne er Scarlett að vakna eftir erfiða nótt. Í kringum hana liggja fjögur lík. Scarlett er með harðsperrur eftir morð næturinnar. Þetta eru fyrstu kynni lesandans af Scarlett; hörkutóli, útlaga, bankaræni…
Hrollvekja í Kópavogi
Emil Hjörvar Petersen hefur skrifað tvær bækur fyrir Storytel Original; Ó, Karítas og Hælið. Sú breyting er þó á útgáfu hljóðbókarinnar Hælið að henni fylgir líka prentuð bók og því tekur Storytel þátt í hinu íslenska jólabókaflóði. Hælið er hrollvekja…
Ísbjörn og jólasveinar í íslenskri sveit
Í Ljósaseríu Bókabeitunnar er ævinlega ein bók á ári sem er prentuð í lit. Það er auðvitað bókin sem kemur út í desember! Að þessu sinni er jólabók Ljósaseríunnar Jónas ísbjörn og jólasveinarnir eftir Súsönnu M. Gottsveinsdóttur með myndlýsingum Victor…
Vendipunktar í lífi
Vendipunktar er smásagnasafn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson sem er þekktur fyrir bæði ljóð, texta og barnabækur. Í þessari bók leynast sjö sögur en ef draga má merkingu frá nafni bókarinnar verða í öllum sögunum einhverskonar hvörf eða þáttaskil í l…
Álfastúlka og smiðssonur
Gunnar Theodór Eggertsson gefur út barnabókina Furðurfjall – Nornaseiður í ár. Áður hefur hann gefið út þríleikinn um Galdra-Dísu og hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Steindýrin. Gunnar Theodór skrifar furðusögur, sumar misflóknar, …
Valdefling og uppgjör Hildar
Ég greip með mér bókastafla í bústaðinn, eins og ég geri nú vanalega. Ég var byrjuð á einni en ákvað að lesa fyrstu blaðsíðurnar í smárri bók, bara aðeins að forvitnast. Það endaði ekki betur en svo að ég kláraði bókina fyrir svefninn. Þetta var bókin …
Íslenskur broddborgari flæktur í barnamorðmál
Ásdís Halla Bragadóttir hefur sent frá sér sína fimmtu bók en þetta er þriðja bókin þar sem umfjöllunarefnið eru skyldmenni Ásdísar. Bókin heitir Læknirinn í Englaverksmiðjunni og er það bókaútgáfan Bjartur Veröld sem gefur út. Fyrri bækur Ásdísar sem …
Yfirnáttúrleg ungmenni í Vesturbænum
Furðusagan Ljósberi hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin þetta árið. Höfundur bókarinnar er íslenskum lesendum góðkunnur en hann Ólafur Gunnar Guðlaugsson færði okkur Benedikt búálf sem er enn að gera það gott, m.a. með geysivinsælli uppsetningu Leikféla…
Kvennaár Valborgar
Benný Sif Ísleifsdóttir, þjóðfræðingur, sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu Grímu árið 2018 og hefur verið afar afkastamikil síðan þá og gefið út fimm bækur á þremur árum. Barnabækurnar eru tvær: Jólasveinarannsóknin og Álfarannsóknin. Hún fylgdi svo s…
Hvert fara týndu hlutirnir?
Jólasvínið efti JK Rowling kom samtímis út á fjölda tungumála í lok október og þar á meðal á íslensku, í þýðingu Ingunnar Snædal. Í Jólasvíninu segir frá Jack, sem elskar Día sinn, lítinn og tættan taugrís sem hefur fylgt honum allt frá fæðingu. Líf Ja…
Hvað borða tröllin?
Tröllamatur er fyrsta barnabók Berglindar Sigursveinsdóttur, myndlistakonu og kemur út hjá bókaútgáfunni Unga ástin mín. Bókin er lokaverkefni hennar af teiknibraut við Myndlistaskólann í Reykjavík. Það gleður mig að sjá að Berglind stefnir á frekara n…
Óefni sálarinnar
Umframframleiðsla er fyrsta ljóðabók Tómasar Ævars Ólafssonar. Hann er heimspekingur, dagskrágerðarmaður hjá Rás 1 og nánast útskrifaður með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Í aðfararorðum ljóðabókarinnar er sagt frá lækninum Duncan MacDoug…