Ali Abbasi

Villistúlka verður villikona

2. nóvember 2022

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða sífellt fjölþjóðlegri, rétt eins og myndirnar sjálfar. Núna í ár var Volaða land framlag Dana, mynd sem gerist mestöll á Íslandi og leikstjórinn er íslenskur, en þar er þó sannarlega danskur vinkill – myndin byrjar í Danmörku (inni, hefði svosem getað verið tekið upp hvar sem er) og danskar persónur eru til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1984

Survivor: Verðbúð

3. janúar 2022

Frásagnarlögmál Verbúðarinnar eru hægt og rólega að skýrast. Hver þáttur er eitt ár og því útlit fyrir að þessu ljúki rétt fyrir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Svo missir einhver líkamspart í hverjum þætti og annar missir lífið – það síðara oftast vegna óhóflegrar fíknar í örvandi efni, þótt græðgin hjálpi í báðum tilfellum til. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1983

Meðal róna og slordísa í Súganda

29. desember 2021

„Ef þú eyðir viku í Kína skrifarðu skáldsögu, ef þú ert í mánuð skrifarðu smásögu, ef þú ert í ár skrifarðu ljóð og ef þú ert í tíu ár skrifarðu ekki neitt.“ Þessi spakmæli gamals bókmenntakennara míns mætti kannski alveg færa yfir á Ísland með því einu að skipta Kína út fyrir landsbyggðina; hópur Reykvískra […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adina Pintilie

Nektin er jafnt andleg sem líkamleg

12. desember 2020

Miðaldra kona sem á erfitt með nánd, transkona með áhuga á klassískri tónlist, karlhóra, kynlífsfræðingur, fjölfatlaður maður og sköllóttur maður frá Íslandi. Þetta fólk á það helst sameiginlegt að við fáum að sjá það í allri sinni nekt í rúmensku myndinni Touch Me Not, sem vann Gullbjörninn í Berlín í febrúar. Þessi nekt er jafnt […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Song Called Hate

Augnablik sem sker tímann í tvennt

20. október 2020

Kófið heimtir alla. Meira að segja texta sem samdir voru ári fyrir kóf. Það var ekki nóg með að Hatari hafi spáð fyrir um auknar vinsældir andlitsgrímna og mögulegt fall Evrópu, þegar maður horfir á nýju Hatara-myndina A Song Called Hate þá heyrir maður „kóf“ þar sem einu sinni var tóm. Tómið heimtir alla Hatrið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
frjálshyggja

Fátæk börn verðskulda ekki neitt

9. október 2020

Ég fann mjög persónulega fyrir valdatöku frjálshyggjunnar á Íslandi þegar ég var 12-14 ára. Ég þurfti að fara í tannréttingar. En ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins var að ráðast á kerfið. Þegar ég mætti í fyrsta tímann var ekki ljóst hvernig greiðsluþátttaka foreldra yrði. Tannréttingarfræðingurinn var ábyrgur og sagði að hann vildi ekki byrja … Halda áfram að lesa: Fátæk börn verðskulda ekki neitt

Hljóðskrá ekki tengd.
Bíó Lemúr

Rafmögnuð Reykjavík: Heimildarmynd um sögu raftónlistar á Íslandi

8. október 2020

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi. Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum. Í þessari mynd frá 2008, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Berlinale

Horfið af þolinmæði

21. september 2020

„Að fara til Íslands áður en ég dey. Og að leika Hamlet.“ Þetta eru hinstu óskir Sven, þýsks leikara í myndinni Litla systir, Schwesterlein, sem sýnd var í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Berlín, Berlinale. En við vitum að Sven er með hvítblæði á lokastigi, hvorug óskin er líkleg til að rætast úr þessu. Það er […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ísland

Ella-málið: Úr lífi alþýðunnar

28. maí 2020

Ég rakst á eftirfarandi grein á Tímarit.is. Þetta eru undir fyrirsögninni „Úr lífi alþýðunnar“ í Lesbókinni. Smjörhól hennar ömmu kemur við sögu en það er þó tveimur árum eða svo áður en forfeður mínir fluttu þangað. Ég veit ekkert um höfundinn (Jón Sigfússon) en ég á erfitt með að skilja þetta öðruvísi en að þarna … Halda áfram að lesa: Ella-málið: Úr lífi alþýðunnar

Hljóðskrá ekki tengd.
Ísland

Hatur mitt á AirBnB

27. apríl 2020

Ég held að við ættum einfaldlega að banna AirBnB. Þetta er, eins og svo margt annað sem hefur komið út úr hinu svokallaða deilihagkerfi, eitraður kapítalismi. Áhrifin á Íslandi eru ljós. Við vitum að þetta eru að miklu leyti íbúðir sem voru áður á almenna leigumarkaðinum. Það koma engar íbúðir sjálfkrafa í staðinn. Leiguverð hækkar. … Halda áfram að lesa: Hatur mitt á AirBnB

Hljóðskrá ekki tengd.
1990-2000

Lalli Johns: Sígild mynd um hrjúfari Reykjavík um aldamótin

13. mars 2020

Það var seint að kvöldi, að vetri til, einhvern tímann á fyrstu árum nýrrar aldar, að maður kom á Aðalvídeoleiguna á Klapparstíg í Reykjavík. Hann hét Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli Johns. Hann var í leit að spólu. Myndinni um hann sjálfan. Heimildarmynd Þorfinns Guðnasonar, Lalli Johns, frá 2001, skyggnist inn í lífið […]

Hljóðskrá ekki tengd.