„Fyrsti klukkutíminn á Endgame er bara eins og að horfa á mynd eftir Ingmar Bergman.“ Spider-Man: No Way Home er fjórfalt vinsælli en nokkur önnur bíómynd eftir að kófið skall á heimsbyggðinni. En hvað þýðir þetta fyrir heimsbíóið og fyrir Hollywood? Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað er besservisserabensín? Og er eitthvað vit í þessum […]
Ingmar Bergman

Bíósmygl: Horfið ekki upp
Smyglið fagnar nýju ári með að dusta af sjónvarpstækinu og hefja nýja sjónvarpsþáttaröð. Heiða Eiríksdóttir, Benedikt Erlingsson og Gunnar Hrafn Jónsson litu við í betri stofu Menningarsmyglsins og ræddu kvikmyndina Don’t Look Up við ritstjóra Smyglsins. Þar að auki var rætt stuttlega um Himininn yfir Berlín, þáttaröðina Kalifat, makedónskar kvikmyndir á borð við Honeyland og […]

Megum við vinsamlegast byrja?
Megum við syngja núna? Megum við byrja? So may we start? Þetta eru orðin sem fylgja fyrstu Cannes-hátíðinni eftir heimsfaraldur úr hlaði – eða fyrstu Cannes-hátíðinni í heimsfaraldri, eftir því hvar mannkynssagan mun ákveða að við séum stödd á tímalínu kófsins. Þetta er ákall flestra listamanna heimsins sem þurfa áhorfendur í sal; getum við byrjað […]

Cannes úr fjarska: Dýrið og Síberíuhraðlestin
Það hafa liðið rúm tvö ár frá því stærsta kvikmyndahátíð heims var haldin síðast – sem endaði með sigri kóreska Sníkjudýrsins, sem varð svo tæpu ári síðar aðeins þriðja myndin í sögunni til að vinna bæði Gullpálmann og Óskarinn. Smyglið er ekki með fulltrúa á Cannes þetta árið – þangað kom smyglari síðast 2009 og […]

Austurvisjón og dularfullur dauðdagi poppstjörnu
Nú þegar Evróvisjón er lokið er tímabært að rifja upp litlu systur keppninnar sem flestum eru löngu gleymdar. Fyrir 1989 voru nefnilega fæst Austantjaldslöndin í sambandi Evrópskra sjónvarpsstöðva, sem voru fyrst og fremst vestræn samtök, en hins vegar voru gerðar nokkrar skammlífar tilraunir til að halda sambærilega keppni á milli ríkja Varsjárbandalagsins. Þar ber helst […]